blaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 9
blaðið
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 9
Yfirlæknir á Sogni vill betri eftirmeðferðarúrræði:
Geðfatlaðir á götunni
„Það er stundum talsvert áhyggju-
efni að finna viðeigandi búsetu fyrir
sjúklinga sem fara héðan,“ segir
Magnús Skúlason, yfirlæknir á rétt-
argeðdeildinni Sogni í Árborg, en
hann telur að það þurfi fleiri eftir-
meðferðarúrræði fyrir geðsjúka.
Fyrir helgi losnaði maður af Sogni
sem er ákærður fyrir hrottalega
líkamsárás en hann býr núna hjá
móður sinni og þarf að láta vita af
sér einu sinni á dag, annars er ekki
virkt eftirlit með honum þó að hann
sé í umsjá Sogns. Hann hefur þegar
sent konu, sem hefur áður fengið
nálgunarbann á hann, afmæliskort
Stundum eru
starfsmenn í því
að heimsækja
sjúklinga
Magnús Skúlason,
yfirlæknlr á Sogni
og blóm. „Stundum eru starfsmenn
í því að heimsækja sjúklinga og
reyndar eru alltaf einhver eftirmeð-
ferðarúrræði í dómum sem kveðnir
eru upp þegar fólk losnar af deild-
inni,“ segir Magnús sem vill sjá
fleiri sambýli fyrir geðfatlaða þar
sem er sólarhringsgæsla og aðbún-
Þarna er neyðin
mest og það
þarfað bregðast
skjótt við
Sigursteinn Másson,
formaður Geðhjálpar
aður góður. Slík sambýli eru þegar
til staðar í landinu en ljóst er að það
þarf fleiri.
„Helst vildi ég sjá þau hér í grennd-
inni og það getur líka verið gott
fyrir geðfatlaða að sleppa við skark-
alann og hraðann í borginni,“ segir
Magnús.
Vill eftirmeðferðarúrræði
Sárlega vantar húsnæði og
úrræði fyrir geðfatlaða eftir
að þeir koma af Sogni að
mati Magnúsar Skúiasonar,
yfirlæknis á Sogni.
„Sigursteinn Másson, formaður
Geðhjálpar, segir dæmi um að þrír
til fjórir búi saman í íbúð og bætir
við að sennilega búi um 170 annars
vegar á stofnunum og hins vegar við
óviðunandi aðstæður.
„Þarna er neyðin mest og það þarf
að bregðast skjótt við.“ Hann vonar
að þau verkefni sem félagsmálaráðu-
neytið kynnti á mánudag skili sér
í fleiri sambýlum fyrir geðfatlaða.
fsland sé talsvert á eftir öðrum nor-
rænum ríkjum varðandi aðbúnað
geðfatlaðra. Því verði að breyta.
Rússland:
Reka fólk
til Georgíu
Rússnesk stjórnvöld héldu
áfram að vísa Georgíumönnum
úr landi í gær. Senda átti 119
manns aftur til Georgíu eftir
að rússneskir dómstólar höfðu
kveðið upp úrskurð um að þeir
hefðu ekki dvalarleyfi.
Á mánudag átti að senda um
270 manns aftur til síns heima
en hætta varð við þá fyrirætlan
þar sem stjórnvöld í Georgíu
veittu flugvélinni ekki lending-
arleyfi. Mikhail Saakashvili,
forseti Georgíu, sagði ástæðuna
þá að stjórnvöld gætu ekki
liðið að farið væri með fólkið
eins og klaufdýr en flugvélin
sem átti að nota til fararinnar
er fraktflutningavél. Nota átti
venjulega farþegaflugvél til far-
arinnar í gær.
Frakkland:
Banna reyk-
ingar í febrúar
Dominique de Villepin, for-
sætisráðherra Frakklands, hefur
lýst því yfir að reykingabann
taki gildi í landinu næstkom-
andi febrúar. Bannað verður að
nota tóbak á opinberum stöðum
eins og lestarstöðvum og í
háskólum og að ári liðnu mun
bannið einnig ná yfir öldurhús,
næturklúbba og veitingahús.
Talið er að um tólf milljón
Frakkar reyki að staðaldri og
hátt í sjötíu þúsund látast vegna
sjúkdóma sem eru raktir til reyk-
inga á ári hverju.
Leiðtogafundurinn
íHöfða
20 ára afmælisdagskrá
Upphaf endaloka kalda stríðsins eru rakin til fundar Ronald Reagan, fyrrum
Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbachev, fyrrum aðalritara sovéska
Kommúnistaflokksins, í Höfða 11. og 12. október 1986.
í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá þessum merka viðburði standa Reykjavíkurborg,
Háskóli íslands og lcelandair fyrir fjölbreyttri dagskrá um Höfðafundinn og áhrif
hans á alþjóðastjórnmál og friðarmál í heiminum.
Meðal dagskrárliða má nefna:
Þriðjudagur 10. okt.
kl. 17.00 Leifttogafundurlnn f Reykjavík 1986.
Opnun Ijósmyndasýningar í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Sýning verður opin almenningi frá og með miðvikudeginum 11. október.
Miðvikudagur 11. okt.
Leiðtogafundurinn í Reykjavík 1986 -
Ijósmyndasýníng f Ráðhúsi Reykjavíkur.
kl. 20.00 Áhrif leiötogafundarins á íslenska blaöa- og
fréttamennsku.
Málþing Blaðamannafélags íslands í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Fimmtudagur 12. okt.
kl. 17.00 Fyrirlestur Mikhail Gorbachev f Háskólabfói.
Miðasala í síma 511 2255.
Föstudagur 13. okt.
kl. 13.30 Áhrif leiötogafundarins í Höföa áriö 1986 á lok kaida
stríösins.
Ný skjöl um fundinn úr bandarískum og rússneskum ríkisskjalasöfnum.
Málþing í samstarfi við Háskóla íslands og lcelandair, í Tjarnarsal
Ráðhússins.
Föstudagur 13. okt.
Höföi til sýnis fyrir almenning frá klukkan 13.30 - 17.00
Sunnudagur 15. okt.
Höföi til sýnis fyrir almenning frá klukkan 13.30 - 17.00
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Reykjavíkurborg
WWW.ICELANDAlR.tS