blaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 30
3 8 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 blaöiö neytendur neytendur@bladid.net Hættulegar? Undanfarið hafa nokkrir framleiðendur þurft aö afturkalla fartölvur vegna mögulegrar brunahættu. Það er þvi ekki vitlaust að hafa auga með fartölvunni og hafa samband við verslunina ef hún verður óvenjulega heit. Launum skipt milli vikna Fjölskyldur landsins eyða sífellt meira fé á mánuði í matarinn- kaup og Ijóst er að mörgum þykir nóg um. Það eru ýmsar góðar leiðir sem má nota til að spara í matarinnkaupum og til að mynda er gulls ígildi að skrifa innkaupalista. Auk þess er gott að ákveða í byrjun mánaðarins hve miklu fé skal varið til matar- innkaupa. Sú upphæð er tekin út úr bankanum og skipt jafnt í fjögur umslög. Eitt umslag er samviskulega notað á viku og ef einhver afgangur er þá færist hann í næsta umslag. Ef það er afgangur í lok mánaðarins má verðlauna sig með því að kaupa eitthvað sérstakt eða færa jafn- vel peninginn í umslag næsta mánaðar og spara þannig. Rán í Rauðhettu og úlfinum Sá leiðinlegi atburður gerð- ist aðfaranótt laugardags að brotist var inn í hárgreiðslustof- una Rauðhettu og úlfinn að Tryggvagötu. Tölvu með öllum tímapöntunum ásamt nöfnum og símanúmerum viðskiptavina var stolið sem kemur sér einkar illa. Eigendur Rauðhettu biðja því alla viðskiptavini sem eiga bókaðan tíma á næstunni að hafa samband til að bóka tímann aftur í síma 511-4004. Aðstöðumunur barna í Reykjavik Frístundakort í haust? Iþróttafélag hafa gefið eftir æfingagjöld i und- antekningartilfellum en um þessar mundir standa yfir viðræður um fri- stundakort fyrir börnin iborginni. Mynd/Ámi Torfoson Efnaminni foreldrar reiða sig á góðvild íþróttafélaga Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi segir að þessa dagana standi yfir viðræður um frístundakortið sem framsóknarmenn kynntu sem eitt af sínum áherslumálum í kosn- ingabaráttunni. Björn segist leggja geysilega áherslu á þetta mál því það sé ljóst að umtalsverður fjöldi barna og unglinga geti ekki tekið þátt í tómstundastarfi af efnahags- legum ástæðum. Forsvarsmenn tveggja íþróttafélaga í Reykjavík telja að um stórt réttlætismál sé að ræða því frístundakortið jafni að- stöðumun barna en hins vegar hafa íþróttafélög gefið eftir æfingagjöld í undantekningartilfellum. Tillögu að vænta í haust I Morgunblaðinu í gær kom fram að íþrótta- og æskulýðsráð Seltjarnarness hefur lagt fram til- lögu þess efnis að börn frá 6 til 18 HVAÐ KOSTA TÓMSTUNDIR BARNA: ■ Sund Árgjald frá um 28.000 til 32.000 krónur ■ Knattspyrna Árgjald frá um 24.000-34.000 krónur ■ Ballett Árgjald frá um 34.000 krónum ■ Hljóðfæralelkur Árgjald í píanóleik, einkatímar um 84.500 krónur ■ Skátastarf Árgjald að meðaltali 15 til 16.000 krónur ■ Lúðrasveitir Árgjaldið er um 14.000 krónur Dæmi um kostnað við tómstundir barna á aldrinum 6 til 12 ára í Reykjavík. ára muni eiga kost á svokölluðum tómstundastyrkjum sem nema 25 þúsund krónum. „Þessa dagana fara fram viðræður við íþrótta- bandalag Reykjavíkur og fleiri að- ila sem koma að frístundastarfi," segir Björn Ingi. „Ég á því von á því að við getum lagt fram tillögu um frístundakortið eigi síðar en í haust. Allar rannsóknir sýna að þeim mun lengur sem hægt er að gera börnum kleift að taka þátt