blaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 1
■ MENNING Hafþór Yngvason boðar nýja sýn- ingarstefnu Listasafns íslands sem hefst á Pakkhúsi postulanna I SlÐUR 32 ■ ORÐLAUS Pála Marie segir verstu eiginleika kærasta að hafa óbilandi trú á aksturshæfileikum sínum I SÍÐA42 203. tölublaó 2. árgangur þriðjudagur 12. september 2006 FRJALST, OHAÐ & 0 14 mánaöa bið eftir vist á BUGL: Kominn í draumastarfið Sigurður Hrannar Hjaltason ætlaði að verða viðskiptafræðingur en endaði í leiklistinni. Hann fór í nám til Bret- lands: „Námið er auðvilað dýrt og það er erfitt að borga það, en fyrir mér er þetta einfaldlega alltof skemmtilegt starf til að láta eitthvað svoleiðis stoppa sig." Enginn áhugi yfirvalda ■ Heimatilbúinn vandi ■ Móðir tíu ára drengs alveg að gefast upp ■ Skólinn kann engin ráð Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Fjórtán mánaða bið er eftir innlögn á barna- og unglingageðdeild Landspítala - háskólasjúkra- húss fyrir tíu ára dreng með alvarlegan hegðun- arvanda. Móðir hans segist alveg vera að gefast upp því hvorki skólinn né barna- og unglingageð- deildin hafa upp á nokkur úrræði að bjóða. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir BUGL, vísar ábyrgðinni á stjórnvöld og yfirstjórn Land- spítalans sem hafi engan áhuga sýnt á að leysa þessi mál. „Biðtíminn er heimatilbúinn og er óþarfur,” segir Ólafur. „Heilbrigðisyfirvöld og yfirstjórn Landspít- alans hafa brugðist í þessu og það er margbúið að benda á leiðir til úrbóta. Hvorki stjórnendur spital- ans né heilbrigðisráðuneyti hafa sýnt áhuga á því að eyða biðlistunum.” Pilturinn sem um ræðir helst illa við í skóla og er oft rokinn heim fyrir hádegi. Þá neyðist móðir hans til að fara heim úr vinnu og líta eftir honum. „Síðast í gær óskaði ég eftir innlögn hjá BUGL og fékk þau svör að biðtíminn væri fjórtán mánuðir,” segir móðirin. „Drengurinn fær enga aðstoð í skól- anum sínum og hefur ekki fengið síðan hann byrj- aði þar. Svörin sem ég fæ frá skólanum eru þau að ekki fáist fjárveiting til þess að mæta þessu. Skiln- ingsleysið er algjört og hefur komið mjög á óvart.” Sjá einnig síðu 4 Fæði fyrir fuglana Þó farið sé að hausta er enn mikið um fugla á Tjörninni. Þessi maður gaukaði brauði að fuglunum og eins og sjá má sóttu þeir hart í fæðið eins og þeirra er venja. » síða 30 Ástríðan mín Sóley Tómasdóttir er mjög ástríðufull að eðlisfari og gerir það sem hún tekur sér fyrir hendur af mikilli ákefð VEÐUR »síða 2 I HEILSA Skúrir Skúrir sunnan- og vestan- lands, en annars skýjað meö köflum eða léttskýjað. Hiti átta til sautján stig, hlýj ast á Austurlandi Sérblað um heilsu fylgir ídag »síður21 -28 HEILSA -- I leimaslða um Islenskt grænmeti WWW.SVAR.IS svðrjtmkai SIÐUMÚLA 37 -SÍMI 510 6000 BILALAN Finndu bara bílinn sem þig dreymir um og við S|áum um LÆGRI fjármögnunina. Reiknaðu lániö þitt á www.frjalsi.is VEXTIR hringdu í síma 540 5000 eða sendu okkur línu á frjalsi@frjalsi.is. Við viljum að þú komist sem lengst! FIARI rSTINf;.\RUANMNN

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.