blaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 blaAiö VEÐRIÐ í DAG Skýjað Suðvestan fimm til tíu metrar á sekúndu. Skúrir sunnan- og vestanlands, en annars skýjað með köflum eða létt- skýjað. Hiti átta til sautján stig, hlýjast á Austurlandi. ÁMORGUN Strekkingur Austan strekkingur á morgun og fimmtudag en hægari á föstudag. Samfelld rigning suðaustantil en annars úrkomuminna. Hiti tíu til fimmtán stig. VÍÐA UM HEIM Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt 25 26 25 23 16 17 25 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 17 New York 23 Orlando 16 Osló 19 Palma 24 París 21 Stokkhólmur 09 Þórshöfn 14 25 22 26 27 16 11 Landsmenn 304.000: Mesta fjölgun í hálfa öld Ef fram fer sem horfir fjölgar landsmönnum meira í ár en þeim hefur fjölgað á einu ári næstu hálfu öld á undan. Samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár voru landsmenn 304.334 hinn 1. júlí síðastliðinn. f frétt frá Hagstofunni segir að um síðustu áramót voru íbúar 299.891 og hefur íbúum því fjölgað um eitt og hálft prósent sem af er þessu ári. Ef fram fer sem horfir verður fólksfjölgun á árinu 2006 nálægt þremur af hundraði. Á árinu 2005 fjölgaði landsmönnum um 2,2 prósent og var það meiri fólksfjölgun en verið hafði um áratuga skeið. Árleg fólksfjölgun hafði þá aldrei verið meiri en tvö prósent frá því um 1960. f - % Afganistan: Blóðbað í jarðarför Sjálfsmorðssprengjumaður myrti sex, þar á meðal tólf ára dreng, þegar hann sprengdi sig upp í jarðarför Abdul Hakim Taniwal, héraðsstjóra í Paktía í Afganistan, í gær. Þúsundir manna voru samankomnar í jarðarför Taniwal sem hafði lát- ist í sjálfsmorðssprengjuárás deg- inum áður, þar á meðal nokkrir ráðherrar í ríkisstjórn landsins. Hamid Karzai, forseti Afganist- ans, fordæmdi árásina og sagði. þá sem að henni stóðu vera bæði óvini afgönsku þjóðarinnar og óvini íslams. Öryrkjabandalagið mótmælir skerðingu: Öryrkjar í mál við fjórtán lífeyrissjóði ■ Hafa sent sjóðunum 400 bréf ■ Stærstu málaferli í sögu íslands Eftir Höskuld Kára Schram ______________hoskuldur@bladid.net Öryrkjabandalag íslands undirbýr nú málssókn á hendur 14 lífeyris- sjóðum vegna ákvörðunar þeirra um að skerða lífeyrisgreiðslur til öryrkja. Lögfræðingur bandalagsins sendi í gær út bréf þar sem þess er krafist að sjóðirnir hverfi frá áætlunum sínum ellegar verði höfðað mál. Samkvæmt formanni Öryrkjabandalagsins hafa verið send út um 400 bréf til lífeyris- sjóðanna þar sem óskað hefur verið eftir upplýsingum vegna málsins en illa hefur gengið að fá svör. Málið í uppnámi „Við höfum örfáa daga til stefnu til þess að lenda þessu. Að öðrum kosti hefjast hér mjög umsvifamikil mála- ferli og sennilega ein þau stærstu í sögu íslandssegir Sigursteinn Más- son, formaður Öryrkjabandalags íslands. Lögfræðingur bandalagsins sendi í gær bréf til lífeyrissjóðsins Gildis þar sem þess er krafist að sjóðurinn falli frá fyrirhuguðum skerðingum á lífeyrisgreiðslum til öryrkja. „Gildi er stærsti aðilinn í þessum aðgerðum og því þótti okkur rétt að senda bréfið þangað," segir Sigursteinn. „Við munum láta á það reyna í þessari viku og fram í þá næstu hvort menn sjá að sér í mál- inu. Fyrsta krafa okkar er að þetta verði að fullu tekið til baka. En það myndi laga málið ef því yrði frestað í einhvern tíma.