blaðið - 27.09.2006, Page 22
3 0 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006
blaöiA
/
Ogn af kjarnorkuúrgangi
Kjarnorkuvá í
Norðurhöíum
ógnar íslensku
miðunum.
Ásta R.
Jóhannesdóttir
Lausnin á varðveislu kjarnorku-
úrgangs er ekki í sjónmáli. Geisla-
virkan úrgang verður að vera unnt
að geyma á öruggum stað í tugþús-
undir ára.
í síðustu viku sat ég námsstefnu
umhverfis- og auðlindanefndar Norð-
urlandaráðs ásamt umhverfisnefnd
Eystrasaltsráðsins um stöðu og fram-
tíðaráætlanir um meðhöndlun og
vörslu kjarnorkuúrgangs á Eystra-
saltssvæðinu. Ég á sæti í umhverfis-
og auðlindanefndinni sem hefur
látið þessi mál mjög til sín taka.
Geislavirk mengun í Norðurhöfum
í sumar kynntu nefndarmenn sér
ástandið í þessum málum í Múrm-
ansk og á Kólaskaga. Eftir þá ferð var
ljóst að ástandið í þessum málum í
Norðurhöfum er ekki eins og best
verður á kosið. f höfninni í Múrm-
ansk er skip fullt af geislavikum úr-
gangi, sem til stóð að sökkva í íshafið.
Umhverfisverndarfólki í Noregi og
víðar tókst að koma í veg fyrir það
fyrir nokkrum árum, - en úrgang-
urinn er enn í skipinu í Múrmansk-
höfn. f ferðinni var okkur sagt að
Rússar hefðu í gegnum tíðina sökkt
að minnsta kosti 13 skipum fullum af
geislavirkum úrgangi í íshafið. Þetta
er alvarlegt ef rétt er og áhyggjuefni
fyrir okkur og alla sem hafa afkomu
af fiskveiðum í Atlantshafinu. Víðar
urðum við vör við mengun vegna
geislavirks kjarnaúrgangs, meðal
annars þar sem geislavirkum úr-
gangi hafði verið skipað á land og
komið fyrir í steypukerum sem í
komu sprungur í hörkufrostum og
innihaldið lak út í náttúruna. Átak
er nú í gangi til að hreinsa svæðið að
frumkvæði Norðmanna.
Geislavirknin í Eystra-
salti frá Tsjernobyi
Á fundinum i síðustu viku voruþeir
þrír sérfræðingar sem fjölluðu um
Eystrasaltsmengunina sammála um
að mestur hluti þeirrar geislavirku
mengunar sem er í Eystrasaltinu sé
vegna kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl
árið 1986. Næstmest er af völdum til-
rauna með kjarnorkuvopn á sjötta
áratug síðustu aldar, en mengun
frá hreinsunarstöðvum eins og Sel-
lafield sem berst frá Norðursjónum
fer minnkandi. Aðeins mjög lítill
hluti mengunarinnar kemur frá nú-
verandi kjarnorkuverum í kringum
Eystrasaltið, sem eru 9 talsins.
Geymsluaðferðin ekki nógu örugg?
Sérfræðingarnir voru aftur á móti
langt frá því að vera sammála um
framtíðaráætlanir um varðveislu
kjarnorkuúrgangs. Efasemdir voru
um aðferðirnar sem verið er að þróa
á Norðurlöndum til að geyma geisla-
virkan kjarnaúrgang sem fellur til í
kjarnorkuverum þar. I fyrra fór ég
og skoðaði hvað Svíar eru að gera í
þessum efnum í Oskarshamn. Þar
ætla þeir að koma úrganginum fyrir
í koparhólkum djúpt niðri í berginu.
Á fundinum í síðustu viku kom fram
mjög hörð gagnrýni á þessa aðferð
og efasemdir um að hún væri nógu
örugg. Fyrirlesari frá Greenpeace í
Finnlandi gagnrýndi þessa aðferð
harðlega. Hann taldi hana ekki ör-
ugga geymsluaðferð til þess langa
tíma sem þarf til. Hún væri ógn við
komandi kynslóðir.
Eystrasaltsríkin ræða nú sín á milli
hvort byggja eigi nýtt kjarnorkuver.
