blaðið - 06.10.2006, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006
blaðiö
UTAN ÚR HEIMI
IL
BRETLAND S|
Múslíma meinað að gæta sendiráðs
Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa leyst lögreglumann,
sem er múslími, frá þeirri skyldu að standa vörð um
ísraelska sendiráðið í London. Hann sinnir öðrum
verkefnum. Ákvörðunin var tekin í öryggisskyni en
maðurinn hafði mótmælt hernaði Israela í Líbanon.
Öryggisgæsla hert
Öryggisgæsla við höfuðstöðvar Sameinuðu
þjóðanna (SÞ) í Evrópu í Genfarborg í Sviss hefur
verið hert til muna þar sem yfirvöld segja hugs-
anlegt að ráðist verði á skrifstofurnar. Um 1.600
vinna á skrifstofu SÞ í borginni.
Nýr forsætisráðherra í Svíþjóð:
Reinfeldt tekinn við
Fredrik Reinfeldt, formaður
Hægri flokksins, tók við embætti
forsætisráðherra Svíþjóðar í gær.
Sænska þingið samþykkti Reinfeldt
sem nýjan forsætisráðherra með 175
atkvæðum gegn 169.
„Mikil ábyrgð fylgir forsætisráð-
herraembættinu og tilfinningin er
að vissu leyti óraunveruleg,“ sagði
Reinfeldt, sem er 41 árs og yngsti
forsætisráðherra landsins frá árinu
1926. Hann tekur við embættinu af
Göran Persson, formanni Jafnaðar-
mannaflokksins, sem hefur gegnt
embættinu í tíu ár.
Reinfeldt mun birta ráðherralista
sinn og flytja stefnuræðu nýrrar
ríkisstjórnar í þinginu í dag. Að
nýrri ríkisstjórn Svíþjóðar standa
Hægri flokkurinn, Miðflokkurinn,
Þjóðarflokkurinn og Kristilegir
demókratar, en flokkarnir mynd-
uðu með sér kosningabandalag í að-
draganda þingkosninganna þann
17. september síðastliðinn, þar sem
bandalag borgaraflokkanna hafði
nauman sigur.
Hllllllll 2jjj-40%afsl
Grensásvegi s:5686668
Skútuvogi 16 s:5680020 - Akureyri s:4612540 - www.dyrarikid.is
Vextir hækkaðir
Stjórn evróþska seðlabankans ákvað á fundi sínum í gær
að hækka stýrivexti um 0,25 prósent og eru stýrivextir því
komnir í 3,25 prósent á evrusvæðinu. Seðlabankinn hefur
hækkað vexti fimm sinnum siðan í desember. Ýmis merki
eru um aukinn hagvöxt í stærstu hagkerfum evrusvæðisins.
Ragnar Aðalstelnsson:
Nefnd sem
gagnast ekki
■ Óttast að vinna nefndar um öryggismál skili litlu
Ragnari Aðalsteinssyni hæstarétt-
arlögmanni finnst ólíklegt að niður-
stöður nefndarinnar sem ætlað er
að fjalla um aðgang að opinberum
gögnum um öryggismál á árunum
1945 til 1991 komi að miklu gagni.
Hann segir mikilvægast að almenn-
ingur og fjölmiðlar fái að kynna
sér málið. Frumvarp um rétt nefnd-
arinnar til aðgangs að gögnunum
hefur verið samþykkt á Alþingi.
„Mér finnst nefndina skorta nægi-
Iegt sjálfstæði," segir Ragnar. Hann
bendir einnig á að nefndinni sé
ætlað að gera tillögur um aðgang
fræðimanna að gögnunum. „Þeir
eiga sem sagt ekki að fjalla um að-
gang almennings. Fjölmiðlar eiga
ekki að fá aðgang að þessu heldur að-
eins einhverjir valdir menn.“ Ragnar
segir að sífellt sé verið að hamra á
því í lögunum að nauðsynlegt sé að
vernda persónur þeirra sem njósn-
irnar beindust að. „En þetta er auð-
vitað bara yfirvarp." Hann segir að
starf nefndarinnar hafi engin áhrif
Hefðuáttað
fylgja fordæmi
Norðmanna
Ragnar Aðalsteinsson,
hæstaréttarlögmaður
á málarekstur hans en Ragnar hefur
krafist aðgangs að þeim gögnum
sem Guðni Th. Jóhannesson fékk að-
gang að á sínum tíma.
Aðspurður hvernig yfirvöld hefðu
frekar átt að standa að þessu máli
segir Ragnar að fara hefði átt að for-
dæmi Norðmanna þegar þeir gerðu
upp svipuð mál. „Þar var formaður
nefndarinnar til dæmis lögmaður
sem var algörlega óháður stjórn-
völdum. Hún skrifaði síðan ítarlega
skýrslu um rannsóknina sem var
síðan gefin út og gerð öllum almenn-
ingi aðgengileg. Hlutverkþessarar ís-
lensku nefndar er mjög takmarkað
og mun þar af leiðandi ekki verða að
miklu gagni.“
Opnunartimi:
Virka daga 16-22
Um helgar 12-22
Hækkaðu þig
upp um einn
PRPINOS
Núpalind 1
Kópavogi
Hverafold 1-5
Grafarvogi
Reykjavikurvegi 62
Hafnarfirði