í þessu starfi þeim mun minni líkur eru á að þau leiðist út í óæskilega iðju, eins og neyslu vímuefna. Við skoðum líka hvaða aldur frístundakortið á við. Þær rannsóknir sem við höfum stuðst við benda til að brottfallsald- urinn sé upp úr 12 til 15 ára og það sé hættulegasti aldurinn. En það segir sig vitanlega sjálft að því fleiri árgangar sem bætast við því meiri kostnaður." Gefa eftir æfingagjöld Guðjón Guðmundsson, formað- ur KR, segir félagið í gegnum árin hafa gefið eftir æfingagjöld I und- antekningartilfellum. Það geri þau vegna tregðu í kerfi félagsmála. Þór Björnsson, íþróttafulltrúi Fram, tekur undir þetta og bætir við að þetta geri íþróttafélögin þrátt fyrir að vera að öllu jöfnu illa fjárhags- lega stæð. „Það eru ekki margir á hverju ári sem þurfa á þvi að halda. Félagsþjón- ustan aðstoðar suma en það eru ekki allir sem vilja það.“ Aðspurður hvort frístundakortið geti orðið til þess að íþróttafélög hækki árgjöld- in segir Björn Ingi að það komi jafn- vel til greina að gera samkomulag við íþróttahreyfingúna um að þetta leiði ekki til hækkunar á árgjöldum. „Þetta á eingöngu að nýtast börn- unum. Hins vegar er ekki búið að ákveða upphæðina en það segir sig sjálft að þetta verður að vera ákveð- in upphæð til að það muni eitthvað um frístundakortið og til þess að þetta hafi einhver áhrif.“ svanhvit@bladid.net dista@bladid.net Hverji Sprengisandur 117,40 kr. eru ódýrastir? Samanburður á verði 95 oktana benslns Kópavogsbraut 117,40 kr. Óseyrarbraut 117,40 kr. 6G0 Vatnagarðar 117,40 kr. Fellsmúli 117,40 kr. Salavegur 117,40 kr. 'r.: t. olís Álfheimar 118,40 kr. Ánanaust 118,90 kr. Gullinbrú 118,40 kr. Eiðistorg 117,30 kr. Arnarsmári 117,40 kr. Ananaustum 117,30 kr. Skemmuvegur 117,30 kr. Starengi 117,40 kr. Snorrabraut 117,40 kr. Bæjarbraut 118,90 kr. Bústaðarvegur 118,40 kr. Fyllsta öryggis gætt Það er nauðsynlegt að gæta fyllsta öryggis í tækniumhverfi nútímans. Sífellt oftar heyrast fregnir af því að óprúttnum aðilum takist að komast yfir kreditkortanúmer, skilríki og jafnvel vegabréf og nota það sér til framdráttar. Sumt er vitanlega aldr- ei hægt að koma í veg fyrir en sem betur fer er hægt að minnka líkur á að verða fyrir glæp. Hér eru nokk- ur ráð sem gott er að hafa í huga í amstri hversdagsins. ■ Ekki gefa upp persónulegar upplýsingar nema þú vitir í hvað þær verða notaðar og hvort þeim verður dreift til annarra fyrirtækja. ■ Skoðaðu banka- eða kredit- kortayfirlit til að vera viss um að allar færslur tilheyri þér. ■ Notaðu leyninúmer sem ekki er auðvelt að giska á, helst ekkert sem tengist þér, fjölskyldumeð- limum eða heimili þínu. ■ Skýldu þér þegar þú slærð inn PIN-númer í hraðbönkum. ■ Vertu aðeins með þau skilríki á þér sem þú nauðsynlega þarft á að halda. Geymdu vegabréf og annað heima fyrir. ■ Ekki gefa upp persónulegar upplýsingar í gegnum síma, tölvu- póst eða á Netinu nema þú hafir frumkvæði að samtalinu og vitir við hvern þú talar. ■ Passaðu upp á tölvupóstinn þinn og mundu að auðvelt er fyrir tölvufróða menn að komast í hann. ■ í stað þess að henda persónu- legum og fjárhagslegum upplýs- ingum, eins og bankayfirlitum, kortaumsóknum, kvittunum og tryggingaupplýsingum, skaltu tæta þær eða koma því þannig fyrir að ekki sé hægt að lesa af þeim.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.