blaðið - 06.10.2006, Side 26

blaðið - 06.10.2006, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 x blaöiö i í dýragarði í Póllandi Þessi ungi ídýragarði ÍPóllandi varð þess heiðurs aðnjótandi í sumar að fá heimsókn frá fegurstu konu heims. Unnur á fslandi Þó að Unnur Birna hafí varið árinu að mestu leyti erlendis gaf hún sér tima öðru hvoru til að koma heim. Hér er hún i heimsókn á Barnaspítala Hringsins í des- ember í fyrra skömmu eftir að hún var krýnd ungfrú heimur. Unnur á HM Unnur Birna brá sér meðal annars á Heimsmeistaramótið í fótbolta ísumar og sést hérásamt litnkum stuðn- ingsmanni brasilíska landsliðsins. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir lifir venjulegu lífi á ný er ævintýri Stórstjömulif fegurðardrottning ar Unnur Birna Vilhjálmsdóttir segir að það hafi verið skrýtið að takast á við það stórstjörnulif sem fylgdi þvi aö vera ungfrú heimur. i-' Uti Unnur Birna V ilhj álmsdótt- ir krýndi arftaka sinn í keppninni Ungfrú heim- ur sem fram fór i Varsjá í Póllandi á laugardag. Sú sem tók við kórónunni eftirsóttu var 18 ára stúlka frá Tékklandi sem heitir Tat- ana Kucharova en alls tóku 103 stúlk- ur hvaðanæva úr heiminum þátt í keppninni að þessu sinni. Um leið lauk viðburðaríku og óvenjulegu ári í ævi fegurðardrottn- ingarinnar íslensku sem hún býr án efa að það sem hún á eftir ólifað. „Þetta var mikil lífsreynsla og mikil upplifun út af fyrir sig að ferð- ast um heiminn í hlutverki fegurð- ardrottningar," segir Unnur Birna og bætir við að þau störf sem fylgi titlinum séu mjög þörf og mikilvæg. ,Það var mikils virði fyrir mig að vita að við vorum virkilega að gera gott og hjálpa til alls staðar í heiminum," segir Unnur Birna. Hasar og stórstjörnulíf Því fylgir mikil ábyrgð og vinna að vera ungfrú heimur, að ekki sé talað um öll ferðalögin. „Vinnan fólst í því að ég ferðaðist í raun og veru allt árið og fór úr einni heimsálfu í aðra. 1 hverju landi sem ég heimsótti unnum við með mis- munandi góðgerðasamtökum sem stóðu fyrir alls kyns fjársöfnunum. Ég kom á svæðið og aðstoðaði þau við fjársöfnunina og sýndi þar með stuðning minn í verki," segir Unnur Birna og bætir við að hún hafi hlotið rosalega athygli bæði almennings og fjölmiðla hvert sem hún hafi farið. „Það var svolítið súrrealiskt að tak- ast á við það. Ég hélt að það myndi venjast en það er alltaf skrýtið að upplifa þetta. Það voru kannski tugir þúsunda manna komnir til að taka á móti manni á flugvellinum, bara til þess að sjá mann rétt i svip stíga út úr flugvélinni og svo beint inn í bil. Maður fékk að upplifa svolítinn hasar í kringum þetta og eins konar stórstjörnulíf,“ segir Unnur Birna. Átti ekki von á að vinna Hlutverk fegurðardrottningar er vandasamt og engin leið að undirbúa sig til fullnustu fyrir það. Sjálf segist Unnur Birna í raun og veru ekki hafa gert sér grein fyrir hverju hún ætti von á þegar hún lagðí út í þetta ævin- týri í upphafi. „Ég átti nú í fyrsta lagi ekki von á að vinna þessa keppni og var því ekk- ert komin svona langt í huganum. Ég tók bara hverja og eina ferð fyrir sig og gerði mitt besta og reyndi að skila þeirri vinnu sem ætlast var til af mér. Þó að þetta hafi oft verið alve g hörkupúl þá átti maður alveg æðis- leg augnablik líka sem maður á eftir að eiga í minningunni það sem eftir er,“ segir hún. Á þessu ári ferðaðist Unnur Birna til um 20 landa í nokkrum heims- álfum, aðallega í Asíu og Evrópu en einnig fór hún til Bandaríkjanna og Brasilíu. „Maður fékk að sjá fal- legustu staðina í hverju landi fyrir sig. Ég fékk að sjá æðislega hella, garða og lokaða staði sem maður hefði ekki gert sem venjulegur ferðamaður.