blaðið - 06.10.2006, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006
blaöi6
Varnir íslands eitt símanúmer
Leyndin um varnir íslands stafar sennilega af því
að stjórnin hefur aðeins eitt númer til að hringja í
komi eitthvað upp á, segir Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstri grænna. Ríki sem bindi sitt
trúss við Bandaríkin séu í meiri hættu en hin.
Eldflaug skotið í Grindavík
Þrír piltar með óbilandi áhuga á eldflaugagerð hafa fengið leyfi
frá Grindavíkurbæ til þess að skjóta uþþ heimasmíðaðri eld-
flaug úr bænum. Piltarnir eru í félagi sem þeir kalla Amateur
lcelandic Rocketry. Markmið þeirra er að komast yfir hljóð-
hraða en flauginni verður skotið á loft um þarnæstu helgi.
í
Lögregluembætti sameinuð
Lögregluembætti á höfuðborgarsvæðinu voru sameinuð
formlega í gær. Það er gert til þess að nýta betur krafta allra
embættanna. Stefán Eiríksson verður lögreglustjóri og Hörður
Jóhannesson, fyrrum yfirlögregluþjónn, verður aðstoðarlögreglu-
stjóri og gegnir embættinu í fjarveru lögreglustjóra.
Skerðing vaxtabóta:
Condoleezza Rice:
Heimsótti
óvænt írak
Condoleezza Rice, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, fór í
óvænta heimsókn til Iraks í gær.
Utanríkisráðherrann, sem hefur
verið á ferðalagi um Mið-Austur-
lönd undanfarna daga, fundaði
með Nouri al-Maliki forsætisráð-
herra og öðrum valdamönnum.
Skilaboð Rice til íraskra stjórn-
málamanna voru meðal annars
þau að stjórnmálamenn landsins
hafi nauman tíma til þess að
leysa úr deilumálum sín á milli
vegna blóðbaðsins sem geisar á
milli trúarhópa í landinu.
Nemur einum og hálfum
milljarði á fjórum árum
■ Kemur á versta tíma ■ Verður bætt á næsta ári ■ Vill afnema vaxtabætur
^piheilsa
aJl li -htfóuþaógott
LIÐ-AKTÍN
eXTRA
Glucosamine & Chondroitin
60 töf lur
Heldur liðunum
liðugum!
I heilsa
'+OamO'
-hafðu það gott
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar og nefndar-
maður í fjárlaganefnd, segir að
það sem af sé kjörtímabilinu hafi
vaxtabætur verið skertar um tæp-
lega einn og hálfan milljarð að
raunvirði. Birkir Jón Jónsson, þing-
maður Framsóknarflokks, bendir
á að verið sé að auka bæturnar í
nýju fjárlagafrumvarpi.
Rosaleg kjaraskerðing
„Vaxtabæturnar
hafa lækkað um fjór-
tán hundruð millj-
ónir það sem af er
kjörtímabilinu,"
segir Katrín.
„Ríkisstjórnin
er aðeins að
laga stöðuna
í þessu fjár-
lagafrumvarpi
sem verið er
að leggja fram
núna, en skerð-
ing bótanna
mun samt nema
rúmum milljarði
þegar kjörtímabil-
inu lýkur.“ Katrín
segir að þessum tölum
sé mikilvægt að halda til
haga. „Menn hér í þinginu
hafa haldið því fram að vaxta-
bætur hafi ekki skerst. Það hafa
þær svo sannarlega gert.“ Katrín
segir þessa stefnu ríkisstjórnar-
innar vera vægast sagt sérkenni-
lega. „Ekki síst í ljósi þess að hús-
næðisverð er í sögulegu hámarki
og verðbólgan á fleygiferð.“
Verið að vinna að tillögum
Birkir Jón Jónsson, þingmaður
Framsóknarflokks, bendir á að í
fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2007
sé verið að bæta við vaxtabæturnar.
„Vaxtabæturnar eru að aukast núna
á milli ára um fjögur hundruð millj-
ónir og ríkisstjórnin er að vinna að
tillögum um endurálagn-
MJÓLKURVÖRUR
I SÉRFLOKKl
w
úörur Bjf m
FLOKKI
Er mikið álag
í skólanum?
LCG+ erfyrirbyggjandi vörn!
Streita og kvíði, skyndibitafæði, sætindi,
stopular máltiðir - allt þetta dregur úr
innri styrk og einbeitingu, veldur
þróttleysi og getur raskað bæði
ónæmiskerfinu og meltingunni.
