blaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 1
HELGIN » síða 40 ■ IPROTTIR Sex liö geta enn fallið úr efstu deild og Eyjamenn eru í mestri fallhættu | SlÐUR 38 ■ FOLK Spessi opnaöi ljósmynda- sýningu sem varð til næstum því fyrir tilviljun I SlÐA 18 202. tölublað 2. árgangur laugardagur 9. september 2006 Metall til Þýskalands „Austur-Evrópulöndin eru mjög blóöþyrst þungarokkslönd og svo er Þýskaland náttúrlega konungs- ríki þungarokksins,“ segir Addi í Sólstöfum. Hljómsveitin verður eitt aöal- númeranna á þýskri þungarokkshátíð. FRÉTTIR » síða 10 FRÉTTIR » síða 8 VEÐUR » siða 2 ISAKAMAL » síða 28 » siða 42 » siða 4 FRETTIR VIÐTAL Sakamal Rigning Suðvestan 5-10 metrará sekúndu, víða rigning en bjartviðri austanlands. Hiti á bilinu 8 til 15 stig, hlýjast austanlands. Spjall á hádegisbar Hótels Borgar varð kveikjan að innbroti á heimili á Seltjarnarnesi þar sem okrari var sagður búa. Æskudýrkunin orgar á mann „Það er mikil lenska hér á landi að tala alltaf við þetta svokallaða fræga fólk. Hins vegar finnst mér mun skemmti- legra að tala við „venjulegt" fólk með reynslu af lífinu og með aðra sýn á samfélagið en gengur og gerist. Þá líður mér vel,“ segir Rósa Björk Brynj- ólfsdóttir fréttamaður. „Auðvitað finnur maður fyrir þeirri kröfu að fjölmiðla- konur þurfi að vera sætar og æsku- dýrkunin orgar oft á mann. Til dæmis má spyrja hvar allar miðaldra konur í íslensku sjónvarpi séu. Þær finnast vart og ég sakna fleiri kvenna með áratuga- reynslu í fjölmiðlum.“ Afnotagjöldin hækka Ríkisstjórnin ákvað í gær að hækka afnotagjöldin af Ríkisútvarpinu um átta prósent frá og með næstu mánaðamótum. Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðar- maður menntamálaráðherra, segir fyrir hönd menntamálráðherra að ekki hafi þótt ástæða til að koma til móts við kröfur RÚV að fullu, sem voru sextán prósenta hækkun. „Ríkisstjórnin er að draga úr þenslu og því ekki eðlilegt að hún gangi fram fyrir skjöldu með tveggja stafa hækkunum á þjónustu,” segir Steingrimur. „Afnotagjöldin hafa ekki hækkað frá því í maí 2004 og því var kominn tími á hækkun. Frá síðustu hækkun eru verðlagsbreytingar samkvæmt vísitölu 13,8 prósent og því er þessi hækkun talsvert undir því," segir Steingrímur. Með breytingunum hækkar framlag ríkisins til Ríkisútvarpsins um rúmar 197 milljónir en framlagið nam tæpum 2,5 milljörðum í fyrra. Gleymi deginum aldrei Háhýsin við Engihjalla hristust gríðar- lega og fólk var í mikilli hættu þegar vindstrengirnir mögnuðust við húsin svo ekkert varð við ráðið í janúar 1981. „Við bókstaflega horfðum á bíla fjúka yfir aðra bíla. Einn bíll hreinlega lyftist upp og fauk nokkrar bíllengdir,” segir Hákon Hákonarson, sem þá bjó í Engi- hjallanum. (búum var mjög brugðið og flýðu úr íbúðum sínum inn i stigaganga í miðju húsinu af ótta við að rúðurnar brotnuðu. Vindstrengir geta magnast mjög við háhýsi og dæmi eru um að háhýsi hafi ekki verið byggð nægilega traust fyrir íslenskar aðstæður. Úr örbirgö til nútímans Roman Abramovich, eigandi knatt- spyrnuliðsins Chelsea, stýrir héraðinu Tsjúkotka í Rússlandi. Abramovich hefur aldrei sagt ástæðuna fyrir því af hverju hann fékk áhuga á héraðinu en kenningar eru á lofti um að hann hafi gert samkomulag við Pútín. Fá landsvæði fanga hugtakið útkjálki betur en Tsjúkotka-ríki sem er í norðausturhluta Síberíu. Þegar Abramovich kom þar fyrst var aðeins hægt að kaup salt, edik og skordýra- eitur. I höfuðborginni er nú að finna stórmarkað, stórt sjúkrahús, veitinga- staði og hótel. Eins og gömul dísilvél Það getur tekið tíma að koma sér í gang á haustin þegar öll verkefnin hlaðast upp segir Örn Árnason.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.