“ Samkvæmt ákvörðun 14 lífeyr- issjóða frá því í sumar munu líf- eyrisgreiðslur til um 2.500 öryrkja skerðast eða falla niður frá og með 1. nóvember næstkomandi. Sjóðirnir hafa bent á að í mörgum tilfellum hafi heildartekjur öryrkja í raun hækkað eftir orkutap og því eigi þeir ekki lengur rétt á örorkulífeyri. Er um að ræða bætur upp á hundruð milljóna króna. Öryrkjabandalagið hefur nú sent út um 400 bréf til lífeyrissjóðanna fyrir hönd skjólstæðinga sinna þar sem óskað er eftir upplýsingum um skerðingar og forsendur þeirra. Sig- ursteinn segir erfiðlega hafa gengið að fá svör frá sjóðunum. „Við erum ennþá að senda itrekanir og bréf. Okkur hefur gengið illa að fá svör frá þeim og það er ljóst að þetta mál er í fullkomnu uppnámi. Það verður að segjast eins og er að vinnubrögð sjóð- anna eru þeim ekki til sóma.“ Þá kallar Sigursteinn eftir afstöðu stjórnmálaflokka og segir ljóst að um stórpólitískt mál sé að ræða. Bendir hann á að hluti bótagreiðslna muni einfaldlega færast frá lífeyris- sjóðunum yfir á ríkið. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif inn i samfélagið og það liggur fyrir að ekkert samráð var haft við stjórnvöld um þessar að- gerðir. Það getur ekkert stjórnmálaafl sem vill láta taka sig alvarlega sleppt því að taka afstöðu til málsins.“ Vilja fá skýringu Efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis mun funda um málið næsta föstudag en að sögn Péturs H. Blön- dal, formanns nefndarinnar, verður þá kallað eftir útskýringum frá full- trúum Alþýðusambands íslands og Samtaka atvinnulifsins. „Við ætlum að fá upplýsingar frá þessum aðilum sem stóðu að þessum breytingum. Ég set spurningarmerki við tekjuvið- miðun sjóðanna og hvernig hún er framreiknuð í tengslum við það fólk sem hefur verið lengi á bótum.“ Pétur telur þó ólíklegt að fjallað Alþingi blandar sér ekki í málið Pótur H. Blöndal, alþingismaður verði um málið á Alþingi. „Alþingi hefur ekkert forræði í þessu máli. Við erum bara að kalla eftir upplýs- ingum en það er ekki inni í mynd- inni að Alþingi fari að blanda sér inn í málefni aðila vinnumarkaðar- ins. Það hefur ekki gefið góða raun hingað til.“ Samkvæmt upplýsingum frá lif- eyrissjóðnum Gildi var málið tekið fyrir á stjórnarfundi sjóðsins fyrir skemmstu. Komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að falla frá fyrirhuguðum skerðingum að svo stöddu. Höfum örfáa daga til stefnu Sigurstoinn Másson formaður Öryrkja- bandalags Islands unnar kjötvörur og álegg. Persónuleg þjónusta, gæði á góðu verði KÁESS ehl . I Smiðjuvegur .36 (gul gata) POURQUIO-PAS?: Frakkar vilja friðlýsa flakið Frönsk stjórnvöld hafa óskað form- lega eftir því við íslensk stjórnvöld að þau friði flak franska rannsókn- arskipsins POURQUOIS-PAS? sem fórst í Straumsfirði fyrir 70 árum. Menntamálaráðuneytinu barst beiðnin í síðustu viku. Mikið af munum hefur horfið úr flakinu á síð- astliðnum árum. „Það er mikilvægt að vernda flakið og koma þannig í veg fyrir að óvið- komandi einstaklingar séu að fara arna og taka muni úr skipinu,“ segir sa Harðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Borgarfjarðar. „Það hefur nánast allt smálegt verið tekið úr skipinu á undanförnum árum og áratugum." Franska rannsóknarskipið PO- URQUOIS-PAS fórst í Straumsfirði árið 1936 og liggur nú úti fyrir Mýrum. Með skipinu fórust 38 vís- indamenn og skipverjar og þar á meðal heimskautafarinn Jean-Bapt- iste Charcot. Byggðasafnið í Borgarfirði óskaði eftir því formlega í nýliðnum ágúst- mánuði að skipið yrði friðlýst. Þá sendu frönsk stjórnvöld beiðni um það sama í síðustu viku. Að sögn Kristínar Huldu Sigurð- ardóttur, forstöðumanns Fornleifa- verndar ríkisins, er málið nú form- legu ferli. „Skipið hefur sögulega þýðingu fyrir Frakka og íslendinga og það stendur til að friðlýsa flakið." Rkkl&stlórntu tyrirskipar r*nn- sókn á HjcOtnn Valðimareson. fmm »m? tltl 1 tttwii. p m WuLm(4u« l(pyk(«anl Morgunblaðið 22. september 1936 Fréttir af skipskaöanum bárust skjótt til höfuðborgarin- nar og vöktu mikla áthygli..

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.