blaðið - 11.10.2006, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006
blaöið
UTAN UR HEIMI
Viljja slíta efnahagstengsl við Dani
Mikill meirihluti þingmanna í íranska þinginu
hvatti í gær Mahmoud Ahmadinejad forseta til
að slíta öll viðskiptatengsl við Dani sökum þess
hve iðnir þeir eru við að vanvirða spámanninn
Múhameð.
Dæmd fyrir kynlíf í mosku
Kenískt par sem var staðið að verki við kynlífsat-
hafnir í mosku hefur verið dæmt í átján mánaða
fangelsi. Dómarinn sagði athæfið svivirðilega
móðgun við íslam, sérstaklega í helgum mánuði
múslíma. Hvorki maðurinn né konan eru múslíma
Bandaríkjamenn skortir sýn
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir Bandaríkjamenn skorta bæði sýn
og vilja til að koma á varanlegum friði fyrir botni Miðjarðarhafs. í viðtali
við breska ríkisútvarpið sagði forsetinn að Sýrlendingar væru reiðubúnir
til friðarviðræðna við ísraela en þörf væri á aðkomu þriðja aðila. Hann
teldi bandarísk stjórnvöld ekki reiðubúin að gegna því hlutverki.
Flugslys í Stord suður af Bergen í Noregi:
Náðu ekki að hemla
Lögreglan:
Afbrotum
fækkar
Afbrotum sem varða við
hegningarlög hefur fækkað um
13 prósent í Hafnarfirði síðan
árið 2000 samkvæmt bráða-
birgðaskýrslu lögreglunnar í
Hafnarfirði. Síðan á síðasta ári
hefur innbrotum þó fjölgað
lítillega og það sama á við um
þjófnaði. Þá hefur hraðakstur
aukist nokkuð en á siðasta ári
voru hraðakstursmálin 1.563 á
meðan þau eru 1603 það sem
af er þessu ári. Árið 2000 voru
þau 1489. Að sama skapi hefur
umferðarslysum fjölgað um 16
prósent síðan árið 2002.
Mesta athygli vekur að fíkni-
efnamál nær þrefaldast síðan
árið 2000 en það ár voru þau 62
á meðan þau eru 192 alls í ár.
Þrír létust þegar flugvél rann út
af flugbraut við lendingu á eyj-
unni Stord, suður af Bergen, i gær-
morgun. f vélinni voru tólf starfs-
menn norsks gasvinnslufyrirtækis
á svæðinu og fjögurra manna áhöfn.
Vélin var á leiðinni frá Stafangri til
Molde, en var að millilenda á Stord.
Talið er að flugmennirnir hafi ekki
náð að hemla í tæka tíð fyrir lend-
ingu. Við lendingu heyrðust miklir
hvellir og gaus mikill eldur upp í
vélinni auk þess sem mikill reyk-
mökkur steig til himins. Fjölmennt
Brotlenti Björgunarlið kom fljótt á
vettvang og leitaði mannanna.
björgunarlið kom fljótt á vettvang
og hófst leit að þremur sem saknað
var. Leitað var að þeim bæði á
landi og sjó og fundust líkin fáum
klukkustundum síðar.
Flugvélin var af gerðinni British
Aerospace 146 og tekur 89 farþega.
Hún var í eigu færeyska flugfé-
lagsins Atlantsflog, en flugfélagið
hefur áður lent í vanda með vélar
sínar af sömu gerð.
í síðasta mánuði kom það
tvisvar fyrir að vélarnar þurftu
að nauðlenda á Fleslands-flugvelli
í Bergen eftir að bilun kom upp í
lendingarbúnaði.
írak:
Myrtu bróður
varaforseta
Vígamenn klæddir í einkenn-
isbúninga lögreglumanna myrtu
Amir al-Hashimi, herforingja í
íraska hernum og bróður vara-
forsetans, Tariq al-Hashimi, í
Bagdad. Vígamennirnir komu á
tíu lögreglubílum og réðust inn á
heimili herforingjans og myrtu
hann og rændu syni hans. Her-
foringinn var einnig hernaðar-
ráðgjafi núverandi ríkisstjórnar.
Bróðir fórnarlambsins er einn
af leiðtogum stærstu fylkingar
súnníta á íraska þinginu. Fyrr á
þessu ári myrtu vígamenn aðra
ættmenn hans í árás.
Átökin á milli trúarhópa í
írak fara harðnandi með degi
hverjum. Samkvæmt tölum
frá Sameinuðu þjóðunum falla
að meðaltali hundrað manns í
árásum í landinu á degi hverjum.