blaðið - 27.09.2006, Side 33

blaðið - 27.09.2006, Side 33
blaöiö MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 41 jaðarsport jadarsport@bladid.net & Fyrsta fallhlifin Slóvakinn Stefan Banic fann upp fallhlífina og prófaði hana fyrstur manna þegar hann stökk fram af rúmlega 40 hæða byggingu í Washington árið 1913. Stefan Everts Belgíski mótókross- kappinn sigraði tvöfalt ÍMotocross des nations-keppninni um helgina. Bandaríkjamenn sigurvegarar Bandaríkjamenn fóru meö sigur af hólmi í alþjóðlegu mótókross- keppninni Motocross des nations sem fram fór í Matterley Basin á Englandi um helgina. Bandaríkjamenn fengu 15 stig í keppninni en lið Belgíu lenti í öðru sæti með 22 stig og Nýsjá- lendingar í því þriðja með 35. Um 85.000 áhorfendur fylgdust með keppninni sem haldin var í 60. skipti og hefur sjaldan þótt jafnspennandi. Þó að belgíska liðið hafi lent í öðru .sæti var Belginn Stefan Everts hetja helgarinnar en hann var sá eini sem sigraði tvöfalt. Kajakróður losar um streitu og spennu Kútvelst í adrenalíni möguleika sem ísland hefur upp á að bjóða í afþreyingar-, íþrótta- og ferðamannaiðnaði og kajakróður- inn sé gott dæmi um það. I ferðum Kayakldúbbsins fái fólk jafnframt tækifæri til að kynnast landinu sínu í alveg nýju ljósi. „Ég gleymi ekki minni fyrstu löngu ferð austur á fjörðum. Að róa undir Blábjörgin, hæsta stuðlabergshamar á íslandi, sem ég hafði aðeins séð á mynd áður var alveg yfirþyrmandi í orðsins fyllstu merkingu. Maður átti hreinlega erfitt með andardrátt.“ Róðurinn losar um streitu Ásta segir jafnframt að kajakróður losi einnig um streitu og fái fólk til að gleyma áhyggjum hversdagsins sem sé nauðsynlegt í nútímasamfé- lagi. Ekki þarf heldur að leita langt yfir skammt til að stunda íþróttina. Margir staðir eru í grennd við höf- uðborgarsvæðið og kajakræðarar í Reykjavík eru með vikulegan félags- róður frá Geldinganesi og út á sund- in. „Það er hægt að róa innan um seli þó að maður sé í hátæknihöfuðborg. Það eru náttúrlega frábær lífsgæði sem margir átta sig ekki á,“ segir Ásta Þorleifsdóttir að lokum. einar.jonson@bladid.net Vinsældir kajakróðurs hafa aukist veruíega hér á landi á undanförnum árum að sögn Ástu Þorleifsdóttur, félaga í Kayakklúbbnum, sem stundað hefur íþróttina um langt skeið. „Það er hreinlega veldisvöxtur. Ég held að það sé ekki hægt að orða það neitt öðruvisi. Það merki ég mest á umferðinni í Reykjavík og hversu margir eru komnir með kajakfesting- ar á þakið,“ segir Ásta og hlær. „Það er mikið af miðaldra pakki í þessu. Annars er þetta mjög breiður aldurs- hópur sem er mjög ánægjulegt, allt frá unglingum upp í ríflega áttrætt fólk.“ Róa í stað þess að skokka Kajakíþróttin býður upp á ýmsa möguleika og hentar því jafnt þeim sem sækja í spennu og átök sem og hinum sem kjósa að taka því rólegar. „Maður tekur á en stýrir því svo- lítið sjálfur. Þetta er eins og maður getur verið annað hvort í gönguhóp eða skokkhóp," segir Ásta og bætir við að æ fleiri séu farnir að nota róð- urinn til líkamsræktar og rói jafnvel daglega í stað þess að skokka. „Við róum mjög misjafnlega hratt eftir aðstæðum. Maður getur valið hvort Asta Þorleifsdottir kajakræðari Kajakróður gefur fólki tækifæri til að kynnast landinu sínu og sjá það i nýju Ijósi að sögn Ástu. Mynd/Eyþir PLO straumabátum þar sem spennan er meiri. Maður þarf engin fíkniefni þegar maður fer í straumabát. Mað- ur fær ekki meira kikk út úr neinu