LGG+ er sérstaklega þróað til að
vinna gegn þessum neikvæðu
áhrifum og dagleg neysla
þess tryggir fulla virkni.
ingu fyrir árið í ár á
vaxtagjöldum. Þannig verður þeim
sem báru skarðan hlut frá borði
bætt upp sú skerðing,“ segir hann.
Katrín segir hins vegar að líta verði
til alls kjörtímabilsins. „Það er sú
tala sem skiptir máli. Menn verða
að horfa á heildarmyndina.
Afnema kerfið
Ingólfur H. Ingólfsson hjá Fjár-
málum heimilanna segir að þegar
fólk taki lán geri það ráð fyrir því
að fá vaxtabæturnar. Það komi
sér því vitaskuld illa þegar þær
skerðast.
„Fyrsti ágúst er svona ákveðið
kennimerki fyrir þetta kerfi
þegar fólk fær bæturnar."
Ingólfur bendir á að
vaxtabæturnar mið-
ist við greidda vexti
og eignir. „Þegar
eignaverðið hefur
hækkað eins
og gerst hefur
undanfarið þá
„ skerðist réttur-
inn til vaxta-
bóta.“ Hann
segir að stóra
vandamálið
sé hinsvegar
verðbólgan.
„Verðbólgan er
ekkert annað
en vextir, það
er alveg sama
hvernig menn snúa
því. Égerfrekaráþví
að best væri að leggja
niður vaxtabótakerfið.
Tökum frekar þessar duldu
vaxtahækkanir sem felast
í verðbólgunni í burtu
og höfum bara
nafnvexti. Það
er bara leikara-
skapur að vera
með nafnvexti
annars vegar og
raunvexti hins
vegar,” segir Ing-
ólfur og bætir
við: „Þetta
Kjaraskerðing
fyrir heimilin í
landinu
Katrín Júlíusdóttir, þing-
maður Samfylkingar
Gert ráð fyrir
aukningu í nýju
frumvarpi
Birkir Jón Jóns-
son, þingmaður
Framsóknarflokks
VHi leggja niður
vaxtabótakerfið
Ingólfur H. Ingólfsson,
félagsfræðingur
kerfi gefur enga möguleika á því
að gera áætlanir fram í tímann
vegna þess að allt er tengt verðbólg-
unni og enginn veit hvernig hún
verður. “
Sjóðurinn Blind
börn á íslandi
Sjóðurinn Blind börn á íslandi veitir styrki
til blindra og sjónskertra barna á íslandi
allt aö 16 ára aldri.
Úthlutað verður styrkjum úr sjóðnum á
fyrsta vetrardag sem er 21.október næst-
komandi.
Umsóknir um styrki þurfa að hafa borist
eigi síöar en 20.október 2006.
Umsóknir skal senda til Blindrafélagsins,
Hamrahlíð 17, skulu vera skriflegar og
þeim fylgja kostnaóaráætlun vegna þess
sem sótt er um.
Úttekt KPMG á fjármálum borgarinnar:
90 milljörðum fátækari
Peningaleg staða borgarinnar
hefur versnað um tæpa 90 millj-
arða síðustu 12 árin og áætlanir um
hagræðingu hafa ekki náð fram
að ganga. Þriggja ára fjárhagsáætl-
anir hafa ekki staðist síðustu fögur
árin. Tekjur aðalsjóðs borgarinnar
hafa aldrei dugað fyrir almennum
rekstrargjöldum.
Niðurstöður úttektar KPMG á fjjár-
hagsstöðu Reykjavíkurborgar sem
borgarráð hafði falið fyrirtækinu að
gera voru kynntar í gær.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmssonborgar-
stjóri segir að tölurnar tali sínu máli.
„Þetta er áfellidómur yfir fjármála-
stjórn síðasta meirihluta. Eytt hefur
verið um efni fram árum saman,
skuldum safnað og þar með gengið
á eignir borgarbúa," segir Vilhjálmur
og bætir því við að nú bíði nýs meiri-
hluta að snúa þróuninni við.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrr-
verandi borgarstjóri, segir að verið sé
að snúa út úr tölum og talar hún um
Fjármálin oft höfuðverkur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,borgarstjóri og Björn
Ingi Hrafnsson, forseti borgarráðs, kynntu niðurstöður KPMG. BlaDiD/Frlkki
pólitíska orðaleiki. „Besti mælikvarð-
inn á fjármálastjórn er álit markaðar-
ins og borginni bjóðast lægstu vextir
á honum." Hún segir að bera verði
saman sambærilega hluti. „Berum
saman fjárlög og útkomu. Þegar
það er gert þá standast áætlanir
borgarinnar.“