blaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 38
3 8 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006
blaöiö
íþróttir ithrottir@bladid.net $ . Rooney kýlir Gray Wayne Rooney hefur einstakt lag á því aö korna sér i blöðin fyrir annaö en afrek á fót- boltavellinum, nú siðast kýldi hann Michael Gray, leikmann Blackburn, á veitingastað í Manchester. Rooney sat ásamt konu sinni Coleen og þremur öðrum pörum að snæðingi þegar Gray kom aðvifandi, ölvaður, og hreytti ókvæðisorðum að kvenfólkinu svo Roon- ey varð nóg um og skildi eftir sig glóðarauga á andliti míðvarðarins.
Skeytin inn
Ashley Cole hefur greint frá
því að hann hafi fengið
tilboð frá mörgum stórum
félögum í Evrópu áður en hann
ákvað að þiggja tilboðið frá
Chelsea, þar á meðal frá Real
Madrid. Cole hefur harðneitað
því við fjölmiðla að val hans
hafi byggst að nokkru leyti á
því að Chelsea og Arsenal séu
erkifjendur. „Chelsea hefur
unnið deildina tvö ár í röð og ég
er hingað kominn vegna þess að
mig langar að vinna titla. „Ég er
hér af fótboltalegum ástæðum,
en ekki til að ná mér niðri á Ar-
senal,” sagði Cole.
Egypski framherjinn Mido
hjá Tottenham hefur náð
að létta sig um þau tíu kíló
sem hann bætti á sig í sumarfrí-
inu. „Svona er
líkami minn,”
sagði Mido.
„Ef ég æfi ekki,
sama þótt ég
borði eðlilega,
þá þyngist
ég. Nú þarf
ég að passa
að ég haldist í
formi út tímabilið.” Mido er með
í bígerð samning við brasilískan
þjálfara sem er talinn einn af
þeim bestu í heimi til að hjálpa
honum í gegnum tímabilið. Mido
mun borga einkaþjálfaranum úr
eigin vasa.
Hinn samningslausi fram-
herji Deportivo, Diego
Tristan, er eftirsóttur
af félögum
á Englandi
samkvæmt
fréttum Daily
Mirror í Eng-
landi. Þar er
sagt frá því að
hinn þrítugi
Tristan sé
væntanlegur
til Englands þar sem hann mun
gera víðreist, en Bolton, West
Ham, Charlton og Newcastle
eru nefnd meðal viðkomustaða
Tristans.
Léttari leíó til grennirtgar!
/\ NMM
/
EAS
BM
Diet
CAPSULES
Fitubrennsluhylki
Einbeiting og orka
Minni matarlyst
■ Vatnslosun
Andoxunaráhrif
ráanlegar í apótekum
Dg matvöruverslunum.
Nánar á www.eas.is
LOKAÐ
í DAG
Ingvar Helgason NOTAÐIR BÍLAR
Sævarhöfða 2 Sími 525 8020 Keflavík Sími421 8808 Akureyri Sími 464 7940 www.ih.is
ÍBV svo gott sem fallnir
Eyjamenn taka á móti Islands
meisturum FH um helgina
Þrjár umferðir efnraiTslandsmóti karla
Eyjamenn í erfiðustu stöðunni Sex lið í fallhættu
„Ég held að liðin sem eru komin
með 22 stig séu sloppin. Víkingarnir
geta ennþá fallið,” segir Njáll Eiðs-
son, kennari og fyrrum þjálfari Vals
og fleiri liða í efstu deild.
Nú þegar þrjár umferðir eru eftir
í efstu deild karla geta sex lið enn
fallið. 16. umferðin hefst á morgun
með fjórum leikjum og geta línur þá
eitthvað tekið að skýrast.
„Þetta verður jafn leikur hjá
Breiðablik og ÍA um helgina og
endar líklegast með jafntefli,” segir
Njáll. „Blikarnir sakna greinilega
Marels Baldvinssonar sem er far-
inn til Molde í Noregi. Blikar hafa
ekki unnið leik lengi og virðast eiga
í erfiðleikum með að skora. Skaga-
menn eru hins vegar að sækja með
mörgum mönnum og taka mikla
áhættu í sókninni. Það á eftir að
kosta þá sigur og ég spái þessum
leik í-i.”
Erfiðast hjá ÍBV
„ÍBV er í langerfiðustu stöðunni
og það dugar þeim jafnvel ekki að
vinna tvo leiki af þeim þremur sem
þeir eiga eftir. Spurningin held
ég því að sé sú hverjir fylgi Eyja-
mönnum niður þótt liðið hafi oft
bjargað sér á ævintýralegan hátt”
segir Njáll.