öðru. Þetta er afskaplega spennu- og streitulosandi sport,“ segir Ásta og bætir við að unga fólkið komist oft á bragðið í straumkajakróðri en færi sig síðan oft yfir í sjókajakróður þeg- ar árin færast yfxr. „Það er samt alltaf rosalega gaman að þeysa niður Eystri-Jökulsá. Það hverfur ekkert þó að maður sé orðin kerling á fimmtugsaldri," segir Ásta. Að sögn Ástu hefur verið mikil vakning meðal almennings um þá maður fari bara við bestu aðstæður eða reyni svolítið meira á sig og tak- ist á við örlitlar öldur og svolítinn vind. Mér finnst þetta ekki síður vera fyrir sálina en líkamann og það er náttúrlega best þegar það er fyrir hvorttveggja," segir Ásta. Þarf engin fíkniefni „Þeir sem vilja mikið adrenalín fara í sörf og geta til dæmis leikið sér í briminu fyrir utan Þorlákshöfn. Þar er tiltölulega örugg sandströnd og stórar öldur og þeir kútveltast þar í adrenalíninu. Yngri krakkarnir eru gjarnan í Fjölbreytt sýning Sýning fjöllista- hópsins Extreme Team þykir óvenju- fjölbreytt og þar er meðal annars blandað saman körfubolta, BMX- þrautum, breikdansi og tónlist. Gúmmídrengurinn og körfuboltadvergar Það verður svo sannarlega kátt i Laugardalshöllinni þann 18. nóv- ember þegar Extreme Team og Mini Hoops leika þar listir sínar. Extreme Team er þekktur fjöl- listahópur frá Bandaríkjunum sem hóf feril sinn með því að koma fram í hálfleik í NBA-körfuboItan- um. Upphaflega lagði hópurinn að- allega áherslu á að sýna færni sfna í loftfimleikum og knattleikni en með árunum hafa sýningar þeirra orðið enn fjölbreyttari. „Þessi fjöllistahópur er alltaf að stækka meira og meira og inn í hann eru líka komnir BMX-reið- jólakappar sem gera alls kyns listir á hjólum á hjólarömpum og gríðar- lega öflugir breikdansarar þannig að þetta er mjög fjölbreytt sýning,“ segir Birgir Nielsen sem flytur flokkinn til landsins ásamt Björg- vini Rúnarssyni. Að auki kemur Gúmmídrengur- inn svokallaði fram með hópnum en hann þykir óvenjuliðugur eins og nafnið gefur til kynna. „Hann kemur inn á svið í lítilli tösku og fer svo úr lið á alla vegu og er síðan borinn út af sviðinu í enn minni kassa. Þetta er alveg magnaður náungi.“ Auk Extreme Team kemur fram á sýningunni í Laugardalshöll Mini Hoops sem er minnsta og fyndn- asta körfuboltalið í heimi. Liðið kemur frá Kanada og samanstend- ur af sex dvergum. „Hugmyndin er sú að þeir mæti úrvali íslenskra poppara. Það er ekki búið að velja liðið en Jón „góði“ Ólafsson pfanó- leikari er mjög heitur fyrir þvi að fá að taka þátt,“ segir Birgir og bætir við að einnig hafi komið upp sú hugmynd að dvergarnir mættu íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta. „Það hefur ekkert ver- ið ákveðið en það er alveg á hreinu að þeir koma til með að mæta mjög skemmtilegu liði frá lslandi.“ Extreme Team og Mini Hoops verða með tvær sýningar og má nálgast miða og frekari upplýsing- ar á www.midi.is Militec-1 Stilling til öryggis á vélina lyrir veturirm • Á gírkassan, drifið, sjálfskiptinguna og vökvastýrið. • Léttir kaldræsi. minnkar eyðslu og tryggir betri smurningu. Fæst á öllum smur- og bensínstöðvum ADALNÚMER SfMI S20 8000 Bl I 3 V 3 rð tl 1111 11' SKEIFUNNI 1 1 RVlK. SÍMI 520 8001 SMI0JUVEGI 68 KÓP. • SlMI 520 8004 DRAUPNISGATA 1 AK • SlMI 520 8002 BIlDSHÖFÐA 12 RVlK. • SlMI 520 8005 DALSHRAUN113 HFN. ■ SlMI 520 8003 EYRARVEGI 9 SELF. • SlMI 520 8006 www.stilllng.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.