blaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 blaðið Vill samstöðu með Bandaríkjunum Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bret- lands brýndi nauðsyn þess að Bretar stæðu með Bandaríkjamönnum í baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkahópum. Thatcher var við minningarathöfn Hvíta húsinu vegna atburðanna 11. september 2001. Geimskutla tengist geimstöð Áhöfn bandarísku geimskutlunnar Atlantis tókst að tengjast Alþjóðlegu geimstöðinni í gær. I fyrsta sinn í tæp fjögur bárust nýjar ein- ingar til uppbyggingar á geimstöðinni. Atlantis verður við stöðina næstu ellefu daga. Dýrt spaug Hagtölur í Danmörku sýna að hið svokallaða skopmyndamál hafi bitnað verulega á útflutningi Samkvæmttölum féll útflutningur til Mið-Austurlanda um 15.5% frá febrúar til júní. Múslímar víða um heim móðguðust í kjölfar þess að danskt blað birti skopmynd af spámanninum Múhameð og varð reiðin meðal annars til þess að þeir tóku að sniðganga danskar vörur. I R /I Þar sem gœðagleraugu kosta minna 565-5970 Reykjavíkurvegi 22 220 Hafnarfirði www.sjonarholl.is 9.900,- 9.900,- 9.900,- 9.900,- 9.900,- 9.900,- 9.900,- 9.900,- Sponnnnrli nám hjá NTV KERFISSTIÓRINN Kerfísstjórar eru lykilmenn í öllum fyrirtækjum sem hafa tölvukerfí! Námið er tvískipt og undirbýr nemendur fyrir tvö alþjóðleg próf: * A+ prófið frá Comptia ■ MCP (Microsoft Certified Professional) Fyrri hluti - Tölvuviðgerðir (18. sept. til 14. okt.) Nemendur læra að uppfæra, bilanagreina og gera við tölvubúnað. Kennslan ferfram í nýrri, fullkominni tölvuviðgerðarstofu NTV. Seinni hluti - MCP - XP netumsjón (23. okt. til 2 des.) Nemendur öðlast færni og kunnáttu til að setja upp og hafa umsjón með tölvum sem keyra á Windows XP stýrikerfinu, öðlast víðtækan skilning á netkerfum og verða færir í að leysa vandamál sem að þeim snúa. * Kvöld og helgarnámskeið Kennt er mánudaga og miðvikudaga frá 18-22 og laugardaga frá 8:30-12:30. . "ts R <3 oo -O <3 R bo a Q V bo R 3 -ii 5í 3 3 'O :o £ s K. o I B Hlíðasmára 9 - Kópavogi UPPL YSINGAR OG SKRÁNING # SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Hátt matarverð Guðlaugur Þór hefur fulla trú á íslenskri fram- leiðslu og telur brýnt að afnema tolla og gjöld á innfluttum vörum til að lækka verð. Jafnframt kenn- ir hann Framsóknarflokknum um aðgeröaleysi íþessum efnum. Afnám tolla og gjalda á innfluttan mat: Lækka rnatar- verðið strax ■ Sakar Framsókn um aðgerðaleysi ■ Endurskoða þarf landbúnaðarkerfið Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net „Ég er lengi búinn að vera talsmaður þess að lækka matarverð á íslandi og ég vil byrja þá vinnu strax á morgun. Hingað til hafa verið rangar áherslur í þessum málum og of mikið hugsað út i að vernda íslenska framleiðslu,” segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Löngum hefur verið rætt um að matvælaverð sé hátt hérlendis og hvort tveggja bent á innflutningshöft og fákeppni á markaði sem ástæður fyrir háu verði. Guðlaugur Þór vill eindregið afnema tolla og gjöld á innfluttar vörur til að sporna gegn þessari þróun og kennir Framsóknar- flokknum um aðgerðaleysi hingað til. „Að mínu mati er þetta hugsað of mikið út frá menningarlegum forsendum og slíkt þarf að skilgreina mun betur. Land- búnaðarkerfinu þarf að breyta,” segir Guðlaugur Þór. „Ég vil ítreka að þessi gjöld þurfi að afnema almennt, ekki bara á matvöru, því í mörgum til- fellum eru óeðlileg gjöld á innfluttum vörum sem eru langt í frá til þess fallin að vernda inn- lenda framleiðslu. Verslun í landinu mun aukast mjög mikið ef við verðum með sem lægsta tolla ogvörugjöld.” Verslun í landinu mun aukast mjög mikið. Guðlaugur Pór Pórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins Endurskoða þarf landbún- aðarkerfið í heild sinni. Hjálmar Árnason formaður þingflokks Framsóknarflokksíns Óttalaus samkeppni Haldlaus rök Guðlaugur Þór bendir á að um- ræðan sé á villigötum því að íslenskar vörur muni siður en svo lenda undir í samkeppni við innfluttar. „Verkalýðshreyfingin hefur bent á að störf kunni að tapast á framleiðslu- og úrvinnslustigi matvöru en ég hef ekki trú á því. Annars vegar hef ég fulla trú á íslenskum vörum í sam- keppni við innfluttar og hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að úrvinnsla geti farið fram á innfluttum vörum líka,” segir Guðlaugur Þór. „íslend- ingar munu alltaf halda áfram að borða islenskt lambakjöt. Ég hef þvi engar áhyggjur af því að tollar og gjöld séu afnumin.” Sameiginleg ábyrgð Hjálmar Arnason, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins, segir ábyrgð ríkisstjórnarflokkanna vera þá sömu og annarra flokka ef því er að skipta. Hann segir það vera einföldun hjá Guðlaugi Þór að hengja þetta ein- göngu á Framsókn- arflokkinn. „Enginn ágrein- ingur er um að lækka þurfti mat- arverð á íslandi. Hann er hins vegar i þá veru hvaða leiðir eru skynsamlegastar til þess að ávinn- ingurinn skili sér í vasa neytenda,” segir Hjálmar. „Sí- fellt er dregið upp að Framsóknar- flokkurinn sé gamall landbún- aðarflokkur og hann standi vörð ■ Óeðlilegar hækkanir Blaöið fjallaði um óeðlilegar hækk- anir á kjötvöru síðustu ár sem eru langt umfram meðaltalshækkanir á matvöru almennt. um landbúnaðinn. Það er eitthvað sem flokkur á ekkert að skammast sín fyrir.” Frá haga til maga Aðspurður segir Hjálmar vandann vera víðtækan og íslenskar landbúnað- arvörur vegi þar ekki þyngst. „í matarkörfunni telja innfluttar vörur mest og er munurinn alveg ótrú- lega mikill i samanburði við útlönd,” segir Hjálmar. „Ég er þeirrar skoð- unar að allt landbúnaðarkerfið þurfi að endurskoða. Vöruverðið er alltof hátt til neytenda og einhverjir aðrir en bændurnir virðast fitna á fjósbit- anum. Það hljóta að vera milliliðirnir á leiðinni frá haga til maga.”

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.