blaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 I blaöiö UTAN ÚR HEIMI AUSTURRÍKI Stjórnarandstaðan sigraði Sósíaldemókratar eru sigurvegarar þingkosninganna í Austurríki á sunnudag. Þeirfengu 35,7 prósent at- kvæða í kosningunum og lögðu Þjóðarflokk Wolfgangs Schussels kanslara. Alfred Gusenbauer, leiðtogi sósíal- demókrata, verður líklega næsti kanslari landsins. Rice í Mið-Austurlöndum Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, er á ferð um Mið-Austurlönd. Utanríkisráð- herrann fundar með ráðamönnum í Sádi-Arabíu, Egyptalandi, ísrael og heimsækja palestínsku heimastjórnarsvæðin. BRASILÍA Gengið aftur að kjörborðinu Lula da Silva, sitjandi forseti Brasilíu, náði ekki að tryggja sér sigur þrátt fyrir að ná yfir fimmtíu prósent atkvæða í fyrstu umferð for- setakosninganna á sunnudag. Da Silva fékk einungis 48,6 prósent á meðan helsti keppinautur hans, Geraldo Alckmin, fékk 41,6 prósent atkvæða. Kosið verður á milli Da Silva og Alckmins í lok mánaðar. Þýskalandi. Þýskaland: Sektaður fyrir að mótmæla nasisma Þýsk stjórnvöld viðurkenndu í gær að hugsanlega þurfi að breyta lögum um refsingar við því að sýna hakakrossa og önnur tákn sem tengjast nasisma i kjölfar þess að ríflega þrítugur maður var sektaður fyrir að selja boli með táknum sem mótmæla nasisma. Á bolunum sem maðurinn var sekt- aður fyrir að selja sást hakakross innan um hring sem rauð lína var dregin gegnum. Þrátt fyrir að táknunum á bol- unum sé augljóslega ætlað að mótmæla nasisma taldi dómstóll í borginni Stuttgart þau vera brot á lögum þar sem hætta væri á að þau gerðu hakakrossinn að hversdags- legu fyrirbrigði. Maðurinn var dæmdur til þess að greiða fjörutíu þúsund krónur í sekt. Stjórnmála- menn hafa mótmælt dómnum og sumir þeirra segja að verði hann staðfestur á æðra dómstigi muni þurfa að endurskoða löggjöfina, sem bannar meðal annars nasista- kveðjur, að klæðast einkennisbún- ingum nasista og að hafa undir höndum muni eða klæðnað sem sýna hakakross. Tölvunám 'fy Byrjendur Vinsælt námskeið á sérlega hagstæðu verði, ætlað fólki á öllum aldri sem hefur enga tölvukunnáttu. Allar greinar eru kenndar frá grunni og farið rólega í námsefnið með reglulegum upprifjunum. Á þessu námskeiði er allt sem byrjandinn þarf til að komast vel af stað og öðlast sjálfsöryggi við tölvuna. • Windows tölvugrunnur • Word ritvinnsla • Internetið og tölvupóstur Kennsla hefst 4. október og lýkur 30. október. Kennt mánudaga og miðvikudaga, morgun- og kvöldnámskeið í boði. Lengd 42 std. Verð kr. 32.900,- Allt kennsluefni innifalið. ^ Almennt tölvunám Sérstaklega hagnýtt og markvisst námskeið ætlað þeim sem hafa einhvern tölvugrunn að byggja á eða eru að vinna við tölvu og vilja auka við þekkingu sína hraða og færni. • Windows skjalavarsla • Word • Excel • Internet • Outlook tölvupóstur og dagbók Kennsla hefst 17. október. