blaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 23
blaðið
ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 31 '
Fjölmenni við réttir
í Fljótstungurétt
Réttir og leitir hafa um árabil sem myndast við réttir að minnsta
verið eitt af þeim haustverkum sem kosti einu sinni um ævina og helst
gegna hvað þýðingarmestu félags- að gera það að árvissum viðburði.
legu hlutverki í sveitum landsins. Fátt er þjóðlegra en réttir
Þeim tíma þegar kindur geta gengið og hafa þær orðið skáldum og
frjálsar er að ljúka og eru réttir af- textahöfundum að yrkisefni
staðnar víða á landinu. öldum saman. Þeirra á meðal má
Fjárréttir í Fljótstungurétt í Hvít- nefna Spilverk þjóðanna sem söng.
ársíðu fóru fram á laugardaginn. “Rákum fé í réttirnar, í fyrsta og
Þrátt fyrir að þungt hafi verið í veðri annan flokk”. Ekki skal fullyrt um
mætti fjöldi fólks, en margir telja að hvaða flokk þessar kindur fóru í en
allir ættu að upplifa þá stemningu fjörmiklarvoruþæróneitanlega.
Pétur Gunnarsson:
Er Elín
karlremba?
Ég var að horfa á stórfrétt dags-
ins í beinni útsendingu þegar
klukkan varð sjö. Staðan var 3-3
í framlengdum bikarúrslitaleik
kvenna, dómarinn flautaði til
leiksloka og framundan var víta-
keppni til að skera úr um hvort
stelpurnar í Val eða Breiðabliki
yrðu bikarmeistarar.
Þá var útsendingin rofin og
tilkynnt að nú væri komið að
fréttum!
Ég setti mig í stellingar og bjó
mig undir að verða fyrir sjokki,
minnugur þess að RUV taldi
ekki nauðsynlegt að hætta út-
sendingu á landsleik Englands
og Þýskalands 17. júní árið 2000
þegar Suðurlandsskjálftinn reið
yfir. Það hlaut eitthvað rosalegt
að hafa gerst.
Elín Hirst birtist á skjánum
og ég hélt niðri í mér andanum.
En viti menn, þrjár helstu fréttir
laugardagsins - að hennar mati
- voru þessar: 1. Óhapp í norsku
kjarnorkuveri - enginn slasaðist;
2. Sumir krakkar í grunnskól-
anum eru svo duglegir að
læra að þeir eru búnir með
námsefnið áður en þeir koma í
10. bekk; 3. Tony Blair vill ekki
viðurkenna að hann er pólitískt
dauður og hélt ræðu í dag.
Eftir að þessar þrjár fréttir
voru farnar í ioftið skipti Elín
yfir á Laugardalsvöllinn. Fyrir
tilviljun voru Valsstúlkur á því
augnabliki að tryggja sér sigur-
inn með siðustu vítaspyrnunni.
Blikar höfðu brennt af tveimur
spyrnum. Auðvitað hafði þetta
allt verið ótrúlega dramatískt og
spennandi en ég fékk ekki að sjá
það.
Ég vissi ekki hvort ég átti
að gráta eða hlæja. Það var
hreinlega engin stærri frétt í
gangi í íslensku þjóðfélagi í dag
en bikarúrslitaleikur kvenna í
knattspyrnu.
Konurnar á heimilinu voru
ekki lengi að saka Elínu um
karlrembu og fúllyrtu að þetta
hefði aldrei verið gert ef þetta
hefði verið bikarúrslitaleikur
Vals og Blika í karlaflokki. Dóttir
mín manaði litla bróður sinn til
þess að hringja í RÚV og kvarta
en hann náði ekki sambandi;
það voru allar línur uppteknar.
http://petrum.blogspot.com/
50 -to*
coflenonð
BELLINI
BELLINI
coiiezione
S/vm D
strellson
eterna
CANALI
Marmam
JRANS
collezione
Benvenuto.
ILOYII
REDGREEN
BELLINI
FRÁ KL. 11