blaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006
blaöið
menntun i É£j|i Konur sækja á Skólaárið 2005-2006 voru konur i fyrsta skipti i meirihluta kennara í r;.. framhaldsskólum hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni.
menntun@bladid.net m
Eldri kennarar
Eldri kennurum hefur fjölgað á
öllum skólastigum samkvæmt nýju
riti Hagstofunnar um starfsfólk við
kennslu í leik-, grunn- og framhalds-
skólum á árunum 2000 til 2005.
Framhaldsskólakennarar eru elstir
en þar lætur nærri að annar hver
kennari sé eldri en fimmtugur. [
grunnskólum er fjölmennasti hópur
kennara 40 til 49 ára en aldur
kennara er lægstur á leikskólunum
þar sem stærsti hópur starfs-
manna er yngri en 30 ára. Á öllum
^ skólastigum hefur eldri kennurum
fjölgað hlutfallslega á tímabilinu.
Það vekur einnig athygli í riti
Hagstofunnar að hlutfall kennara
með háskólapróf hækkaði á öllum
skólastigum á tímabilinu og fleiri
kennarar höfðu kennsluréttindi árið
2005 en árið 2000. Hlutfall réttinda-
kennara er hæst í grunnskólum
þar sem tæp 87 prósent þeirra
eru með kennsluréttindi. Á öllum
skólastigum voru fleiri kennarar í
fullu starfi árið 2005 en árið 2000
og brottfall úr kennarastéttinni
hefur minnkað og var öll árin minna
meðal kennara í grunn- og fram-
■** haldsskólum en meðal leikskóla-
kennara.
Samstarf um
Náttúruskóla
Fulltrúar menntasviðs Reykjavíkur,
umhverfissviðs Reykjavíkur, Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur og Land-
verndar undirrituðu í síðustu viku
samstarfssamning um Náttúruskóla
Reykjavíkur.
Náttúruskólinn vinnur að því að efla
útikennslu og útinám í grunn- og
leikskólum borgarinnar. Hann veitir
aðstoð og ráðgjöf við aðlögun úti-
náms að skólanámskrá og styður
kennara og skólastjórnendur í að
byggja upp heildstætt útinám á
öllum aldursstigum skólans og í
sem flestum námsgreinum. Skólinn
stendur fyrir námskeiðum í úti-
kennslu fyrir kennara og aðra sem
starfa með börnum og unglingum.
Nýtt námsefni um siðferði á Netinu og gagnrýna netnotkun
Siðferðiö hefur
setið á hakanum
SAFT, vakningarverkefni
hjá Heimili og skóla um
jákvæða og örugga net-
notkun barna og unglinga,
hefur sent frá sér nýtt námsefni um
jákvæða og örugga netnotkun fyrir
mið- og unglingastig grunnskóla.
Björgvin ívar Guðbrandsson og
Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, kenn-
arar við Langholtsskóla, unnu
námsefnið fyrir SAFT og verður því
dreift ókeypis til allra grunnskóla á
landinu.
Björgvin ívar segir að námsefn-
ið taki á þeim vandamálum sem
komið hafa upp í skólum og tengist
notkun barna á Netinu og annarri
nútímatækni.
Sömu samskiptareglur á Netinu
„Það hafa komið upp atvik í skól-
um þar sem fólk hefur til dæmis not-
að bloggsíðurnar sínar eða SMS til
að bera út slúður. Síðan höfum við
náttúrlega séð í fjölmiðlum hvernig
fólk hefur verið að villa á sér heim-
ildir á Netinu og fleira i þeim dúr.
Það er ekki öllum treystandi," segir
Björgvin ívar.
Björgvin og Dögg byrjuðu á því
að kynna sér hvað gert hefði verið
annars staðar í heiminum i þessum
efnum.
„Við fundum út að það eru raun-
verulega allir að takast á við sömu
vandamálin en það er kannski lítið
búið að gera. Það var enginn staður
þar sem hægt var að nálgast heild-
stætt efni þar sem börnum væri
kynnt ný tækni og um leið farið yfir
þessa siðferðilegu þætti um hvernig
maður á að nota tæknina og hvernig
maður á ekki að nota hana.“
Að sögn Björgvins virðast börn
eiga auðvelt með að tileinka sér nýja
tækni og læra til dæmis fljótt að búa
til bloggsíður. Siðferðisþátturinn
hefur því miður setið á hakanum.
„Það er eins og þau megi gera aðra
hluti þegar þau skrifa á vefsíðu eða
senda SMS en í venjulegum sam-
skiptum. Okkur fannst vanta að
skólinn tæki á því þegar verið er að
kenna nýja færni að tala um það að
það gilda í raun og veru sömu regl-
Siðferðisþátturinn gleymist
Börn og unglingar eru mjög
fljótirað tileinka sérnýja
boðskiptatækni svo sem inter-
netsamskipti en siðferðisþáttur-
inn vill oft sitja á hakanum.