Það er ekki sist vegna óreglulegrar af-
hendingar á gasi frá Rússlandi að um-
ræða um aðra valkosti kemur upp -
og í þessu tilfelli er kjarnorka einn af
valkostunum. Örugg geymsluaðferð
kjarnaúrgangs er vandi sem þau ríki
sem nýta sér kjarnorkuna standa nú
frammi fyrir.
Höfundur erþingmaður Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík og á sæti
í umhverfisnefnd Alþingis og um-
hverfis- og auðlindanefnd Norður-
landaráðs fyrir íslands hönd.
Ihaldið tekið á ippon í matarverðsmálinu
Árni Mathiesen fjármálaráðherra
kom skotfæralaus til fundar við
formann Samfylkingarinnar í Kast-
ljósi í kvöld í umræðu um lækkun
matarverðs.
Meðan Samfylkingin hefur lagt
fram tillögUr sem þýða 200 þúsund
króna lækkun á matarkostnaði venju-
legs heimilis varð Árni að viðurkenna
að ekkert samkomulag er í ríkisstjórn-
inni um leiðir. Þar er allt upp í loft, og
skipulagðir lekar á báða bóga.
Árni neyddist til að bera til baka
staðhæfingu formanns Framsóknar-
flokksins á fundi í Norðvesturkjör-
dæminu þar sem Jón Sigurðsson gaf
til kynna að Framsóknarflokkurinn
hefði unnið sigur í viðureign við
íhaldið. Ekki yrði hróflað við tollum
á innfluttum landbúnaðarvörum
- einungis farið í að lækka virðisauka-
skattinn. Einungis viku áður hafði
þó Geir H. Haarde lýst miklum
efasemdum um lækkun virðisauka-
skatts sem hann taldi kaupmenn
stinga að mestu í eigin vasa.
VEGNA GÓÐRAR SÖLU, HÖFUM VIÐ PIÁSS FYRIR NOKKRA NÝLEGA BÍLA A SVÆÐIOG í SAL
M.BENZ E500T 4MATIC ELEGANCE (W211)
Arg.04 k.113þ.km. Mnaður Leðursæti m/minni og rafm. Topplúga 18" AMG Álf.
+ aukadekk, loftpúðafjöðrun, Xenon Ijós, hiti í fram og aftursætum, leiðsögukerfi
Cruisecontrol ARS & ESP, spólvörn og stöðuleikakerfi, Airbags, litaðgler,
CD-Magasín, dimatecontrol miðstöð, PDCfjarlægðarskynjarar o.fl o.fl
^ílfzmanÁaxlcciúui
Stttiíljcwcqi 46 S • 'fcófuiwxji
M.BENZ SPRINTER 316 CD114
MANNA HÁÞEKJA Árg.OS Ek.1 þ.km
SJÁLFSKIPTUR. VEL BÚINN
TOY. LAND CR.90 VX 33" 7 manna
Árg.97 Ek.293 þ.km (Langkeyrsla)
Nýdekk&Felgur
MMC GALANT ES 2,4
LINE 1,6 5 dyra
V.650.- Nvskoðaður
ARIS 1,0 TERRA 04/04
7-180
SK0DA FELICIA GLX 05/00
Ek. 56 þ.
.biiam
hvern dag í fjölmiðlum að nú verði
Framsókn snúin niður og tollar og
vörugjöld lækkuð.
Muna menn yfirlýsingu Guðlaugs
Þórs Þórðarsonar í spjallþætti með
Katrínu Júlíusdó ttur fyrir nákvæm-
lega tveimur vikum? Þar lýsti Guð-
laugur því yfir að þessar leiðir yrðu
farnar af ríkisstjórninni í upphafi
þings. Muna menn yfirlýsingu hans
í Blaðinu um að það væri Fram-
sóknarflolckurinn sem stæði gegn
matarverðslækkun?
Ætlar Geir að láta uppalning sinn
standa eftir sem ómerking þegar
Framsókn hefur beygt íhaldið í mál-
inu? Ætlar Geir H. Haarde að láta það
verða sitt fyrsta verk eftir klúðrið í
varnarmálunum að láta Framsókn
beygja sig í prinsippmáli um lækkun
matarverðs?
Sjálfstæðisflokkurinn er í vondum
málum.
Höfundur er þingflokksformaður
Samfylkingarinnar.
