blaðið - 23.09.2006, Side 26

blaðið - 23.09.2006, Side 26
26 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 blaöið Eftir að hafa lesið það ákvað ég að taka öllum þeim viðtölum um Evr- ópumál sem mér buðust í fjölmiðlum. Ég vil ekki láta þagga niður í mér. Ég er of þrjóskur til þess. En það er al- gengt að fræðimenn veigri sér við að tala við fjölmiðla vegna þess að þeir vilja ekki lenda í orðaskaki við stjórn- málamenn á opinberum vettvangi því þá er oft reynt að níða þá niður sem fræðimenn." Viltu ekki segja frá því hvaða stjórn- málamaður sendi þérbréfið? „Nei, það er engin ástæða til að gera það núna. Ég veit að fjölmiðlafólk og fræðimenn hafa fengið skeytasend- ingar frá stjórnmálamönnum og það væri gaman að taka það saman. Það væri mikið skemmtiefni." Hefur aldrei hvarflað að þér að sýna þessi bréfogsendingar? „Ég safna þeim.“ Smáríkið (sland Víkjum að sérsviði þínu sem er smá- rtkjafrceði. Hvernig vaknaði sá áhugi? „Ég fékk fyrst áhuga á smáríkja- fræðum þegar ég var í meistaranámi í Bretlandi árið 1992. Mig langaði til að skoða hvaða möguleika lítið ríki eins og ísland hefði til áhrifa á alþjóðavett- vangi. Ég skrifaði meistararitgerð um stöðu írlands innan Evrópusambands- ins og í kjölfarið hóf ég vinnu við dokt- orsritgerð um smærri ríki innan ESB sem ég lauk árið 1999. Ég kynntist fræðimönnum á þessu sviði úti í Bret- landi og þegar ég kom heim fékk ég lektorsstöðu í stjórnmálafræði við Há- skóla íslands og þá stofnaði ég ásamt fólki hér heima og fjölda erlendra sérfræðinga Rannsóknasetur um smá- ríki og um leið endurskipulögðum við Alþjóðamálastofnun Háskóla fslands. Þetta hefur verið blómleg starfsemi sem felur í sér rannsóknarsamvinnu fræðimanna í Evrópu, Norður-Amer- íku og í slandi um smárikjarannsóknir og alþjóðamál almennt. Fyrsta ráðstefnan sem við héldum um smáríki var árið 2000 og þá fengum við til liðs við okkur fræði- menn og íslenska stjórnmálamenn. Einn íslenskur þingmaður sagði við mig: „Ætlarðu að fjalla um smáríki? Andorra, San Marínó og Mónakó? ísland er ekki smáríki". Margir ís- lenskir stjórnmálamenn litu ekki á ísland sem smáríki og það mátti í rauninni ekki tala um það sem smá- ríki. Ég fékk símtöl frá virtum emb- ættismönnum úr ráðuneytunum sem komu með föðurlegar ábendingar og báðu mig vinsamlega um að tala ekki um ísland í sömu andrá og smáríki. Það var feimnismál að tala um að við byggjum í smáríki þó að einhverjir myndu nú segja að við værum örríki. Menn hafa verið viðkvæmir gagnvart þessu og sumir eru það enn. En þetta er að breytast. Fram að miðjum síðasta áratug var staðan almennt sú að íslenskir stjórnmálamenn höfðu ekki trú á því að litla ísland gæti gert nokkurn skapaðan hlut á alþjóðavettvangi. Er- lendis höfðu menn heldur ekki trú á okkur til nokkurra verka. Á þessum tíma tókum við ekki virkan þátt f alþjóðastarfi nema við græddum á því beint. Við vorum í tvíhliða sam- skiptum við Dani, Breta og Banda- ríkjamenn af því að við græddum á „Við útvíkkuðum jafn- réttisstefnuna þannig að hún næði til fatlaðra, útlendinga og samkyn- hneigðra og annarra hópa sem tilheyra háskólasamfélaginu. Það var ótrúlegt að sjá sumar forystukonur femtnisma á íslandi standa gegn þessu vegna þess að þær ótt- uðust um eigin