blaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 39

blaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 39
blaöiö LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 3 9 Chelsea veröur auðveld bráð Ronaldinho hefur látið hafa eftir sér að Chelsea verði auðveld bráð fyrir Barcelona, en liðin eru saman i riðli i meistaradeildinni. „Flestir segja að Chelsea verði okkur erfiðastir en þeir verða auðveld bráð,” sagði besti knatt- spyrnumaður heims. „Ballack, Shevchenko og Ashley Cole þurfa meiri tíma til að aðlagast liðinu. Ég hef mestar áhyggjur af Werder Bremen.” . A Skeytin inn Pedro Mendes, leikmaður Portsmouth, íhugaði alvar- lega að hætta knattspyrnu- iðkun eftir að Ben Thatcher gaf honum harkalegt olnbogaskot í leik Port- smouth og Manchester City 23. ág- úst síðastliðinn. „Svona hlutir geta gerst úti á götu en ekki í fótboltaleik,” sagði Mendes sem komst ekki til meðvitundar fyrr en hann komst á sjúkrahús. „Eg ræddi það alvarlega við konuna mína að hætta að spila fótbolta.” Thatcher fer fyrir dómstól enska knattspyrnusam- bandsins 12. september vegna málsins en hann hefur þegar verið sektaður um 120.000 pund og settur í sex leikja bann af forráðamönnum Manchester City. „ 'n' .4 % Ryan Giggsliefúr verið valinn leikmaður ágúst- mánaðar í ensku úrvals- deildinni, en hann hefur aldrei verið valinn leikmaður mánaðarins þau 16 ár sem hann hefur leikið í úrvalsdeild- inni. Alex Ferguson var valinn knattspyrnustjóri mánaðarins en Manchester United hefur unnið alla þrjá leiki sína í deild- inni og skorað í þeim tíu mörk. Alan Smith gáf það út fyrr í vikunni að hann væri orðinn leikhæfur og tilbúinn að spila gegn Tottenham á mánu- daginn, en Smith hefur ekki leikið síðan í febrúar á þessu ári er hann fótbrotnaði illa í leik gegn Liverpool. Alex Ferguson sagði við fjölmiðla í gær að Smith ætti enn nokkuð i land með að ná leikformi. „Alan er svo ákafur og metnaðargjarn að hann myndi spila fótbrotinn ef ég bæði hann um það,” sagði Ferguson. Rafa Benitez er í skýj- unum eftir að stjórn Liverpool ákvað að ráðastíbygg- ingu nýs leikvangs. „Þetta þýðir að við verðum sam- keppnishæf- ari við hin stóru liðin í deildinni; Chelsea, Arsenal og Manchester Utd. Það á eftir að muna okkur miklu fjárhagslega að hafa völl sem tekur 60.000 manns,” sagði Benitez. Liverpool yfirgefur Anfield Road: Nýr leikvangur tilbúinn haustið 2009 Rick Parry, stjórnarformaður Liverpool, stað- festi það endanlega í vikunni að allar samþykktir lægju fyrir og að nýr leikvangur yrði byggður aðeins 300 metrum frá núverandi leikvangi félagsins. Vangaveltur hafa verið uppi í nokkur ár um að Liverpool hyggðist yfirgefa Anfield Road og byggja nýjan leikvang. Anfield Road er orðinn 113 ára gamall og segja verkfræðingar það alltof flókið mál að endurbyggja leikvanginn sem var byggður árið 1884. Borgaryfirvöld í Liverpool hafa gefið forráða- mönnum félagsins frest til loka september til að punga út þeim 180 milljónum punda sem þarf til að hefja byggingu leikvangsins. Hinn nýi leikvangur mun geta tekið við 60 þúsund áhorfendum en Anfield Road tekur við 45 þúsund áhorfendum. Leik- vangurinn mun taka með sér Anfield-nafnið en.hinn óbyggði leikvangur hafði gengið undir vinnuheitinu Stanley Park í nokkur ár og áætla forráðamenn félagsins að fyrsti leikur- inn verði spilaður í byrjun tímabils 2009. BREIÐASLIK Laugardalsvöllur í dag kl. 16:30 B H BIKARINN VISA-bikarinn 2006 . Breiðablik - Aogangseyrir: Ef greitt er með VIS Almennt verð fyrir 1 editkorti Fritt fyrir 16 ara og yngri Valur 800 kr. .... 1.000 kr.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.