Vandlega undirbúnir lekar beggja
floldcanna í fjölmiðla sýna hversu
veikt samstarf flokkanna er orðið, og
hversu mikið vantraust ríkir milli
þeirra. Heilindin eru engin lengur,
stjórnarflokkarnir sitra á báða
bóga trúnaðarmálum sem eru á
vinnslustigi - til að þrengja hvor að
öðrum.
Ég tel engan vafa leika á því að
lekarnir eru vandlega hannaðir til
að draga úr því frumkvæði sem
Samfylkingin hefur tekið varðandi
lælckun matarverðs. Sjálfstæðis-
flokkurinn var einfaldlega tekinn
á ippon í málinu. Það var augljóst
á svörum Árna, sem viðurkenndi
að í nýja fjárlagafrumvarpinu væri
ekki gert ráð fýrir neinum kostnaði
vegna lækkunar tolla, virðisauka-
skatts eða vörugjalda.
Það staðfestir að ríkisstjórnin
hleypur í málið korteri fyrir þing
án þess að hafa nolckuð undirbúið
sig. Þá undanskil ég að vísu Geir
H. Haarde, sem sýndi þann dug að
leyfa Hagstofustjóra að leggja fram
merlcilegar tillögur í sínu umboði.
Dugur Geirs þvarr þó skjótt. 1
dag vill hvorki hann né Árni kann-
ast við tillögurnar - þó drengja-
bandalagið í prófkjörinu í Reykja-
vík keppist við að lýsa því annan
Vandræða-
gangur sjálf-
stæðismanna í
verðlagsmálum.
Össur
Skarphóðinsson
Stuðningur okkar skiptir máli!
Mi Jk
I tilefni afFoi
Hefur virkilega
verið skoðað
hvað krakk-
arnir hafa
áhuga á?.
Anna R. Möller
[ tilefni af Forvarnardeginum 28.
september er ástæða til að staldra
við og velta fyrir sér með hvaða
hætti við sem eldri erum getum
stutt unglinga til þess að takast á
við þær freistingar sem lífið hefur
upp á að bjóða.
I sumar hafa birst auglýsingar
þar sem unglingar segjast ætla að
bfða, ætla að bíða með að neyta
áfengis eða annarra vímuefna.
Vissulega er það virðingarvert
að fleiri og fleiri ætli að bíða, því
komið hefur í ljós að því seinna
sem unglingar neita áfengis þvf
minni líkur eru á misnotkun. Um
leið og vitað er að sumir unglingar
ætla að bíða eru aðrir sem ætla sér
ekki að prófa. Við sem eldri erum
eigum að styrkja krakkana til þess
að standa við fyrirætlanir sínar.
Félög sem starfa að íþrótta- og
æskulýðsmálum þurfa að bjóða upp
á tilboð sem henta sem flestum ung-
lingum. Margir finna sig vel í hefð-
bundum flokkaíþróttum en einnig
er vitað um unglinga sem ekki hafa
eins mikinn áhuga á keppni en vilja
samt vera með. Þvf þurfa íþróttafé-
lög að stefna að því að bjóða upp á
fjölbreytta möguleika hvort sem
krakkar velja hefðbundar greinar
eða greinar eða flokka sem ekki
krefjast sömu keppni.
Vitað er að mesti brotthvarfsaldur
úr íþróttum og ýmsu öðru æsku-
lýðsstarfi er efri ár grunnskóla. En
vitum við af hverju? Getur verið
að hægt sé að breyta framboði, til
dæmis á íþróttastarfi, til þess að
fleiri finni sér farveg innan íþrótta-
félagsins eða finni sér farveg í öðru
félagsstarfi? Hefur virkilega verið
skoðað hvað það er sem krakkarnir
hafa áhuga á? Á Forvarnardaginn
28. september verður meðal ann-
ars spurt hvað það sé sem þau vilji
breyta til þess að fleiri haldi áfram
að stunda skipulagðar íþróttir.
Stuðningur oklcar skiptir máli,
stuðningur til þess að hjálpa ungling-
unum til þess að finna sér farveg í
skipulögðu íþrótta- eða æskulýðs-
starfi sem mun efla þau og styrkja til
þess að þeim takist að bíða.
Höfundur er í stjórn Ungmennafé-
lags Islands