stöðu." jví í beinhörðum peningum. í fjöl- jjóðstofnunum vorum við óvirkir )átttakendur nema kannski helst í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum því þar græddum við á ráðgjöf og fengum peninga. Við sóttum fundina en við sögðum sjaldnast nokkuð. Það hefur orðið viðsnúningur að þessu leyti og þar held ég að bæði Jón Baldvin Hannibalsson og Halldór Ásgrímsson hafi átt mikinn hlut að máli. Viðhorf stjórnmálamanna hafa breyst." „Það hefur verið einkar skemmti- leg að sjá þann mikla áhuga sem er hjá nemendum í stjórnmálafræði á því að stúdera stöðu smáríkja í alþjóðakerfinu og þá sérstaklega stöðu íslands í breyttri heimsmynd. Þónokkur hópur nemenda sérhæfir sig í smáríkjafræðum innan nýs meistaranáms í alþjóðastjórnmálum. Hingað til lands kemur einnig árlega stór hópur stúdenta til að sækja nám- skeið um smárfki sem boðið er upp á innan stjórnmálafræðiskorar bæði f grunn- og framhaldsnámi. En eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert innan veggja Háskólans er að setja á fót þetta Smáríkjasetur og koma á fót þessu nýja námi og gefa þannig stúdentum kost á þvf að sérhæfa sig í alþjóðamálum hér heima.” Óttinn um eigin stöðu Þú hefur unnið að mannréttinda- málum. Maðurhefurá tilfmningunni að íslensk stjórnvöld hafi ekki sýnt mannréttindabaráttu nœgan áhuga, rétt eins og hún œtti bara að eiga sér stað í útlöndum og við gœtum ekki verið að blanda okkur í það vesen? „Við höfum verið blind á þjóðfélag okkar og litið svo á að við höfum skapað fyrirmyndarríkið og hér væri ekkert að, sem er auðvitað misskiln- ingur. Á sama tíma og við höfum trúað því að hér sé fyrirmyndarríki þá höfum við engan áhuga haft á því, þar til nýlega, að aðstoða aðra. Ég var í tvö ár formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu fslands. Það er grátlegt að fylgjast með því hvernig ráðamenn hér á landi hafa ekki haft skilning á því að reka öfluga mann- réttindastofnun, nær allt fjármagn hefur verið skorið niður. Það þekkist ekki í vestrænum lýðræðisríkjum að stjórnvöld séu ekki tilbúin að fjár- magna slíka starfsemi. Hluti af þessu er að margir stjórnmálamenn eru hræddir við aðhald og hræddir við gagnrýni. Þeir vilja stýra gagnrýni og þora ekki að takast á við hana og taka hana of mikið inn á sig. Þeir átta sig ekki á að það er ekki verið að gagn- rýna þá persónulega, heldur er verið að gagnrýna stefnu þeirra. Eg var í þrjú ár formaður jafnrétt- isnefndar Háskóla fslands, sem er með erfiðari störfum sem ég hef tekið að mér. Kvenréttindi og bætt staða kvenna er enn erfiður og viðkvæmur málaflokkur, jafnvel innan Háskóla íslands. Við útvíkkuðum jafnréttis- stefnuna þannig að hún næði til fatl- aðra, útlendinga og samkynhneigðra og annarra hópa sem tilheyra háskóla- samfélaginu. Það var ótrúlegt að sjá sumar forystukonur femínisma á Is- landi standa gegn þessu vegna þess að þær óttuðust um eigin stöðu. Ég verð hissa og sorgmæddur þegar ákveðinn hópur sem er búinn að fá tiltekin rétt- indi vill ekki taka aðra inn í umræð- una vegna ótta um eigin stöðu og vill ekki búa til jafnréttisstefnu fyrir inn- flytjendur, samkynhneigða og fatlaða. Það kom mér á óvart að það var meiri stuðningur við þetta meðal karla en kvenna og það var gaman að sjá stuðn- ing