blaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 blaöió Herinn tekinn við landamæragæslu Líbanskar hersveitir gættu í fyrsta sinn í tæp fjörutíu ár landamæranna viö ísrael en stjórnvöld í Beirút hafa gegnum tíðina haft lítil áhrif í suðurhluta landsins. Yfirmaður hersveitanna, Michel Sleiman, segir tekið á brotum gegn vopnahléssamkomulaginu af fullri hörku. Þrír særðust Sjálfsmorðssprengjumaður gerði árás á bílalest NATO í austurhluta Kabúl í Afganistan í gær. Þrír hermenn særðust. Að sögn sjónarvotta var sprengjumaðurinn fótgangandi en hljóp fram fyrir bílalestina og sprengdi sig upp fyrir framan hana. Fíll drepur Breta Breskur ferðamaður lést á dögunum í Kenía eftir að fíll traðkaði á honum. Atvikið átti sér stað í Masai Mara-þjóðgarðinum. Maðurinn var í brúðkaupsferð en kona hans slapp við reiði fílsins. Breska ríkisút- varpið hefur eftir yfirvöldum í Kenía að fílar eigi til að vera árásar- gjarnir gagnvart mönnum en sjaldgæft sé að slíkt gerist í þjóðgörðum. Læknisfræði: Fire og Mello fá Nóbel íslenskt starfsfólk hjá Stakkvík ehf. í Grindavík fékk uppsagnarbréf án skýringa: íslendingar reknir og útlendingar ráðnir ■ Viö geröum ekkert af okkur, segir starfsmaöur ■ Algjört þvaður, segir framkvæmdastjórinn ■ Óþolandi útlendingadekur, segir formaöur Starfsgreinasambandsins Úr vinnslu Stakkavíkur Reglulega berast ábendingar um að fyrirtæki ráði útlendinga istaðinn fyrir Islendinga. Formaður Starfs- greinasambandsins segir atvinnurekendur haldna óþolandi útlendingadekri. MfSH Bandarísku vísindamenn- irnir Andrew Z. Fire og Craig C. Mello hlutu í gær Nóbelsverð- launin fyrir uppgötvun sína á þeim grundvallarþáttum sem stjórna flæði erfðaupplýsinga. Þeir uppgötvuðu svokölluð RNA-víxl, og var uppgötvunin mikilvægur liður í vörnum gegn vírusum. Mello er prófessor við Háskól- ann í Massachusetts, en Fire prófessor við Stanford-háskóla. Þeir félagar eru óvenjulega ungir af Nóbelsverðlaunahöfum að vera, en Fire er fæddur 1959 en Mello 1960. Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Mér finnst undarleg þróun hjá fyrir- tækinu að vilja koma íslendingunum burt og ráða útlendinga í staðinn,” segir Elín Guðmundsdóttir, fyrrver- andi starfsmaður Stakkavíkur ehf. í Grindavík, sem nýverið fékk upp- sagnarbréf frá fyrirtækinu þar sem henni var sagt upp störfum án nokk- urra skýringa. Eiginmanni hennar, Arnari Guðmundssyni, var einnig sagt upp. Búið er að ráða útlendinga í störfin. „Við erum mjög hissa á þessu. Þetta kom mjög skyndilega upp á,” segir Elín. „Eg get ekki séð neina ástæðu fyrir brottrekstrinum. Við höfum ekkert gert af okkur. Þeim finnst íslenskir starfsmenn líklega vera óþarfi.” „Það er mjög sárt að missa vinnu sem mér líður vel í. Ég fékk bara uppsagnarbréf i pósti og þar var ekki einu sinni þakkað fyrir samstarfið,” bætir Elin við. Gestur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Stakkavíkur ehf., segir það ekki stefnu fyrirtækisins að ráða útlend- inga í stað íslendinga og vildi lítið tjá sig um málið. „Þetta er algjört bull. Það er starfs- fólkinu sjálfu fyrir bestu að ég tjái mig ekki um ástæður uppsagnanna,” segir Gestur. „Ég þarf ekkert að tjá mig um þetta mál og fólkið er bara aðblaðra.” Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist reglulega fá ábendingar um svona tilvik og að slík mál séu ávallt mjög viðkvæm. „Það er óþolandi þegar atvinnu- rekendur eru með útlendingadekur. Sumir leyfa sér að vera með hroka gagnvart íslensku starfsfólki og tala niður til þess,” segir Kristján. „Islend- ingar eru sæmilega meðvitaðir um sinn rétt og atvinnurekendur halda að þeir séu lausir við öll vandamál með því að ráða útlendinga. Ég veit ekki betur en að vandamálin séu þau sömu hjá útlendu vinnuafli. Útlend- ingar verða líka veikir og eru jafn- læsir á sín réttindi og aðrir Salatvika istall JffC Zinger salat & Krlstall er frábaer bíll sem hefur sópad ad sér verdlaunum, enda kostirnir augljósir; glaesileg hönnun, mikid innra rými med mikla möguleika, nýjar öflugar vélar, 6 hrada „ Allshift" sjálfskipting og margt fleira. Komdu og prófadu hann Verd: 1.590.000 kr. Stadalbúnadur MASC stödugleikastýring ABS hemlalæsivörn • EBD hemlajöfnunarkerfi MATC spyrnustýring • Aksturstölva • Hiti i framsætum Fjarstýrdar samlæsingar ■ Rafdrifnar rúduvindur ▼ \.'.í uww MITSUBISHI MOTORS Umboösmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 • HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100 • HEKLA, (safiröi, sími 456 4666 HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 • HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 • HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 HEKLA, Laugavegi 174, sími 590 5000 www.hekla.is, hekla@hekla.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.