blaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 40

blaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 40
4 0 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 blaðiö helgin heigin@bladid.net^^ Hagamelshátíð í dag verður haldin Hagamelshátíð í Vesturbæ Reykjavikur i tilefni af stórafmæli götunnar, Mela- skóla og Melabúðarinnar. íbúar Hagamels, vinir og velunnarar eru velkomnir í grill, tónlist, leiki og skemmtun. Hátiðin hefst klukkan 17. Sunnudagur: 15:00 Listamannaspjall í Listasafni Reykjavíkur-Hafnarhúsi á sýn- ingunni Pakkhús postulanna. Sigríður Björg Sigurðardóttir og Davíð Arnar Halldórsson taka þátt. Spila á hátíð í Þýskalandi Sólstafir halda í víking Laugardagur: 13:00 Dagskrá í Snorrastofu í Reyk- holti til minningar um Björn J. Blöndal, laxveiðimann og rithöfund. 16:00 Listamaðurinn Magnús Árnason fremur gjörning í Listasafni Reykjavíkur-Hafnarhúsi. 23:00 Skítamórall spilar á Nasa við Austurvöll. Aðgangur 1.000 kr. 23:00 Gleðisveitin Boðsmiði spilar á Arnarhóli, sem áður var Blúsbar- inn, Laugavegi 73. 00:00 Dj. Dóri snýr skífum á Vega- mótum. Þungarokkshljómsveitin Sólstafir heldur senn í víking og verður eitt af aðalnúmerunum á Nebelmond- þungarokkshátíðinni í Þýskalandi dagana 15. og 16. september. í tilefni utanfararinnar halda Sólstafir tón- leika á Dillon i kvöld sem hefjast kl. 22 og er aðgangur ókeypis. Aðalbjörn Tryggvason (Addi), söngvari og gítarleikari Sólstafa, seg- ir að þeim hafi verið boðið að koma fram á hátíðinni en að öðru leyti viti hann ekki mikið um hana eða þær hljómsveitir sem komi fram með þeim. „Ég held að þetta sé um 2000 manna festival. Við spiluðum á svip- uðu festivali í Finnlandi í nóvember sem stóð í þrjá daga. Ég get ímyndað mér að þetta sé eitthvað álíka,“ segir Addi og bætir við að það verði gaman að vera eitt af aðalnúmerunum af 20- 30 sveitum. Konungsríki þungarokksins Frekari ferðalög eru í bígerð hjá Sól- stöfum á næstu misserum og mun hljómsveitin meðal annars halda tónleika í Þýskalandi með þarlendri hljómsveit í október og nóvember. „Svo er annað band sem heitir Moon Sorrow að gefa út plötu í janúar hjá sama útgáfufyrirtæki og við gefum út hjá. Við munum þá jafnvel hita Sólstafir í víking Þungarokkshljómsveitin Sólstafir kemur fram á hátíð í Þýskaiandi um næstu helgi og heldur af því tilefni tónleika á Dillon í kvöld. upp fyrir þá á þriggja vikna túr um Verði af túrnum munu þeir koma Evrópu,“ segir Addi en slær þó þann fram víða í Evrópu, meðal annars varnagla að ekki sé búið að staðfesta Hollandi, Þýskalandi og í nokkrum það enn. löndum í austurhluta álfunnar. „Austur Evrópulöndin eru mjög blóðþyrst þungarokkslönd og svo er Þýskaland náttúrlega konungsríki þungarokksins," segir Addi. Viss löstur að vera frá íslandi Á þeim rúma áratug sem Sólstafir hafa starfað hefur hljómsveitin not- ið hylli þungarokksunnenda í Evr- ópu en það er í raun ekki fyrr en á allra síðustu árum sem menn hafa farið að veita henni verðskuldaða at- hygli hér á landi. „Undanfarin tvö til þrjú ár höfum við spilað mikið hér heima. Hin sjö árin vorum við ekkert það þekktir. Öll tíu árin höf- um við þó alltaf verið í útgáfu og öðru slíku erlendis. Við höfum ver- ið viðloðandi þennan geira lengi og það hefur verið viss löstur að vera frá íslandi og maður er svolítið fjarlægur þessari senu ef maður er ekki með stórt útgáfumerki á bak við sig,“ segir Addi og bætir við að sveitin eigi sér þó fastan kjarna áhangenda. „Fyrstu árin vorum við meira að segja að skrifast á við fólk úti í heimi. Það er alltaf svolítill hópur sem þekkir nafnið. Það verður því mjög fróðlegt að sjá viðtökurnar vegna þess að Þýskaland hefur allt- af verið heimavöllurinn okkar," seg- ir Addi að lokum. yo fií Minningars j óður Margrétar Björgólfsdóttur auglýsir eftir umsóknum Markmið sjóðsins er að auka almannaheill og bæta mannlíf á íslandi. Markmiðum sínum hyggst sjóðurinn ná með því styrkja einstak- linga, verkefni og félög til mennta, framtaks, athafna og keppni, - ekki hvað síst á alþjóðlegum vettvangi. Skilafrestur er til 1. október 2006. Frekari upplýsingar og umsóknar- eyðublöð er aðfinna d vefsjóðsins zvzvw. minningmargretar. is Nóg að gera hjá Ingó Idol Idolstjarnan Ingó, sem fullu nafni heitir Ingólfur Þórarinsson, hefur heldur betur náð að heilla landann upp úr skónum á síðustu misserum. Ingó hefur nóg að gera í tónlistinni og hefur varla undan við að anna eftirspurn. Ingó og hljómsveitin hans, Veður- guðirnir, fara mikinn þessa dagana. Fjörið hefst hjá Ingó í dag þegar hann spilar á uppskeruhátíð fyrir ÍA á Skipaskaga og á sunnudaginn spilar svo Ingó á fjölskylduhátíð í Kópavogi með hnátunni síkátu, Bríeti Sunnu, sem einnig garði garð- inn frægan í Idolkeppninni. Eftir að hafa spilað í Kópavoginum halda þau til Grindavíkur þar sem þau ætla að taka lagið á styrktartónleik- um sem þar verða haldnir til styrkt- ar Frank Bergmann Brynjarssyni. „Þetta verður annasöm helgi en mér finnst alltaf gaman að syngja fyrir fólk svo ég hlakka bara til,“ segir In- gó, hress að vanda. Ingó segist ekkert vera leiður á sviðsljósinu þrátt fyrir að dagarnir séu oft langir. „Ég er að semja tón- list sjálfur þessa dagana og vonandi kemst eitthvað af því efni í spilun áður en langt um líður. Það er auð- vitað frábært að fá öll þessi tækifæri og ég ætla að nýta þau meðan þau gefast. Ég gæti einnig vel hugsað mér að starfa við tónlist í framtíð- inni en það verður bara að koma í ljós hvernig það verður,“ segir Ingó hógvær. Hann lauk stúdentsprófi í vor en segist ætla að taka sér eilít- ið frí frá námi og gefa tónlistinni þann tíma sem hún krefst. Ingó segir hljómsveitina vera með pró- gramm fyrir alla aldurshópa og á tónleikum láti sjá sig fólk á öllum aldri. „Við spilm við mörg tækifæri og erum oft beðnir um að spila í einkasamkvæmum á borð við brúð- kaup og annað. Það er alltaf mjög skemmtilegt enda gaman að fá að vera viðstaddur svo stóra viðburði í lífi fólks,“ segir Ingó og brettir upp ermar, enda viðburðarík helgi fram- undan.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.