blaðið - 06.10.2006, Síða 24

blaðið - 06.10.2006, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 biadið Snilli er eitt prósent hugvit, níutíu og níu prosent strit. ThomasAlva Edison Afmælisborn dagsms JENNY LIND SÖNGKONA (SÆNSKI NÆTURGALINN), 1820 THOR HEYERDAHL MANNFRÆÐINGUR, 1914 kolbrun@bladid.net Prinsessa fagnar afmæli Út er komin hjá Bjarti bókin Afmæli prinsessunnar Fyrir tveimur árum kom út bókin Svona gera prinsessur. Sú bók naut gífurlegra vin- sælda hér sem annars staðar. Nú hefur Per Gustavsson skrifað nýja bók um hina harð- skeyttu prinsessu. Prinsessan fagnar af- mæli sínu og prinsessuafmæli eru engin venjuleg afmæli. Prinsessuaf- mæli krefjast mikillar skipu- lagningar, ekki síst ef maður á enn eftir að þrífa eftir síðustu afmælisveislu! Þegar prinsessur eiga afmæli fara þær snemma á fætur. Það þarf að þrífa stóra veislusalinn, skoða í veislukassann, skreyta tertur og smákökur. Þvf þannig gera prinsessur. Þetta er önnur bókin um prins- essuna sem berst við dreka og bjargar prinsum, ef þannig liggur á henni. Fall Berlínar Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Fall Berlínar 1945 eftir hinn heimsþekkta sagn- fræðing Antony Beevor. Bókin fjallar um hrikaleg lok síðari heimsstyrjaldarinnar og örlög þúsund ára ríkis Hitlers. Hér er gangi im rásarinnar Þýskaland úr austri lýst af nær- færni og einstakri list og þeim mannlegu örlögum og hörm- ungum sem hún hafði í för með sér. Bókin er 422 blaðsíður að stærð. Antony Beevor verður á (slandi í byrjun næstu viku, í tilefni af útgáfu bókarinnar, og mun þá meðal annars halda hádeg- isfyrirlestur í boði Sagnfræð- ingafélags (slands í Hátíðarsal Háskóla íslands næstkomandi þriðjudag. Fyrirlesturinn hefst stundvíslega klukkan 12:05 og eru allir áhugamenn um mann- kynssöguna hvattir til að mæta. Laufey Helgadóttir og Halldór Björn Runólfsson. Hafa valið á annað hundrað verk eftir 56 listamenn á sýningu sem verður opnuð í Listasafni Islands á morgun. Mynd/Frikki Málverkið í hnotskurn æstkomandi laugar- dag verður opnuð í Listasafni Islands sýn- ingin Málverkið eftir 1980. Á sýningunni eru um annað hundrað verk eftir 56 listamenn. Sýningarstjóri er Laufey Helgadóttir listfræðingur og aðstoð- arsýningarstjóri er Halldór Björn Runólfsson. „Það er aldrei létt að velja verk á sýningu. Þettavar mikillbarningur og kostaði harmkvæli því við höfð- um ekki mikið pláss en sýningin er þó í öllum sölum Listasafnsins og við reyndum að gefa hverjum sal sinn karakter,” segir Halldór Björn. Haftaleysi „Þetta er sýning sem sýnir þróun- ina í málverkinu frá 1980 til dags- ins í dag með nýja málverkið sem útgangspunkt þannig að þarnasést málverkið í hnotskurn,” segir Lauf- ey. Hún segir að nauðsynlegt sé að tengja nýja málverkið á íslandi við það sem gerist erlendis á sama tíma. „Þar bar nýja málverkið ýmiskonar nöfn og stíllinn sem listamennirnir notuðu var mismunandi. íslenskir listamenn fóru sumir til náms til Bandaríkjanna, aðrir til Þýskalands og nokkrir til Frakk- lands og Ítalíu. Þeir komu heim með áhrif frá þvi sem þeir höfðu lært er- lendis og allt blandaðist þetta hér í einum potti. Það varð ákveðin sprenging og frelsið og haftaleysið smitaði út frá sér til yngri kynslóð- arinnar sem fannst hún geta losað málverkið úr ákveðnum böndum. Nýja málverkið sprakk síðan út með Gullströndin andar, sem var myndlistarsýning sem var haldin árið 1983 í JL-húsinu við Hring- braut 119. Sumir listamenn segja að sú sýning hafi verið hápunktur nýja málverksins á íslandi.” Frelsisbomba „Það er langt í frá að nýja mál- verkið sé einn stíll,” segir Halldór Björn þegar hann er spurður hvað einkenni íslenska málverkið eftir 1980. „Til að byrja með var mikill hamagangur, allt var leyfilegt og menn máluðu af hjartans list og stundum alveg fyrirhyggjulaust en eftir 1985 fóru menn að draga í land og vanda sig við frágang og snurfusa verkin. Stílrænt séð má koma auga á expressjónisma og jafnvel súrrealisma en það er mjög erfitt að segja að einn stíll sé allsráð- andi. Þessi stefna helst í hendur við hinn fræga póstmódernisma. Það var greinilegt að á árunum 1975- 1980 kom mikil kreppa í vestræna hugsun. Mönnum fannst þeir ekki geta haldið áfram að gera nýjungar. Menn fóru að horfa til fortíðar og notuðu listasöguna eftir eigin höfði og losuðu málverkið úr ákveðnum böndum. Allt var leyfilegt og þessi stefna var viss frelsisbomba.” Þegar þau eru spurð hvernig þau hafi valið verk á sýninguna segir Laufey: „Við skoðuðum feril listamannanna, reyndum að velja verk sem væru dæmigerð fyrir lista- mennina, en hefðu ekki verið sýnd oft áður. Stundum fengum við ekki verkin sem við vildum, sumt var búið að eyðileggja, sumt búið að brenna, öðru var búið að henda og sumt var búið að mála yfir. Á sýn- ingunni er ekki mikið af verkum úr eigu safnsins og mörg verkanna koma frá listamönnunum sjálfum eða úr einkaeign. Ég held að þetta sé sýning sem eigi eftir að koma á óvart.“ Jane Eyre gefin út Á þessum degi árið 1847 kom út í Bretlandi skáldsagan Jane Eyre. Höf- undur notaði dulnefnið Currer Bell. Bókin naut strax mikilla vinsælda en þar segir frá baráttu munaðar- lausrar stúlku sem býr ekki yfir feg- urð en hefur gnægð af gáfum. Hún verður kennslukona á heimili hins dularfulla Rochesters sem virðist hafa sitthvað að fela. Höfundur bókarinnar var prests- dóttirin Charlotte Bronte og nokkr- um mánuðum eftir að hún gaf út bók sína sendu systur hennar, Em- ily og Anne, frá sér skáldsögurnar Wuthering Heights og Agnes Grey. Innan tveggja ára voru Emily og Anne látnar. Fimm árum seinna lést Charlotte af barnsförum, tæpu ári eftir að hafa gengið í hjónaband.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.