blaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 blaöiA LÖGREGLAN Gaskútaþjófar í Firðinum INNLENT Brotist var inn í sumarhús í Sléttuhlíð rétt fyrir utan Hafnarfjörð og þaðan stolið tveimur gaskútum. Einnig var til- kynnt um gaskútaþjófnað frá íbúðarhúsi í Hafnarfirði. DÓMSMÁL Dæmdur í farbann Hæstiréttur hefur staðfest farbann yfir manni sem grunaður er um alvarleg brot á höfundarlögum og lögum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins, en brot gegn þessum ákvæðum geta varðað fangelsisrefs- ingu. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp farbannsúrskurð yfir manninum í síðustu viku að beiðni efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra. LÖGREGLAN Urillur farþegi Farþegi með leigubíl þurfti að dúsa í geymslum lögreglunnar í Reykjanesbæ á sunnudag vegna ölvunar. Hann gat ekki greitt leigubílagjald og þegar hann var færður á lögreglustöðina brást hann hinn versti við. Hann fékk að sofa úr sér. Japan: Njósnahnetti skotið á loft Japanar skutu upp í gær eld- flaug sem fór með njósnahnött á sporbaug um jörðu. Ástæðan fyrir skotinu er sú að jap- önsk stjórn- völd kappkosta nú að auka eftirlit með Norður-Kór- eumönnum en þeir telja mikla ógn standa af kjarnorkuáætl- unum stjórnvalda i Pjongjan og þróun þeirra á langdrægum eldflaugum. Japanar hófu að senda njósna- hnetti á sporbaug um jörðu í kjölfar þess að Norður-Kór- eumenn gerðu tilraunir með langdrægar eldflaugar árið 1998. Þeir hafa nú þrjá njósnahnetti á sporbaug. Falleg - sterk - náttúruleg Suöurlandsbraut 10 fr ^^7 SlmlSSSSSOO XSTRÖND www.simnet.is/strond f N, gxr. Gríðarlegir biðlistar hjá barna- og unglingageðdeild Landspítalans: 14 mánaða biðtími hjá BUGL ■ Engin úrræði í boði ■ Skólinn fær ekki fjárveitingu ■ Yfirvöld hafa brugðist, segir yfirlæknir BUGL Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Ég er alveg að gefast upp þvi að hvorki skólinn né BUGL hafa úrræði fyrir drenginn minn,” segir móðir tíu ára gamals drengs sem frá sex ára aldri hefur verið greindur með alvarlegan hegðunarvanda og fær enga meðferð í kerfinu. „Síðast í gær óskaði ég eftir innlögn hjá BUGL og fékk þau svör að biðtím- inn væri fjórtán mánuðir,” segir móð- irin. „Drengurinn fær enga aðstoð í skólanum sínum og hefur ekki fengið síðan hann byrjaði þar. Svörin sem ég fæ frá skólanum eru þau að ekki fáist fjárveiting til þess að mæta þessu. Skilningsleysið er algjört og hefur komið mjög á óvart.” Enginn biðtími þarf að vera. ÓlafurÓ. Guömundsson yfirlæknir BUGL Vísa hvor á annan Móðirin segir skrítið hversu erfitt sé að fá úrræði fyrir son sinn og að BUGL og skólinn vísi hvort á annað. „I gær fundaði ég með skólastjórn- endunum og á þeim fundi fékk ég þau viðbrögð að vandinn Bagalegt ástand Aðspurð segir hún son sinn eiga íalvarlegumvand- ræðum í skól- anum og hann rjúki iðulega heim til sín áður en skóla- degi lýkur. „ S k ó 1 i n n er sifellt að hringja í mig og segja mér að sonur minn sé farinn heim. Ég missi því mikið úr vinnu vegna þessa og er hreinlega að gefast MJÓLKURVÖRUR f SÉRFLOKKt w vörur m m FLOKKt Langir biðlistar Bið eftirinnlögn á barna- og unglingageðdeild Landspit- alans er fjórtán mánuðir.Yfirlæknir BUGL segir heilbrigðisyfirvöld og yfirstjórn spítalans hafa brugðist algjörlega. Er mikið álag í skólanum? