blaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006
blaöið
UTAN ÚR HEIMI
INDLAND
Lög gegn barnavinnu
Indversk stjórnvöld hafa samþykkt lög sem
meina atvinnurekendum að ráða börn undir
fjótán ára í vinnu á veitingastöðum, hótelum og
í þjónustustörf í heimahúsum. Þeir sem brjóta
lögin geta átt von á tveggja ára fangelsi.
Herlögum verður aflétt
Ríkisstjórn herforingjastjórnarinnar í Taílandi
ætlar fljótlega að aflétta herlögum sem tóku
gildi í kjölfar valdaráns hersins. Stjórnin sætir
miklum þrýstingi frá alþjóðasamfélaginu um að
afnema bann á fjölmiðlafrelsi og fundarfrelsi.
Alvarlegur offitufaraldur
I skýrslu breskra heilbrigðisyfirvalda kemur fram að hlutfall offitusjúklinga á
Englandi er það hæsta í Evróþu. Ef ekkert verður að gert spá skýrsluhöfundar
að 13 milljónir muni eiga við offituvandamál að stríða í lok þessa áratugar.
Fram kemur í skýrslunni að ástandið er mismunandi eftir landshlutum en íbúar
norðurhluta landsins eru feitastir og lifa skemur en aðrir íbúar landsins.
„Ég hlakka til að takast á við
skemmtileg og krefjandi störfá
þessu sviði. Ég gef NTV skólanum
og kennurum hans toppeinkunn!
Að námskeiði loknu á nemandi að geta séð um rekstur
minni eða meðalstórra tölvuneta. Námið undirbýr
nemendur fyrir próf sem gefur gráðuna:
- MCP / Microsoft Certified Professional -
Meðal efnis námskeiðsins er:
Uppsetningar og uppfærslur í Windows XP, Sjálfvirkar uppsetningar
Meöferð vélbúnaðar og rekla, Umsjón með notendum og notendahópum
Umsjón með skráarkerfinu og kvótaúthlutun, Aðgangsstýringar í skráar-
kerfinu og samnýting gagna , Uppsetning prentara og samnýting þeirra
Afritatökur og endurheimt gagna, Stillingar XP við notkun í netkerfum
Skipulaggning TCP/IP netkerfa og villuleit, DHCP og DNS í Win 2003
Active Directory í Win 2003
Nokkur sæti laus á kvöldnámskeið sem byrjar 23. okt.
Mán. og mið. 18-22 og lau. 8:30-12:30
Byrjar 23. okt. og lýkur 2. des.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS
MCP
MirRosorr crRnnrn PRórtssio\Ai
VIÐURKENND ÞEKKÍNG
VEGUR ÞUNGT
í FERILSKRÁNNI!
Grétar Gíslason Microsaft
- Kerfisfræðingur NTV
Ákærðirfyrir stórfellt
smygl Litháarnir Sarun-
as Budvytis og Virunas
Kavalciukas neita sök
um að hafa flutt inn tæp
tólf kíló af amfetamini.
Ákærðir fyrir að smygla 11 kílóum af amfetamíni:
Litháarnir neita sök
Óttast um líf sitt ■ Þrjá mánuði í gæsluvarðhaldi
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
Litháarnir Sarunas Budvy tis og Vir-
unas Kavalciukas neituðu sök við
þingfestingu Héraðsdóms Reykja-
víkur í gær en þeir eru ákærðir fyrir
að smygla rétt tæpum 12 kílóum af
amfetamíni til íslands.
Mennirnir tveir voru teknir 6.
júlí síðastliðinn þegar þeir komu
með Norrænu á fólksbifreið. Við
leit tollgæslunnar fundust fíkni-
efnin og mennirnir voru umsvifa-
laust hnepptir i gæsluvarðhald sem
þeir eru enn í.
Við yfirheyrslur sagði Virunas að
Budvytis hafi boðið honum hingað
til lands honum að kostnaðarlausu
tveimur dögum áður en lagt var af
stað. I fyrstu hélt hann því fram að
þeir væru að koma frá Englandi en
svo játaði Budvytis að þeir hefðu
komið frá Litháen.
