blaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 18
blaðið* mmm Útgáfufélag: Árogdagurehf. Stjórnarformaður: SigurðurG.Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Hálfur ráðherra Valgerður Sverrisdóttir baðst einhverra hluta vegna undan helsta verk- efni utanríkisráðherra þegar hún tók við embættinu. Valgerður Sverris- dóttir er þess vegna aðeins hálfur ráðherra, en á fullum launum. Varnar- málin eru á borði forsætisráðherra sem er manna snjallastur í að þegja og fela upplýsingar. Nú hefur komið í ljós, nánast öllum að óvörum, að enginn hefur fylgst með loftferðum við ísland í nokkurn tíma. Forsætis- ráðherra hefur vonandi vitað af þessu, en þó kosið að segja ekki frá. Sú krafa er ekki gerð til Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra að hún hafi vitað af varnarleysinu. Enda er það ekki á hennar borði. Hún afþakk- aði stærsta verkefni ráðuneytisins. Hvers vegna ætli það líðist að utanríkisráðherra fari ekki með varnar- mál og hvers vegna gengur það í langan tíma að utanríkismálanefnd viti ekki af varnarleysinu? Svörin eru augljós. Til að byrja með sannar staða Valgerðar að í raun skiptir það eitt mál að halda ríkisstjórninni saman. Ráðherrar koma og ráðherrar fara af meiri krafti en dæmi eru um. Framsókn er svo illa leikin að flokkurinn hafði engan til að gegna embætti utanríkisráðherra; bekkurinn er bara of þunnt skipaður og þess vegna varð úr að Valgerður var sett í utanríkisráðuney tið til að flokkurinn teldist halda því embætti, en þar sem hún treysti sér ekki til verksins var fundin þessa sérstaka leið að fela öðrum að fara með eina málið sem skiptir verulegu máli. Eftir situr Valgerður í embætti til þess eins að vista það fyrir Framsóknarflokkinn, til að draga úr eða til að fela niðurlæginguna. Utanríkismálanefnd var ekki sett inn í stöðu varnarmála vegna þess að hún skiptir engu máli, alla vega ekki miklu. Á Islandi er ráðherraræði og það er í mesta lagi fyrir kurteisissakir sem þingnefndir eru settar inn í mál, og þá helst ef einstaka þingmenn hafa kvartað sáran. Meiningin með því að setja þingið inn í einstök mál er í sjálfu sér engin. Ekki nokkur. Það er bara þannig að það þarf að gera ýmislegt til að halda friðinn, til að láta hlutina líta sem best út. En í erli valdsins getur það svo sem gleymst og lái forsætisráðherra hver sem vill þó hann upplýsi þingið ekki um þetta mál. Það hefði engu breytt. Stjórnarandstæðingar hefðu kannski hrópað á torgum. Ekki hafa þeir þingið til þess. Það er enn í sumarfríi og hefur verið síðan snemma í vor. Stjórnarsinnar hefðu hvort eð er sagt þetta allt í besta lagi, ráðherrana alla vera að gera rétt. Þannig er það og þannig verður það. Þingmenn ganga oftast lengst allra í að lítillækka eigin störf og eigin stöðu. Staða þjóðarinnar væri örugglega ekki verri og ekki betri þó Valgerður væri alvöru ráðherra og sinnti öllum störfum utanríkisráðherra. Það skipti sennilega engu. Varðveisla hennar á embættinu fyrir Framsóknar- flokkinn sýnir betur en flest annað að stjórnmálin eru fyrir flokkana og ráðamennina en ekki öfugt. Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjóm & auglýsingar. Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsimi: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á augiýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiöja Morgunblaðsins HAROVIÐARVALS Gulltryggð þjónmta! Kiókhálsi 4*110 Reykjavík • Sími 567 1010 • www.parket „Velferðarstjórn'" Framsóknarflokksins Á nýliðnu flokksþingi Fram- sóknarflokksins hélt Halldór Ás- grímsson sína síðustu yfirlitsræðu sem formaður þess flokks. Orð sem hann lét þar falla hafa staðið nokkuð í mér. I ræðunni fullyrti Halldór nefnilega að velferðarstjórn væri réttnefni á stjórnarsamstarfi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Ekki veit ég hvort Halldór hefur verið að slá á létta strengi svona í lok ferils síns eða hvort framsóknar- menn séu svona illa haldnir af rang- hugmyndum því ekki hafa verk ríkisstjórnarinnar gefið til kynna að þar fari velferðarstjórn. Hið síðara er öllu verra því það gefur okkur fyrirheit um það sem koma skal haldi samstarf þessara flokka áfram - fyrirheit um áframhald- andi misskiptingu. Velferð hinna fáu Mér þykir illa farið með hug- takið velferðarstjórn þegar það er notað í samhengi við ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks því aldrei hefur ójöfnuðurinn verið meiri í íslensku samfélagi en ein- mitt nú eftir áralanga stjórnarsetu þessara flokka eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, hefur ítrekað bent á. Eftir