blaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 22
30 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 blaðið HVAÐ FINNST ÞÉR? Muntu beita þér í fangelsismálunum? folk@bladid net »^9 keiti m®r • ölliim þörfummálumogþarer mikil þörf." Árni Johnsen, frambjóðandi í Suðnrkjördæmi fyrir Sjnlfstæðisfloldc Húsnæðismál fangelsa hafa verið mikið í umræðunni en Árni hefur heldur meiri reynslu af þeim málum en fyrrum kollegar hans. HEYRST HEFUR... Fyrirlestur Giulianis, fyrrver- andi borgarstjóra New York, á föstudaginn var vel sóttur og almenn ánægja var með viðburð- inn en þrátt fyrir að langur biðlisti hafi verið á viðburðinn var salurinn ekki fullsetinn. Heyrst hefur að borgarstjórinn fyrrverandi hafi átt í smávægilegum vand- ræðum með ákvarðanatöku á laugardaginn og snerust þau vandræði um það hvernig hann vildi eyða deginum. Búið var að bóka heimsókn á golfvöllinn um morguninn klukkan níu en rétt fyrir tíu barst þeim sem þar biðu símhringing þar sem borgarstjórinn hafði skipt um skoðun og ætlaði i útsýnisferð. Sú ferð náði ekki lengra en svo að þegar búið var að skipuleggja hana ákvað borgarstjórinn að skella sér frekar í golfið og mætti þangað um hálfellefu. Hann skemmti sér vel og eyddi þar dágóðum tíma. f Höfða beið kollega Giulianis, Vilhjálmur Þór, en móttaka hafði verið skipulögð þar klukkan ellefu. Giuliani yfirgaf golfvöllinn rétt fyrir tólf og átti þá eftir að heim- sækja Vilhjálm, hitta forsetann og halda blaðamannafund, allt á sama klukkutímanum. Hundrað ára afmæli símans var fagnað með pompi og prakt á laugardaginn og mættu í partíið um 2000 manns. Heyrst hefur að snittur sumra kvenfrels- issinnaðra gesta hafi tekið léttan kipp í koki þeirra þegar þeir hlustuðu á afmælis- ræðu Lýðs Guðmundssonar, stjórnarformanns Símans, í part- íinu. í ræðunni líkti hann Sím- anum við karlmann og spurði meðal annars, hver annar myndi halda upp á 100 ára afmælið sitt með fáklæddum konum og poppstjörnum? Kynjagleraugu og trjárækt Atli Gíslason, lögmaður og vara- þingmaður Vinstri grænna, á sér margar ástríður, pólitískar sem ópólitískar. Atli er ástríðufullur mannréttindasinni og segist skoða öll mál út frá mannréttindasjón- armiðum. Hann hefur látið til sín taka á sviðum kvenfrelsismála, um- hverfismála og í málefnum barna. Atli er femínisti sem þótti nokk- urt tiltökumál þegar hann tilkynnti það opinberlega á sínum tíma. „Ég og sonur minn Gísli Hrafn erum virkir í Femínistafélaginu. Ég er að segja eitthvað sem konur hafa sagt á undan mér. Engin ný sann- indi frá mér en ég fæ miklu meiri athygli þegar ég kem fram sem karl- maðurog tala máli kvenfrelsis. Mér blöskrar og er stórlega misboðið yfir þeim mannréttindabrotum sem eru framin gegn konum og vil að þeim linni,” segir Atli sem vill lögboðinn kynjakvóta. „Það er ekki eins og það sé vanda- mál að finna hæfa konu til starfa. Það þarf bara að viðhafa ákveðna hugsun. Menn eiga að horfa á öll mál í gegnum kynjagleraugu. Þetta eru mín sérmál. Ég vil kynjagler- augun upp. Mér leið ágætlega á mínu uppvaxtarheimili þar sem ríkti jafnræði og vildi óska þess að slíkt jafnræði