blaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006
blaðið
VEÐRIÐ í DAG
Hvasst
Sunnan og suðaustan þrír til þrettán
metrar á sekúndu, hvassast vestantil.
Súld eða lítilsháttar rigning á Suður- og
Vesturlandi, en áfram bjartviðri norðaust-
antil. Hiti 3 til 10 stig.
Á MORGUN
Lægir
Suðaustan þrír til átta metrar
á sekúndu og súld eða dálitil
rigning, en þurrt og bjart veður
norðaustanlands. Hiti 5 til 10
stig.
VÍÐAUMHEIM |
Algarve 21
Amsterdam 17
Barcelona 26
Berlín 17
Chicago 16
Dublin 14
Frankfurt 14
Glasgow 15
Hamborg 16
Helsinki 13
Kaupmannahöfn 16
London 15
Madrid 20
Montreal 12
New York 15
Orlando 24
Osló 12
Palma 27
París 16
Stokkhólmur 15
Þórshötn 8
'úmsTunofíHúsiQ
Björgunarsveit mætti vélhjólamönnum:
Lögregla:
Rifist um
naggrís
Tveimur einstaklingum var
svo heitt í hamsi vegna deilna
um eignarhald á naggrís að þeir
leituðu til lögreglunnar í Reykja-
vík um helgina. Þeir ætluðust
til þess að lögreglan kvæði upp
Salómonsdóm. Lögreglan brást
hin besta við en benti þeim á að
málið yrðu þeir að leysa sjálfir
enda um einkamál að ræða.
Hvalfjarðargöng:
Skemmdi
og stakk af
Ökumaður fór utan í vegg
í Hvalfjarðargöngunum
aðfaranótt laugardagsins og
stórskemmdi dúkinn á allt að
fimmtán metra löngum kafla.
Samkvæmt frétt frá Speli
skemmdist bíllinn einnig veru-
lega en maðurinn lét sig hverfa
af vettvangi án þess að tilkynna
um áreksturinn. Bílstjórinn
var á leið norður, einn á ferð og
slasaðist ekki. Hann gaf sig fram
síðdegis á laugardaginn og tók
lögreglan hann tali.
Eftir Gunnar Reyni Valþórsson
gunnar@bladid.net
Vélhjólamaðurinn Hjörtur L. Jónsson
sakar ökumann jeppa frá björgunar-
sveitinni Ársæli um að hafa vísvitandi
ekið í veg fyrir sig þegar þeir mættust
á vegarslóða á laugardaginn fyrir
viku. Hjörtur kallar atvikið morðtil-
raun og prísar sig sælan að hafa náð
að víkja úr vegi jeppans.
Formaður björgunarsveitarinnar,
Gylfi Sævarsson, segir málið byggja
á miskilningi. Aldrei hafi vakað fyrir
ökumanninum að þvinga vélhjólið út
afveginum.
Þvingaður til utanvegaaksturs
Hjörtur fór fremstur í flokki sjö
vélhjólamanna sem voru á leið frá
Krakatindi í átt að Dalakofa þegar
þeir mættu tveimur jeppum og var sá
fremri merktur björgunarsveitinni Ár-
sæli. Hann segir að í stað þess að víkja
til hægri eins og venja sé hafi jeppinn
beygt í veg fyrir mótorhjólið.
„1 allri umræðunni um öryggi og
slys í umferðinni undanfarið finnst
mér þessi hegðun furðuleg," segir
Hjörtur L. Jónsson vélhjólamaður.
Hann segist hafa fregnað að fyrir öku-
manni jeppans hafi vakað að hægja
á mótorhjólamönnunum. Hópurinn
hafi alls ekki verið á mikilli ferð. Með-
alhraðinn í ferðum þeirra sé yfirleitt
undir 50 kílómetrum á klukkustund.
„Það eru tvö hjólför áþessum slóðum.
Bílstjórinn var kominn til hægri eins
og hann á að gera og ég gerði slíkt hið
sama og hélt mig utarlega í hjólfarinu.
Hann var greinilega eitthvað ósáttur
við að ég færi ekki alveg upp úr því
og beygði einfaldlega í veg fyrir mig.“
Hjörtur segist hafa neyðst til að slá af
og beygja út af slóðanum. „Þar með
var ég kominn í utanvegaakstur sem
var alls ekki ætlunin.“ Hjörtur segir
að bílstjórinn hafi haft sama háttinn
á við þá sem á eftir komu.