þessa ríkisstjórn stendur nefnilega samfélag þar sem ójöfn- uðurinn er orðinn hrópandi og getur ekki dulist nokkrum manni. Afleiðingar stjórnvaldsaðgerða þessarar ríkisstjórnar bera ekki vel- ferðarstjórn nokkurt vitni nema þá kannski velferð hinna fáu. Misskiptingarstjórnin Eftir þessa ríkisstjórn stendur misskipting - misskiptingarstjórn er því réttnefni yfir þessa ríkis- stjórn. Misskiptingunni hefur að Katrín Júlíusdóttir stórum hluta verið stýrt í gegnum skattkerfið en með markvissum að- gerðum hefur ríkisstjórnin lækkað skatta á þá sem hafa allra hæstu tekjurnar á meðan skattbyrði á hin 90% heimilanna í landinu hefur hækkað - þá allra mest hjá hinum tekjulægstu. Þessar upplýsingar liggja allar fyrir. Þá hafa vaxtabætur og barnabætur verið skertar á sama tíma. Þetta þýðir að sú aukning kaupmáttar sem ríkisstjórnin hefur barið sér á brjóst fyrir hefur mis- skipst þannig að aukningin er 27% hjá lágtekjuhópunum - jafnvel enn lægri hjá lifeyrisþegum- en 78% hjá þeim allra tekjuhæstu. Þetta eru ekki ummerki velferðarstjórnar heldur misskiptingarstjórnar. Tvöfalt heilbrigðiskerfi Afleiðingar verka þessarar ríkis- stjórnar misskiptingar koma harka- lega niður á fjölskyldum í landinu. Aldrei hefur verið jafn dýrt að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Og nú er verðbólgan í tæpum 9% vegna efna- hagsmistaka þessarar ríkisstjórnar. Unga fólkið sem öllu var lofað fyrir síðustu kosningar horfir því upp á húsnæðislánin bólgna út dag frá degi með tilheyrandi lífskjara- rýrnun. Vextir eru margfalt hærri hér en í nágrannalöndunum og verð- lag á nauðsynjavörum er tugum pró- senta hærra hér en í nágrannalönd- unum eftir 11 ára stjórnarsamstarf Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Stór hluti eldri borgara og öryrkjar þarf að lifa á skammarlega lágum launum sem hann í ofanálag þarf að greiða skatt af vegna þess að misskiptingastjórnin frysti skatt- leysismörkin á meðan hún lækkaði skattana á þá sem hafa allra hæstu tekjurnar í landinu. Og nú hefur rík- isstjórnin með Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra í broddi fylk- ingar staðfest með reglugerð vísi að tvöföldu heilbrigðiskerfi. Því nú eru hjartalæknar utan samninga og geta sjúklingar borgað sig fram fyrir og sloppið við tafsamt tilvísanakerfi hafi þeir efni á því. Þetta eru ekki ummerki velferðarstjórnar heldur misskiptingarstjórnar. Af þessu er ljóst að Framsókn- arflokkurinn er stefnulaust rekald og alls ekki til þess bær að vera við stjórnvölinn áfram. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Klippt & skorið Neðanmáls í Lesbók MorgunblaÖsins mátti lesa nokkur almælt tíðindi um baráttuna gegn hryðjuverkum eftir Þröst Helgason, ritstjóra Lesbókarinnar. Hannteluraðtil hernaðar í Irak hafi verið stofnað sem fjölmiðlasjónarspils, sem út af fyrir sig er ekki óvænt kenning í þessu helsta málgagni póstmó- dernismans. En hitt var sérkennilegra að sjá Flóabardagana tvo nefnda Golfstrfðin. Golf- stríðin?! Kanarnir hefðu sjálfsagt betur sent Tiger Woods og menn hans heldur en þennan Tommy Franks. En stríð og íþróttir geta verið skyld, því hver man ekki eftir fótboltastrfði El Salvadors og Hondúras árið 1969? Eða boxara- uppreisninni í Kína árið 1899? Toshiki Toma, presti innflytjenda, eru ekki vandaðar kveðjurnar í aðsendum greinum í Morgunblaðinu í gær, en þar stinga þeir Albert Jensen trésmiður og Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri og fyrrverandi borgarfulltrúi krata, niður penna til varnar málfrelsinu. Tilefnið vargrein Toshiki í Mogga fyrir viku, þar sem presturinn tók svari músl- íma vegna efasemda um íslam og íslamista að undanförnu. I lok greinar sinnar kvaðst Toshiki meta tjáningarfrelsið mikils, en taldi að greinar, þar sem ódæðum (slamskra hryðjuverkahópa væri lýst sem verknaði múslíma, væru tilraun til að vekja haturá múslímum yfirleitt. Spurði hann hvort Morgunblaðiö ætti að leyfa fólki að viðra slíkt á síðum blaðsins. BjörnlngiHrafnsson bloggar um öryggis- mál i gær og finnst pólitíkin hér smáleg þegar þau snúast helst um skitkast gegn Birni Bjarnasyni. „Islenskt samfélag er sem betur fer enn tiltölulega öruggt og friðsælt. En því miður eru óveðursský áhimnumog ábyrgðarlaust að virða þau að vettugi. Efsvo færi, að eitthvað voðaverk yrði, myndi að sjálfsögðu verða kallað eftirþvl hvort stjórnvöld hafi brugðist skyldum slnum, hvort eftirliti hafi verið ábóta- vant og svo framvegis. Gæti þá ekki verið gott að hafa unnið heimavinnuna slna?" WWW.BJORNINGI.IS andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.