blaðið

Ulloq

blaðið - 06.10.2006, Qupperneq 38

blaðið - 06.10.2006, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 blaðið Helgarferðir Um helgar er tilvaliö að breyta aðeins til og þá er um að gera að skella sér í helgarferð. Stórborgir heimsins hafa upp á svo óendanlega margt að bjóða og hvað er betra en eyða þremur dögum í verslunum og á veitingastöðum í góðum félagsskap? Hlýtt og gott Nú er farið að kólna og þá er um að gera að kíkja í verslanir bæjarins og finna sér hlýjan og góðan fatnað. Góð peysa, vettlingar og trefill er eitthvað sem allir þurfa að eiga svo að þeir verði ekki úti í vetur. Draumahelgin er ferð til Indlands Pórdís Björnsdóttir sendi á dögunum frá sér Ijóðabókina Vera og Linus með Jesse Ball Hvað ætlar þú að gera um helgina? Ég er að hugsa um að skella mér á kvikmyndahátíð og sjá einhverja góða mynd en annars hef ég ekkert plan- að hvaða mynd það ætti að vera. Mig langaði mjög mik- ið til þess að sjá Rússnesku örkina en það var víst síð- asti dagurinn í gær til að sjá hana þannig að ég næ því víst ekki. Annars er ég ekki búin að sjá neinar myndir á hátíðinni þannig að nú verð ég að drífa mig og finna einhverja áhugaverða mynd til að fara á. Hvernig eyðir þú yfirleitt helgunum þínum? Týpísk helgi hjá mér er voðalega misjöfn. Ég fer oft út að borða en það er misjafnt hvert ég fer, það fer bara eftir því hvers konar mat mig langar í og hvern- ig stemningin er. En svo er ég mjög mikið heima að drekka te og lesa og skrifa og fæ mér kannski smá viskí og hef það huggulegt og fæ þá jafnvel vini í heim- sókn. V__________________________________________________ Hvernig er draumahelgin þín? Ef ég gæti gert hvað sem er þá held ég að ég myndi vilja fara til Indlands og vera þar í sveitinni en ekki í borgun- um. Það er að vísu enginn sérstakur staður sem ég hef í huga þar sem ég veit ekki nógu mikið um landið. Ég þekki þó manneskju sem er í sveit á Indlandi og það er víst alveg æðislegt. Mælir þú með einhverju sérstöku um helgar? Það er svo margt sem hægt er að gera. En ætli ég mæli ekki með því að fólk fari í fjöruferð og taki með sér nesti. Það geri ég stundum yfir daginn um helgar. Svo á kvöldin þá finnst mér yfirleitt bara voðalega gott að vera heima í rólegheitum með kerti og bók. Maður end- urnærist svo mikið á því að vera í rólegheitum. Annars held ég að það sé misjafnt hvað fólk ætti að nota tím- ann í. Það fer bara eftir aðstæðum, hvað er að gerast hverju sinni og svoleiðis. Myndir þú klæðast þessu? ÞVERRÖNDÓTT Þær Joy Bryant, Heather Graham og Sotia Coppola hafa greínilega ekki hlustað á tískulöggurnar og alla þá sem predika það að maður eigi ekki að klæðast þverröndóttu frá toppi til táar. Myndir þú fara út í svona kjól? BLÓMARÓSIR Ofurskvísurnar Kate Beckinsale, Sienna Miller og Diane Kruger mega vart á sig blómum bæta á meðan þær klæðast þessum kjólum. Og spurningin er kannski, eiga blómin frekar heima í vasa á stofuborð- inu en framan á barmi þessara blómarósa? HLÉBARÐAMUNSTUR Það liggur við að maður verði hræddur þegar maður sér þær Kylíe Minogue, Nicky Hilton og Ditu Von Teese i þessum kjólum! Hlébarðamunstur eru heit um þessar mundir en er þetta ekki einum of? SLAUFAUM HALSINN „Tískutröllið" Kelly Osbourne, Zooey Des- chanel og Aisha Tyier eru greinilega mikið fyrir það að binda slaufur um hálsinn á sér, hvort sem það er við boli eða stutta kjóla. Sitt sýnist hverjum um það hvort þetta komi vei út en spurningin er, myndir þú ná þér í svarta slaufu í skápnum hjá afa þínum og skella henni um hálsinn á þér? Brad og Jolie vilja fleiri börn Brad Pitt og Angelina Jolie hafa hug á að stækka fjölskylduna sína á næsta ári og vilja ættleiða þrjú börn til viöbótar en fyrir eiga þau börnin Maddox, Zahöru og Shilou Nouvel sem fæddist í maí. Brad segist ekkert vera að grínast með þetta þar sem hann stefni á að geta haldið úti heilu fótboltaliði innan fjölskyldunnar og langar að keppa með fjölskyldunni á heimsmeistara- mótinu í knattspyrnu.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.