blaðið - 27.09.2006, Side 24

blaðið - 27.09.2006, Side 24
'T 32 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 blaði6 fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Vantar ykkur ekki líka leyniþjónustu? „Nei, alls ekki. Ég tel enga þörf fyrir leyniþjónustu hér á landi og allra síst til að njósna um pólitíska andstæðinga." Steingn'ntur /. Sigfússan, formaður Vinstri grxnna Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur sagði að leyniþjón- ustan sem starfaði hér á landi í kalda stríðinu hafi verið leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins. HEYRST HEFUR... A ðdáendur Sykurmolanna jtxtóku andköf af æsingi þegar þeir heyrðu fréttir af því að hljóm- sveitin ætli að koma saman aftur og spila á einum tónleikum Laugardalshöll 17. nóvember næstkomandi. Fljótlega heyrð- ust fregnir af því að FL Group hefði keypt upp tónleikana. En nú spyrja íslenskir aðdáendur sjálfa sig að því hvort þeir hafi möguleika á að kaupa miða á tónleikana þar sem FL Group selji líklegast selja miðana erlendis og tengja miðakaupin við pakkaferðir til Islands. Aðdáendur kvíða því að miðar verði aðeins í takmörkuðu upp- lagi til íslendinga og að „elítan“ gangi fyrir í miðakaupum. Þeir sem standa að Airwaves- hátíðinni kunna að skamm- ast sín. I fyrra sköpuðust klukkustunda langar raðir fyrir utan hvern einasta tónleikastað. Margir þurftu frá að hverfa. Aðstandendur voru harðalega gagnrýndir. Miðafjöldi sem seldur hafi verið hafi ekki farið saman við það rými sem í boði var á tónleika- stöðum og talað var um hreina fégræðgi í því sambandi. Að auki fór i taug- arnar á flestum að það virtist lögmál að tvær raðir skipuðust fyrir utan hvern stað og önnur þeirra gekk fyrir. I ár ætla aðstandendur að selja færri miða á tónleikana og fjölga tónleikastöðum. 180 tónlistar- atriði verða flutt á hátíðinni og á meðal listamanna sem koma fram í ár eru The Kaiser Chiefs frá Bretlandi, og Braz- ilian Girls frá Bandaríkjunum. „Ég hef ekki verið nógu dugleg að hreyfa mig upp á síðkastið,” segir Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, nýsldp- aður ritstjóri Nýs Lífs. „En þegar ég er í rétta gírnum mæti ég í Laugar nokkrum sinnum í viku, tek á því í tækjasalnum og fer svo í heita gufu á eftir til að slaka vel á.” Heiðdís nefnir að henni finn- ist göngutúrar í Fossvogsdal alveg ómissandi og þá ekki síður fyrir geð- heilsuna en líkamlega formið. „Ég er líka svakalegur sundgarpur,” bætir hún við og segist fara reglu- lega í sund til að æfa gamla takta enda hafi hún æft sund stíft á yngri árum. „Þótt ég sé farin að kíkja meira í heitu pottana undanfarið.” Heiðdís segir nýja starfið leggjast vel í sig en hún tók við starfinu í júlímánuði síðastliðnum. „Þetta er algjört draumastarf,” segir hún. „Ég hlakka til að halda áfram að búa til flott og fjölbreytt blað fyrir íslenskar konur. Erlendu tímaritin eru góð út af fyrir sig en við þurfum líka að hafa aðgang að vönduðum tímaritum á íslensku sem endurspegla íslenskan veruleika.” Hún segir löngunina til að hitta áhugavert fólk og læra af reynslu annarra drífa sig áfram í starfi og það gefi sér mikið að fá fólk til að opna sig um líf sitt. Heiðdís segist stundum vinna langa vinnudaga. Slíkt sé alvanalegt á tímariti eins og Nýju Lífi. „Hérna á Birtíngi er þetta þannig að við tökum harðar vinnuskorpur áður en blöðin fara í prentun. Það koma dagar þar sem við þurfum að vinna langt fram á kvöld en svo er rólegra inn á milli.” Þrátt fyrir það segist hún aðspurð ekki vera komin með pönnuköku- rass af langri setu á skrifborðsstól og ferhyrnd augu af glápi á tölvu- skjá. „Ég er í góðum málum ennþá en það er spurning hvað gerist ef ég geri ekki eitthvað í þessu.” Heiðdís ætlar sér að koma sér í gang fljótt og vera dugleg í vetur. Vissulega sé hægt að komast upp með að mæta ekki í ræktina, annir dagsins séu hreyfing í sjálfu sér. „En það er spurning hversu væn- legt það er til árangurs,” bætir hún við. „Ef ég hreyfi mig ekki finn ég á mér mun, ég hef minni orku og er seinni í gang á morgnana. Ég er miklu hressari og skarpari þegar ég stunda reglulega líkamsrækt.” dista@bladid.net Mynd/Ásdís Hressari og skarpari ef ég stunda líkamsrækt SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt I reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 7 3 1 6 2 4 6 8 9 1 5 3 5 7 8 1 1 7 5 9 4 2 8 5 2 5 4 7 1 8 1 3 6 2 7 3 1 8 4 9 6 5 1 4 5 6 9 3 2 7 8 8 9 6 2 5 7 4 1 3 3 8 9 7 2 5 1 4 6 4 1 2 8 3 6 7 5 9 5 6 7 4 1 9 3 8 2 6 5 1 9 4 2 8 3 7 7 2 8 3 6 1 5 9 4 9 3 4 5 7 8 6 2 1 eftir Jim Unger 11-19 © Jim Unger/disl. by United Media, 2tX)1 A förnum vegi Ferðu í líkamsrækt? Snævar Freyr Valsteinsson nemi „Ég fer ekki sérstaklega í líkamsrækt en ég æfi fótbolta.“ Malin Flink starfsmaður Hjálpræðishersins „Ég fer ekki í ræktina á íslandi enda finnst mér það fulldýrt." Brynjar Jóhannesson starfsmaður Hagkaups „Ég fer einu sinni í viku í ræktina og held mér í hörkuformi." Jósef Ladner nemi „Ég fer tvisvar i viku. Það er fírit að vera í góðu formi. Sindri Brjánsson nemi „Nei, bara í íþróttir í skólanum.'1 Þetta var frábært partí, Rabbi.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.