Öruggt net Dögg og Björgvin hön-
nuðu efni um jákvæða netnotkun.
ur í notkun á þessum miðlum og í
venjulegum samskiptum fólks. Mað-
ur á að vera kurteis og passa sig á
því sem maður segir.“
Verkefni tengd öðrum greinum
Verkefnin eru þannig úr garði
gerð að þau henta börnum á mið-
stigi og unglingastigi grunnskóla og
enn fremur geta kennarar í ólíkum
fögum nýtt sér þau.
„Við tengjum þau við einhverja
námsgrein í skólanum þannig að
bekkjarkennari eða kennari í ís-
lensku myndi til dæmis vinna verk-
efnin með þeim sem kennir á tölv-
ur,“ segir Björgvin.
1 öðrum hluta námsefnisins er
tekin fyrir gagnrýnin netnotkun,
áreiðanleiki upplýsinga af Netinu
og mál sem varða höfundarrétt.
„Sá partur er líka mjög nauðsyn-
legur og hefur verið svolítið á reiki,
sérstaklega í grunnskóla. Það hefur
eitthvað verið tekið á þessu á há-
skólastiginu, hvernig maður vísar til
heimilda og hvernig maður metur í
raun og veru áreiðanleika heimilda
á vef,“ segir Björgvin og bætir við að
það séu nokkrar þumalputtareglur
sem maður geti nýtt sér til að meta
áreiðanleika upplýsinga.
„Einn af viðmiðunarpunktunum
er að það sé vitnað til höfunda við
mat á áreiðanleika upplýsinga, að
höfundur hafi sett nafn sitt við
þær,“ segir Björgvin og bætir við að
einnig sé brýnt fyrir krökkunum
að biðja um leyfi og vísa til upplýs-
inganna á réttan hátt ef þeir hyggist
nýta sér þær.
Annað siðferði við skjáinn
„Það er gríðarlega mikilvægt að
skólinn setji sér skýrar reglur um
hvernig farið sé með heimildir af
Netinu. Það hefur aðeins loðað við
þennan tölvuheim að mönnum
finnst kannski allt í lagi að afrita for-
rit en myndu aldrei stela því ef það
væri í pakka út í búð. Það er eins
og menn hafi oft öðruvísi siðferði
þegar þeir eru komnir fyrir framan
skjáinn,“ segir Björgvin fvar og bæt-
ir við að það virðist eiga jafnt við
um fullorðna sem unglinga.
Nánari upplýsingar má nálgast á
www.saft.is.
PETR0UUM
JtLlY
Porter veitir forstöðu rannsóknastofn-
un Harvard-háskóla í stefnumótun
og samkeppnishæfni (Institute for
Strategy and Competitiveness) og hef-
ur boðið viðskipta- og hagfræðideild
til samstarfsins. Námið mun standa
meistaranemum í öllum deildum Há-
skóla íslands til boða. Porter hefur á
ferli sínum gefið út 17 fræðibækur, rit-
að nokkur hundruð greinar og verið
ráðgjafi stjórnvalda og alþjóðlegra fyr-
irtækja. Að lokinni athöfn í Hátíðasal
Háskóla íslands hélt Porter fyrirlestur
í Háskólabíói á vegum Háskólans und-
ir yfirskriftinni „What is Strategy".
Sæmdur heiðursdoktorsnafnbót
Michael E. Porter, prófessor við
Harvard, var í gær sæmdur heiöurs-
doktorsnafnbót við viðskipta- og
hagfræðideild Háskóla Islands.
T‘ I
Til vonar
og vara
Vaseline
Vaseline
JEILV
A°CKC1
Nú lika með
ALOE VERA
Vaseline
IntQOHb&fiart}
varasalvi
Michael Porter heiðursdoktor
Michael E. Porter, einn virtasti
fræðimaður veraldar á sviði stefnu-
mótunar og samkeppnishæfni, var í
gær sæmdur heiðursdoktorsnafnbót
við viðskipta- og hagfræðideild Há-
skóla íslands.
Kenningar Porters hafa verið horn-
steinn í kennslu og rannsóknum í
rekstrarhagfræði um allan heim frá
því að fyrsta rit hans um samkeppn-
ishæfni kom út árið 1980. Michael
E. Porter gegnir prófessorsstöðu við
Harvard-háskóla í Bandaríkjunum en
viðskipta- og hagfræðideild HÍ vinnur
nú að undirbúningi samstarfs við skól-
ann um kennslu í rekstrarhagfræði á
meistarastigi með sérstakri áherslu á
samkeppnishæfni fyrirtækja og þjóða.