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Streita og kviði, skyndibitafæði, sætindi, stopular máltiðir - allt þetta dregur úr innri styrk og einbeitingu, veídur þróttleysi og getur raskað bæði ónæmiskerfinu og meltingunni. LGG+ er sérstaklega þróað til að vinna gegn þessum neikvæðu upp vegna úrræðaleysis í þessum málum,” segir móðirin. áhrifum og dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. væri hjá BUGL þannig að skólinn vísaði þessu alfarið frá sér,” segir móðirin. „Hjá BUGL fengust hins vegar þau svör að skól- inn ætti að bregð- ; \ ast við þessum vanda. Þessir aðilar benda því hvor á annan og hvorugur tekur ábyrgð á því að koma syni mínum til hjálpar.” Heimatilbú- inn vandi Ólafur Ó. Guðmunds- son, yfirlæknir BUGL, segir hér heimatilbúinn vanda á ferðinni sem lítið mál sé að laga. „Biðtíminn er heimatilbúinn og algjör óþarfi. Það þarf enginn biðtími að vera,” segir Ól- afur. „Heilbrigðisyfirvöld og yfirstjórn Landspítalans hafa brugðist i þessu og það er margbúið að benda á leiðir til úr- bóta. Hvorki stjórnendur spítalans né heilbrigðisráðuneyti hafa sýnt áhuga á því að eyða biðlistunum.” Illa skipulagt Ólafur bendir á að í geðheilbrigð- isþjónustunni ríki skipulagsleysi og engin skynsemi í því hvernig starf- semin sé uppbyggð. „Grunnþjónustuna í geðlækningum vantar algjörlega í heilbrigðiskerfið og því skortur á verkaskiptingu innan þess. Það þarf að skilgreina hvar slík grunnþjónusta eigi að vera,” segir Ólafur. „1 öðru lagi er stjórnskipulag deildarinnar óhagkvæmt og aðbún- aður fyrir neðan allar hellur. Stjórn- unarlegt form deildarinnar innan spít- alans er forkastanlegt og yfirstjórnin sýnir engan vilja til að bæta þar úr.” Ritskoðun 1 Sómalíu: íslamistar banna tónlist í útvarpi Sómölsk útvarpsstöð sem var lokað á laugardag af Samtökum íslamskra dómstóla fyrir að hafa leikið léttúðuga tÓnlist hefur fengið að hefja útsendingar gegn því skil- yrði að stjórnendur hennar leiki ekki tónlist heldur sendi eingöngu út mælt mál. Útvarpsstöðin er í bænum Jowahr sem lýtur stjórn ís- lamista sem hafa barist um völd í landinu við stríðsherra og stjórnar- herinn. Styrkur Samtaka íslamskra dómstóla hefur farið vaxandi und- anfarið og óttast er að leiðtogar samtakanna hyggist stjórna í anda talibana í Afganistan. Leiðtogi íslamista í Jowhar, Sheikh Mohamed Mahamud Abdirahman, lokaði útvarpsstöðinni á laugardag og sagði ástæðuna vera þá að tónlist græfi undan almennu siðferði bæjar- búa. Eftir að Samtök íslömsku dóm- Hermenn Samtaka íslamskra dómstóla Sumir leiðtogar samtakanna telja aö tónlistarflutningur grafi undan almennu siöferði stólanna náðu völdum í höfuðborg landsins, Mógadisjú, í sumar lok- uðu þau fjölda kvikmyndahúsa sem sýndu indverskar bíómyndir og frá leikjum á HM í knattspyrnu við litlar vinsældir íbúa borgarinnar Skálmöld og lögleysa hefur ríkt í Sómalíu frá því að stríðsherrar steyptu einræðisherranum Mo- hamed Siad Barre af stóli árið 1991. Síðustu mánuði hafa Samtök íslömsku dómstólanna náð undir- tökum á stórum landsvæðum og hafa meðal annars bundið enda á lögleysu þrátt fyrir að sumum íbúum landsins þyki lögin ströng. Lau^ave^ur 53b • 101 Reykjavfk 5 11 3350 • www.hcreiord.is Magnað tilboð á Hereford — alla vikuna Glæsilegur 3ja rétta matseðill á aðeins 5.200 Boröapantanir I lappy hour alla daga 17:00 -19:30 - tveir fyrir einn af fordrykkjum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.