eldri karlprófessoranna við þessa nýju jafnréttisstefnu.” Árásir biskups Talandi um mannréttindabaráttu, hefurðu mœtt fordómum vegna sam- kynhneigðar þinnar? „Nei, alls ekki. Ég var lengi að við- urkenna það fyrir sjálfum mér að ég væri samkynhneigður og koma út úr skápnum. En ég fékk mikinn stuðning og varð ekki fyrir nokkrum fordómum þegar ég kom loks út. Það eru erfið skref fyrir alla að stíga út úr skápnum því það er ákveðin breyting á tilveru, sérstaklega í umhverfi þar sem ríkir andúð á hommum eða hlut- irnir eru ekki ræddir. Það sem opnaði heiminn fyrir mér var að fara til Bret- lands I nám. Þar var fullt af samkyn- hneigðum fræðimönnum og samkyn- hneigðum stúdentum og talað var um samkynhneigð í fjölmiðlum eins óg hún væri sjálfsagður hlutur. Þannig var það ekki á íslandi. Ég hugsaði með mér að kannski væri þetta ekkert mál. Og þetta er ekkert mál. Eg gekk í Samtökin 78 og hef tekið þátt í starfi þar og haft gaman af. En manni svíður og verður reiður þegar maður sér árásir biskups og hans fylgdarmanna á samkynhneigða. Vinnubrögð kirkjunnar á bak við tjöldin til að reyna að koma í veg fyrir að frumvarpið um réttindi samkyn- hneigðra yrði að lögum fyrr á þessu ári eru með ólíkindum. Þá sögu á eftir að segja. Kirkjan sem á að veita skjól virðist vera helsta hús fordóma og þar fer biskupinn fremstur í flokki. Hann elur á fordómunum og svívirðir sam- kynhneigða og fjölskyldur þeirra. Af- Ieiðingar þessa fyrir kirkjuna eru hins vegar þær að hún hefur misst trúverð- ugleika sem sálgæslustofnun enda orðin helsti vettvangur fyrir árásir í garð samkynhneigðra hér á landi. Það blasir hins vegar við að biskup og fámenn klfka í kringum hann eru ein- angruð á toppnum innan kirkjunnar og að meginþorri presta í landinu styður heilshugar mannréttindi sam- kynhneigðra. “ Þú ert í sambúð með listamanni, Felix Bergssyni. Ræðiðþiðpólitík? „Já, við ræðum mikið um pólitík. Sitjum og skömmumst og örgumst yfir blöðunum á hverjum einasta morgni. Við getum gert það sama við leikhússýningarnar sem við förum á. Við höfum komist að því að starf kennarans er ekki ósvipað starfi leik- arans. Þetta er leiksýning að hluta til. Auðvitað snýst þetta um innihald en helmingurinn snýst um það hvernig maður kemur hlutunum frá sér. Ég lít á hverju einustu kennslustund sem leiksýningu. Maður verður að drffa fólk með sér og sýna að fræðin séu skemmtileg. Felix finnst ég oft harður í dómum um gjörðir stjórnmálamanna og leikritin sem við sjáum. En það er kannski vegna þess að hin akadem- fska þjálfun felst í því að vera gagnrýn- inn. Maður á að horfa gagnrýnum augum á samfélagið." Leiðist þér skoðanaleysi? „Já, mér leiðist það alveg hræðilega. Fólk sem segir hlutina hreint úr er skemmtilegra en aðrir. Mér leiðist lfka þegar fræðimenn þora ekki að segja frá niðurstöðum rannsókna sinna af ótta við gagnrýni. Menn eiga ekki að óttast gagnrýni og menn eiga ekki að óttast að taka þátt þjóðfélagsumræðu.“ kolbrun@bladid.net Vaxtalaus \ greiðslukjör f allt að 24 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga Sjleraugað Bláu húsin við Faxafen Suðurlandsbraut 50 108 Reykjavík Sími: 568 1800 Fax: 568 2668 gleraugad@simnet.is www.gleraugad.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.