Njáll segir Eyjamenn mæta FH á
góðum tíma. „FH-ingar hafa aðeins
verið að slaka á í síðustu leikjum.
Hafnarfjarðarliðið varð jafn-
framt fyrir mikilli blóðtöku
í fríinu þegar þeir misstu
Ármann Smára Björnsson
sem hefur verið besti leik-
maður íslandsmótsins að
mínu mati,” segir Njáll,
en Ármann Smári skrifaði
undir samning hjá Brann
seint í ágúst.
Asgeir Elíasson, þjálfari
Fram Framarar eru öruggir
meö sæti í efstu deild.
LANDSBANKADEILDIN
Sæti L U J T M Stig
FH 15 9 4 2 25:12 31
Valur 15 6 6 3 22:14 24
KR 15 7 2 6 17:25 23
Keflavík 15 6 4 6 27:16 22
Víkingur 15 5 5 5 20:12 20
Fylkir 15 5 4 6 20:21 19
Grlndavík 15 4 6 5 22:20 18
Breiðabllk 15 5 3 7 22:29 18
lA 15 5 2 8 20:25 17
IBV 15 4 2 9 13:34 14
FH á skilið að vinna
„Valsmenn eygja von um að verða
íslandsmeistarar og þeir vinna leik-
inn um helgina gegn Grindavík.
Það getur sett örlitla spennu í mótið
á lokasprettinum,” segir Njáll.
„FH-ingar klára þetta mót þótt
þeir geri það ekki um helgina. Þeir
eru með besta liðið, hafa sýnt mesta
stöðugleikann og eiga hreinlega
skilið að vinna þetta mót. Ég sé ekki
lið Vals vinna þrjá leiki í röð, þó
við gefum okkur að FH tapi næstu
leikjum. Þá hefði mikið þurft að ger-
ast í fríinu,” segir Njáll.
Valur og KR vonbrigði
„Svona heilt yfir hafa yfirburðir
FH komið mér á óvart og að sama
skapi hefur frammistaða Vals
og KR í sumar verið mikil
vonbrigði. Þá hefur lið Kefla-
víkur komið mér á óvart,
en þeir eru í hörkubaráttu
um annað sætið og hafa
sýnt miklu betri leik í
sumar en ég bjóst við”
segir Njáll.
„Svo verður að sjálfsögðu
að taka lið IA með inn í þetta,
en á Skaganum ætluðu
menn sér stóra hluti
og fengu mikið af
leikmönnum
fyrir mótið
en standa nú í lok móts í harðri
fallbaráttu.”
Hægt að falla með 22 stig
„Það er vel hægt að falla með 22 stig,”
svarar Ásgeir Elíasson, aðspurður
um hvaða lið í Landsbankadeildinni
hann telji að muni spila í fyrstu deild-
inni næsta sumar, en lið Þróttar undir
stjórn Ásgeirs féll eftirminnilega árið
2003 niður í fyrstu deild þrátt fyrir að
hafa halað inn 22 stigum. „Það eru sjö
lið sem fræðilega geta fallið. Ég treysti
mér því ekki til að spá nokkru um úr-
slit þar,” sagði Ásgeir. „Það hefur þó
ýmislegt komið á óvart i sumar,” segir
Ásgeir. „Ég hefði ekki búist við að FH-
ingar stingju af svona snemma móts,
að KR og Valur myndu ekki veita
þeim meiri keppni. Þó Valsmenn hafi
aðeins verið að nálgast þá undir lok
móts má segja að þetta mót hafi klár-
ast fyrir löngu,” segir Ásgeir
Fyrir mót reiknar maður alltaf
með KR-ingum og Skagamönnum
sterkum en raunin hefur orðið önnur
og Skagamenn standa nú frammi
fyrir því að geta farið niður, þó að á
pappírunum séu þeir með mjög sterkt
lið,” segir Ásgeir. „Það sem hefur háð
Skagamönnum er að varnarleikurinn
hefur ekki verið jafn sterkur hjá þeim
í sumar og oftast er,” segir Ásgeir.
„KR-ingar geta að einhverju leyti
borið fyrir sig þjálfaraskipti eftir síð-
asta tímabil, en það má
alltaf reikna með
ákveðnum tíma
fyrir þjálfara að
koma sínum hug-
myndum til skila,”
segir Ásgeir. „En
Valsmenn hafa
enga afsökun og
hefði ég búist við
meiri keppni frá
þeim.”
Njáll Eiösson Segir KR, Val
og IA hafa valdid vonbrigðum
i sumar