Budvytis segist hafa fengið efnin
frá pari og átti hann að hafa sam-
band við þau þegar til íslands
kæmi, þá yrði honum sagt hver
ætti að fá efnin hér á landi. Hann
neitar að gefa upp nöfn parsins af
ótta um líf fjölskyldu sinnar sem
býr í Litháen.
Báðir mennirnir eru litháískir
rikisborgarar og eru á fertugsaldr-
inum og hafa verið í gæsluvarð-
haldi síðan þeir komu.
Ljóst er að um stórfellt smygl á
hættulegu efni er að ræða, þar að
auki er nokkuð víst að efnin áttu
að fara í dreifingu hér á landi. Am-
fetamínsmygl Litháa hefur verið
mikið í umræðunni undanfarið en
aðeins á þessu ári er búið að leggja
hald á um 70 kíló af amfetamíni
sem er meira en hefur nokkurn
tímann náðst hingað til.
Aðalmeðferð málsins verður
siðar í mánuðinum.
Þú vettir lyrir þér hvemig best er aö losna við gamla bílinn. Brimborg
kaupir hann af þér staðgreitt** veljir þú bíl á góðu uppskerutilboði Brimborgar.
Þú losnar við allt umstang við að selja og lækkar þinn kostnað.
Komdu í Brimborg. Kynntu þér hvemig þú getur fengið þér
nýjan Fond á uppskeruverði. frekarió Vý ; : ■
VWVW' fordis
Örvggur stadur til aö vera i
brimborg
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, slmi 462 2700 | www.ford.is
• Brimborg og Ford áskilja sérréötilað breyta verói og búnaði án ýiinaa oa að auki er kaupverð háö gengi. Bllasamningur er lánmeð 20% útagun og mánaðarlegum greiðslum 184 mánuði og eru háðar
breytingum á vöxtum og gengí erlendra mynta. Rekstrarleiga er miouð við mánaðarlegar greiðslur 139 mánuði sem eru háðar gengi erlendra mynta og vöxlum þeirra. Smur- og þjónustuettirlit samkvæmt ferli
framleiðanda og BrimDorgar er innifalið (leigugreíðslu ogalltað 60.000 km akstur á timabilinu. ** Staðgreítt 45 dðgum eftir atnendingu nýja bdsirrs. Nánari upplýsingar veita sðluráðgjafar Brimborgar.
Frá ítalska þinginu Stjórnendur vinsæls sjónvarpsþáttar fullyrða aö fíkniefna-
neysla sé algeng meðal ítalskra þingmanna.
Hneyksli umlykur ítalska þingið:
Þingmenn í
fíkniefnagildru
Stjórnendur ítalsks sjónvarps-
þáttar fullyrða að fíkniefnaneysla sé
almenn meðal þingmanna í landinu.
Stjórnendurþáttarins fengu fimmtíu
þingmenn neðri deildar ítalska þings-
ins í viðtal á þeirri fölsku forsendu
að viðtalsefnið væri fjárlagafrum-
varp næsta árs en raunverulegur
tilgangur viðtalanna var að láta
sminku þáttarins safna svita þeirra
svo hægt væri að prófa hvort þeir
hefðu neytt fíkniefna. Samkvæmt
niðurstöðunni höfðu sextán þing-
menn neytt annaðhvort kókains eða
kannabisefna á 36 klukkustunda
tímabili áður en viðtölin voru tekin.
Þátturinn heitir „Le Lene” eða Hý-
enurnar og snýst meðal annars um
að gera grín að eða setja þekkt fólk í
vandræðalegar aðstæður. Þátturinn
er sýndur á sjónvarpsstöðinni Italia
One, sem er í eigu fjölskyldu Silvios
Berlusconis, fyrrverandi forsætisráð-
herra landsins.
Þrátt fyrir að nöfn þingmann-
anna sem voru uppvísir að fíkniefna-
neyslu hafi ekki verið gerð opinber
hefur málið vakið miida athygli í
ítölskum fjölmiðlum. En gegnum
tíðina hafa verið miklar sögusagnir
um að fíkniefnaneysla væri algeng
meðal ítalskra þingmanna.