blaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 1
217. tölublað 2. árgangur » siða 44 íslenskur Kani Ragnhildur Magnúsdóttir vinnur hörðum höndum að því aö gera heim- ildarmynd um bróður sinn llluga sem þeytir skífum undir heitinu DJ Platurn. Skífuþeytingarnar segir hún aö megi flokka sem Und- vilji ekki spila Nefndin gerir ekkert Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir eftirlits- nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins sem fylgjast á með starfi fasteignasala standa sig slælega. „Alveg frá upphafi hefur nefndin horft framhjá glæpsamlegum málum^og við hjá félaginu vitum ekki lengur hvernig við eigum að snúa okkur,” segir Grétar. Þorsteinn Einarsson, formaður eft- irlitsnefndarinnar, segir þetta vera rakalausa vitleysu. „Ég vísa þessari gagnrýni alfarið á bug. Nefndin vinnur sín störf samkvæmt skýrum laga- heimildum,” segir Þorsteinn. „Ég hef heyrt þessa gagnrýni áður og tel ekki ástæðu til að svara henni frekar.” Arsæll Erlingsson er próflaus eftir ofsaakstur: Hraðametið er 220 ■ Veit að ég er stórhættulegur ■ Dreymir um kraftmeiri bíl MIRAI 32” HDTV LCD TILBOÐSVERÐ Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Georgíumönnum refsaö Stjórnvöld í Georgíu slepptu fjórum yfir- mönnum í rússneska hernum úr haldi sem höfðu verið handteknir vegna gruns um njósnir. Að sögn Mikhails Sakashvilis, forseta Georgíu, eru menn- irnir ekki látnir úr haldi vegna þrýstings frá stjórnvöldum í Moskvu heldur til að sýna vinum og bandamönnum í Evrópu virðingarvott. Talið er að ráðamenn á Vesturlöndum hafi hvatt forsetann til þess að senda mennina aftur til síns heima til þess að sefa reiði rússneskra stjórnvalda. „Ég hef hraðast ekið á 220 kílómetra hraða,“ segir Ársæll Erlingsson, tví- tugur piltur frá Akranesi, sem seg- ist vera forfallinn bilaáhugamaður. Mikið hefur borið á hraðakstri ungs fólks en banaslys nú eru orðin fleiri en á öllu síðasta ári. „Ég var sviptur ökuréttindum þegar ég var tekinn á 100 kílómetra hraða innanbæjar,“ segir Ársæll en hann missti prófið í þr já mánuði. Hann seg- ist aðeins einu sinni hafa verið sviptur réttindum, en mögulega missi hann þau aftur vegna punktakerfisins. Hann segist finna mikið „adrena- línkikk" af því að keyra á miklum hraða og líkir þvi við fikn. „Þetta er sjúklega gaman,“ segir hann. Ekki hefur Ársæll alltaf sloppið vel frá hraðanum. Hann lærbrotnaði einu sinni þegar hann velti bílnum á miklum hraða. Hann segist þakka guði fyrir að vera á lífi eftir þá byltu. „Ég á mynd af klesstum bilnum uppi á vegg og hún minnir mig á það hversu vel ég slapp,“ segir Ár- sæll, sem samt heldur áfram að aka á ofsahraða. „Ég veit að ég er stórhættulegur og ég fæ alltaf smá sting þegar ég horfi á augýsingar frá Umferðar- stofu,“ segir Ársæll en bætir við að hann eigi því miður til að gleyma þeim hörmungum sem hafa dunið yfir þegar hann finnur sig frjálsan á þjóðveginum. „Ég hætti eiginlega í skóla til þess að fjármagna bæði tjón sem ég hef valdið og til þess að eiga fyrir rúnt- inum,“ segir Ársæll en bíladellan hefur bitnað á honum á marga vegu. í þrígang á síðasta ári varð hann valdur að umferðaróhöppum. Hann segist ekki vera sá eini sem hefur gaman af að keyra hratt og bendir á að það mætti draga stórlega úr hættunni ef sómasamleg aðstaða væri til þar sem unnt yrði að keyra hratt og fá útrás. Ársæll tekur það fram að hann tefli ekki farþegum sínum í tvísýnu með hraðakstri. Hann segist meðvit- aður um afleiðingar þess að keyra hratt og hann vilji ekki lifa með það á samviskunni að hafa orðið valdur að dauða annarra. „Ég geri mér grein fyrir að ég gæti dáið einn daginn en ég vil ekki drepa mig á hraðanum,“ segir hann. Ársæll á sér draum um kraftmeiri bíl. FULLT VERÐ: 189.900- MENNTUN » síða 36 ■ VEÐUR » síða 2 I TISKA OG SNYRTING » síður 21-28 Örugg netnotkun Kennaranemamir Dögg Lára og Björgvin ívar hafa þróað námsefni um örugga netnotkun barna. Virðing og gagnrýni er meðal þess sem er kennt. Vætusamt Sunnan og suðaustan 3 til 13metrarásekúndu hvassast vestantil. Súld eða lítilsháttar rigning sunnan- og vestantil. Hiti 3 til 10 stig. Sérblað um tísku og |f snyrtingu fylgir Blaöinu í dag svan) tækni SIÐUMULA 37 - SÍMI 510 6000 - -----=3 zxáad §=Ss§ ^ 7 Hef opnað nýja heimasíðu: http://www.althingi»is/valdimarlf/ Valdimar Leó I riöi iksson Fimmtudagur 28. september 2006 Náttúruleysi vinstri grænna Ýmsir flokksmenn Vinstri grænna hafa undan- farna daga skrifað í Morgublaðið og eru sárir vegna greinar sem birtist eftir mig í blaðinu þar sem ég gagnrýndi afgreiðslu VG í bæjarstjórn Mosfellsbæjar á máli sem varðar lagningu tengibrautar við Álafosskvos. Þau áform myndu skerða náttúru kvosarinnar og setja Varmá, einhverja helstu náttúruperlu sveitarfélagsins, í hættu auk þess... Fimmtudagur 21. september 2006 Fíkniefnahunda á skólaböllin ! Mánudagur 18. september 2006 Vinstri grænir svíkja náttúruna Miðvikudagur 13. september 2006 Virðum bílastæði fatlaðra

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.