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga, morgun- og kvöldnámskeið í boði. Lengd 63 std. Verð kr. 39.900,- Allt kennsluefni innifalið. TÖLVUSKÓLINN ÞEKKING FAXAFEN 10 108 REYKJAVtK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLIÖTSK.IS SÍMI: 544 2210 mannskæðustu hryðjuverkaárás síðari tíma á Áskanirnar kunna að setja friðarviðræðu^ Indversk stjórnvöld lýstu yfir um helgina að pakistanska leyni- þjónustan, ISI, hafi átt aðild að hryðjuverkaárásinni á lestarkerfi Mumbai-borgar í júlí. Að minnsta kosti 207 manns fórust og hátt í þúsund særðust í sprengingunum en árásin var sú mannskæðasta á síðari tímum á Indlandi. Að sögn indverskra stjórnvalda skipulagði pakistanskaleyniþjónustanhryðju- verkin en Lashkar-e-Tabyyaba, hryðjuverkasamtök múslímskra aðskilnaðarsinna í Kasmír-héraði og Samtök íslamskra stúdenta á Indlandi, frömdu ódæðið. Leyni- þjónustumenn ISI eiga að hafa skipulagt voðverkið, þjálfað hryðjuverkamennina í pakist- anska bænum Bahawalpur og fjár- magnað aðgerðina. Pakistönsk stjórnvöld neita ásök- ununum harðlega en talsmaður pakistanska utanríkisráðuneytis- ins lýsti því yfir í gær að ef ásak- anir Indverja reynist réttar muni yfirvöld í landinu grípa til aðgerða. Shiv Shankar Menon, utanríkisráð- herra Indlands, segir að sannanir fyrir aðild ISI að hryðjuverkinu verði kynntar fyrir pakistönskum stjórnvöldum á næstunni og tók það sérstaklega fram að viðbrögð þeirra yrðu dæmt út frá aðgerðum en ekki yfirlýsingum. Stjórnvöld á Indlandi hafa gegnum tíðina sakað pakistönsk stjórnvöld um að gera lítið til þess að hafa hemil á Islömskum hryðjuverkamönnum í hópi aðskilnaðarsinna I Kasmír. Spenna hefur alla tíð einkennt samskipti Pakistana og Indverja ekki síst vegna deiliha um Kasmír- hérðað, en báðar þjóðir ráða yfir kjarnorkuvopnum og hafa ríkin háð þrjár styrjaldir frá því að þau hlutu sjálfstæði frá Bretum árið 1947- mánuði ákváðu forsætisráðherra Indlands, Manmohan Singh, og forseti Pakistans, Pervez Mus- harraf, að taka upp viðræður á ný. Einnig ákváðu leiðtogarnir að yf- irvöld myndu deila upplýsingum um starfsemi hryðjuverkahópa og þótti sú ákvörðun til marks um töluverða þíðu í samskiptum ríkjanna. Ekki liggur fyrir hvort ásakanir um aðild ISI breyti þeirri ákvörðun en ljóst er að þær bæta ekki samskipti ríkjanna. Flokkur þjóðernissinnaðra hindúa, Bhar- atiya Janata, sem leiðir stjórnar- andstöðuna á þingi, hefur krafist þess að þeim skilaboðum verði komið til sendiherra Pakistana í landinu að stjórnmálatengsl land- anna verði endurskoðuð I kjölfar ásakana. Stjórnarandstaðan vill end- urskoða stjórnmálatengsl í kjölfar hryðjuverkaárásar- innar í Mumbai í sumar slitu Ind- verjar friðarviðræðum en í síðasta Leikið tveim skjöldum í hryðjuverkastríði Ásakanirnar koma í kjölfar auk- inna vangaveltna um hversu stað- festur bandamaður pakistönsk Lovisa, bjálkahús, alls 31 fm.fallegt Ktið sumar-eða gestahús. kr. 728.000, goddi.is sími 544 5550 Valko, gestahús, 11,0 fm. kr. 215.000,- MS-38/0VIB, slöngubátur 380 sm.fyrir atvinnu- og áhugamenn kr. 179.000,- . ■ ..............■ , MA-420/OAL slöngubátur 420 sm. sameinar gæði, endingu, áreiðanleika og lágt verð kr. 189.000,-m/álbotni. LCI-850TA, stærð 122x244sm. 12" dekk, ber 480 kg. kr. 48.800,- LCI-958TR, stærð 152x244sm. 12" dekk.ber 750 kg. kr. 84.500,-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.