gilti í samfélaginu líka. Karlar eiga líka mæður, sjáðu til,” segir Atli sem hefur einnig verið virkur í baráttunni gegn kyn- bundnu ofbeldi. Hann segir að al- varlegt mál konu sem var nauðgað hafi endanlega opnað augu hans fyrir því hversu illa er komið fyrir þessum málum í réttarkerfi okkar. „Kynferðislegt ofbeldi gegn konum felur í sér brot á friðhelgi einkalífs þeirra. Það er að segja, sjálfsákvörð- unarréttur þeirra er brotinn á bak aftur og ég fékk mál konu sem var nauðgað sem ég vann í hæstarétti. Konunni var hópnauðgað og ekki var gefin út ákæra af lögregluemb- ættinu. Konan þurfti að höfða einka- mál til að ná fram rétti sínum.” Atli er einnig umhverfisverndar- sinni og telur það skyldu okkar að skila náttúrunni í betra ástandi til barna okkar en við tökum við henni. „Mitt aðaláhugamál er skógrækt og garðyrkja” segir Atli. “Ég hef síð- astliðna 25 mánuði unnið að því að rækta upp land við sumarbústað minn í Grímsnesi af miklum áhuga,” en Atli dvelur oft í sumarbústað sínum, bæði á sumrum og vetrum og finnst mjög gott að vera þar til að vinna. „Sérstaklega þegar ég er að vinna að erfiðum málum þar sem þar er friðsælt og gott að vera.” Atli segist einnig lesa mjög mikið og les þá allt mögulegt en spennu- sögur segir hann vera í sérstöku uppáhaldi og hann er mikið fyrir bækur eftir íslenska rithöfunda. Atli syndir á hverjum morgni af mikilli ástríðu, honum finnst gott að hugsa málin meðan hann syndir og það kemur fyrir að hann gleymir að telja ferðirnar ef um mikilvægar ákvarðanir eða mál er að ræða. Atli segir að hann hafi fundið sér nýja ástríðu en það eru málefni barna sem eiga við geðraskanir að stríða. Hann segir þessi börn, sem eru um 30 til 50 í hverjum árgangi, vera í algeru limbói í kerfinu í dag. „Þetta eru börn sem eiga á hættu að lenda í fíkniefnum og ýmsum erf- iðleikum seinna á lífsleiðinni. Það kostar þjóðfélagið mun minna að sinna þessum börnum í dag en að gera ekkert,” segir Atli að lokum og segist vera ástríðufullur og metnað- argjarn um þau mál sem hann tekur fyrir og vill vinna í þeim af miklum krafti. „Mér Ieiðist að gára bara yfirborðið.” SU DOKU talnaþraut 9 2 6 i 4 8 3 5 7 1 7 8 5 3 2 4 6 9 5 3 4 9 6 7 8 2 1 4 5 2 6 9 1 7 3 8 6 8 9 3 7 4 2 1 5 3 1 7 8 2 5 9 4 6 2 6 1 7 8 3 5 9 4 7 4 5 2 1 9 6 8 3 8 9 3 4 5 6 1 7 2 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir (hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers n(u reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 2 3 1 1 4 8 6 9 2 5 4 6 7 4 1 9 2 8 2 3 7 4 3 6 7 8 2 4 8 1 8 Af hverju ertu alveg hættur að fara í veiði? Á förnum vegi Telurðu varnir íslands tryggðar? Ásgeir Valur Sigurðsson Ég tel að við þurfum ekki á neinum vörnum að halda. Jón Gunnar Benjamínsson, ferðamálafræðingur Já, ég geri það. Ég treysti ráðamönnum til að hafa tekið góða ákvörðun. Valdís Tómasdóttir Nei, það geri ég ekki. Sveinn Aðalsteinsson, við- skiptafræðingur Ég hef ekki hugmynd um það. Ráðamenn hafa ekki gefið upp hverjar varn- ir landsins eru. Tómas Jónsson, nemi Ég hef enga skoðun á því.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.