“ Viðtökur mismunandi eftir löndum Að sögn Unnarvoru viðtökur fólks nokkuð mismunandi eftir því hvert hún fer. „Evrópubúar voru tiltölu- lega rólegir yfir þessu en þótti þetta samt sem áður spennandi. I Asíu var þettabara toppurinn á tilverunni og maður var nánast í guða tölu hvert sem maður fór,“ segir Unnur Birna og hlær að tilhugsuninni. Á þessu ári var Unnur Birna nán- ast stanslaust á ferðalagi erlendis og lítið var um frí. Hún segist öðru fremur hafa lært að temja sér sjálf- saga á þessum tíma enda sé það nauð- synlegt til að standa í þessu. „Maður hefur líka lært af því að hafa svona mikil samskipti við fólk á ólíkum stöðum. Þetta var mikill skóli lífs- ins og á hiklaust eftir að nýtast mér í framtíðinni,“ segir Unnur Birna. Búin að fá ýmis tilboð Fegurðardrottningar njóta gjarnan góðs af allri þeirri athygli sem þær fá og oftar en ekki bjóðast þeim góðir samningar í fyrirsætu- bransanum eða fjölmiðlum eftir að þær leggja veldissprotann á hill- una eða krýna arftaka sinn. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir er engin und- antekning þar á. Hún segist hafa fengið nóg af til- boðum eftir árið, meðal annars um störf í fyrirsætuheiminum, skemmt- anaiðnaðinum og í sjónvarpi. Ljóst er að Unnur Birna myndi sóma sér vel á skjánum enda hefur hún nú þegar nokkra reynslu á því sviði. Áður en hún var krýnd ung- frú heimur var hún um tíma umsjón- armaður sjónvarpsþáttar hér heima og einnig var hún fengin til að taka að sér hlutverk kynnis í sérstökum kynningarþáttum fyrir Miss World- keppnina í síðasta mánuði. Ógerningur reynist þó að fá upp úr fegurðardrottningunni hvers konar tilboð hún hefur fengið enda telur hún of snemmt að tjá sig um þau að svo stöddu. „Það er ýmislegt í bígerð en það er allt svo mikið leyndarmál í þessum bransa að ég get ekkert gefið upp með það,“ segir Unnur Birna sposk. Brosir hringinn Þó að árið sem ungfrú heimur hafi verið viðburðaríkt og skemmti- legt segir Unnur Birna að hún hafi verið búin að fá sinn skammt og hún myndi ekki treysta sér til að endur- taka leikinn. Það er því á vissan hátt mikill léttir fyrir hana að árinu skuli vera lokið og hún geti snúið sér aftur að hinu venjulega lífi. „Ég held að ég sé búin að vera bros- andi hringinn frá því að ég gekk út af sviðinu á laugardagskvöld eftir að ég var búin að losa mig við kór- ónuna,“ segir hún og hlær. „Ég hefði alls ekki viljað missa af þessu en þetta er orðið gott. Ég sé alls ekki eftir að hafa farið út í þetta.“ Unnur Birna er nú sest aftur á skólabekk en hún stundar laganám við Háskólann í Reykjavík. „Það er svolítið spennufall nú þegar þetta er búið en mér finnst það ofsal- ega ljúft og frábært að vera komin heim og geta skipulagt líf mitt sjálf,“ segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir að lokum. einar.jonsson@bladid.net \

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.