Aldrei lent í þessu áður
„Mér dettur helst í hug að umræðan
um þessa fáu vitleysinga sem keyri
utan vegar og spilli náttúrunni hafi
orðið til þess að við hin, þrjú þúsund
talsins, höfum verið stimpluð sem
villimenn og glæpamenn sem séu
réttdræpir þar sem til þeirra næst.“
Hjörtur sendi kvörtunarbréf til björg-
unarsveitarinnar og í svari við því frá
björgunarsveitinni segir að jepparnir
hafi verið stopp þegar hóparnir mætt-
ust. Þetta segir Hjörtur vera af og frá.
,Ég er bara að biðja um afsökun. Hún
hefur ekki borist og ég er bara fúll og
reiður."
Hann segist ekki bjóða í hvað hefði
gerst hefði óreyndari mótorhjóla-
maður lent í þessu. „Ég er með þrátíu
ára reynslu og átti (erfiðleikum með
að forða mér. Fyrir mér var þetta ekk-
ert annað en morðtilraun."
Misskilningur
Gylfi Sævarsson, formaður björgun-
arsveitarinnar, segir að í þessu atviki
standi einfaldlega orð gegn orði. „Ég
hef talað við alla sem voru í þessari
ferð okkar," segir hann. „Þeim ber
saman um að enginn hafi verið þving-
aður út af veginum." Gylfi segir að í
bréfinu sem hann fékk frá Hirti hafi
komið fram að mótorhjólamennirnir
hafi komið rólega á móti bílunum á
50 til 60 kílómetra hraða. „Það túlka
ég reyndar ekki sem rólegan hraða á
svona vegi.“ Að sögn Gylfa getur það
gerst þegar stórir jeppar eru að beygja
upp úr hjólförum að framendinn
kastast til. „Hann hefur kannski séð
svoleiðis hreyfingu. Þetta er ofboðs-
lega leiðinlegt atvik og ég veit að það
var ekki meining neins að svína í veg
fyrir hjólið. Og það var ekki gert.“
Eldur í íbúð í fjölbýli á Akureyri:
Reykjavík:
93 teknir fyrir
hraöakstur
Alls voru 93 teknir fyrir hrað-
akstur í umdæmi lögreglunnar í
Reykjavík um helgina.
Tveir piltar um tvítugt voru
teknir í kappakstri á sunnudag
á Sæbrautinni en þeir mældust
á rúmlega 130 kílómetra hraða.
Nóttina áður stöðvaði lögreglan
19 ára gamlan pilt á 137 kíló-
metra hraða þar sem leyfilegur
hraði var 60 kílómetrar á klukku-
stund. 21 árs piltur ók hraðast.
Hann mældist á 139 kílómetra
hraða á Kringlumýrarbraut-
inni. Flestir eiga yfir höfði sér
sviptingu ökuleyfis en ljóst er að
margir þurfa að borga ansi háar
sektir fyrir að flýta sér fullmikið.
Fangar í Brasilíu:
Ræðismaður
hitti Ingólf
Ræðismaður íslendinga í Bras-
ilíu, Arne Spjaer Arnesen yngri,
fékk í fyrsta sinn að hitta Ingólf
Rúnar Sigurz, sem var hand-
tekinn í Sao Paulo í ágúst fyrir
fíkniefnamisferli. Heimildir
herma að hann hafi hitt hann í
síðustu viku.
Ingólfur var handtekinn í
ágúst með tólf kíló af hassi í
hátalaraboxi. Hann er ekki eini
fslendingurinn í gæsluvarðhaldi
í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls,
því Hlynur Sigurðsson situr
einnig í fangelsi, tekinn með tvö
kíló afkókaíni.
Þrír voru fluttir á slysadeild
vegna reykeitrunar eftir bruna á
neðri hæð í Hamragerði 25 á Akur-
eyri stuttu eftir miðnætti aðfara-
nótt gærdagsins. Allir útskrifuðust
eftir skoðun á Fjórðungssjúkrahús-
inu og munu ná sér að fullu.
Fimm voru í húsinu þegar eldur-
inn braust út. íbúar á neðri hæð
hússins voru vakandi þegar þeir
urðu eldsins varir. Hann var þá orð-
inn svo mikill að þeir fengu ekki
við neitt ráðið. Þeir vöktu íbúa efri
hæðarinnar og komu þau sér öll út
úr húsinu af sjálfsdáðum
Um 20 mínútur tók að slökkva eld-
inn en eignatjón varð mikið í íbúð-
inni sem brann. Einhverjar reyk-
skemmdir urðu í hinum tveimur
íbúðum. Talið er að kviknað hafi í
út frá logandi kerti í svefnherbergi.
Mikill eldur braust út Fimm íbúar voru íhúsinu þegar eldsins varð vart.
HPI SAVAGE 3,5 , STERKUR OG
ÖFLUGUR 4X4 FJARSTÝRÐUR TOR-
FÆRUTRUKKUR Á HAGSTÆÖU VERÐl.