blaðið - 11.10.2006, Síða 24
24 I FJÁRMÁL HEIMILANNA
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 blaðiö
©
100cm
Skápar
á brautum
Hámarks nýting á plássi
Leitió
tilboóa
o:
Skjalaskápar
Læstir
fataskápar
fypir vinnustaði
og skóla
Margar stæróir og gerðir!
Gæði og gott verð!
Geymsluskápar
Isoldehf.
Nethyl 3-3a -110 Reykjavík
Sími 5353600- Fax 5673609
w w w . i s o I d . i s • w w w . h i I i I u n . i s
L
KAURA/SELIA
I SMÁAUGLÝSINGAR 5103737 blaðiöHi
Erlend lán - nema hvað?
Ég hef oft verið spurður að því
hvort það borgi sig að taka erlend
lán. Ég hef yfirleitt svarað því ját-
andi en það er ekki víst að slík lán
henti öllum. Erlend lán eru tvímæla-
laust ódýrustu lánin sem maður fær.
Vextir eru kannski 3 til 4 prósent
sem þýðir að þau bera í raun og veru
enga vexti í verðbólgu sem er um-
fram þessa vaxtaprósentu. Ég þekki
engin lán í íslenskum krónum með
neikvæða raunvexti, allra síst verð-
tryggð lán, og því á ég ekki erfitt
með að mæla með erlendum lánum.
Bankamenn vara hins vegar við
þessum lánum með þeim rökum
að það sé slæmt að vera með tekjur
í íslenskum krónum en útgjöld í
erlendri mynt. Gengi íslensku krón-
unnar gagnvart erlendum myntum
sveiflast upp og niður og það hefur
áhrif á afborganir erlendu lánanna
og höfuðstólinn sem sveiflast í
takt við gengið. En sveiflurnar eru
einmitt bæði upp og niður en á
verðtryggðum lánum er sveiflan að-
eins upp. I verðbólgu hækkar verð-
tryggða lánið en þegar verðbólgan
lækkar þá lækkar ekki lánið heldur
hækkar bara minna. Þessu til við-
bótar má reikna með að hvert pró-
sentustig i gengisbreytingu skili sér
í 0,4 prósenta brey tingu á verðbólgu.
Ef gengi íslensku krónunnar lækkar
um eitt prósentustig þá hækka verð-
bæturnar um 0,4 prósent og verð-
tryggðu lánin að sama skapi.
Eignamyndun hraðari
Þá telja sumir að það sé galli á
erlendu lánunum að þau eru afborg-
unarlán en ekki jafngreiðslulán,
eins og flest íslensk verðtryggð lán.
Afborgunarlán þýðir að afborgun er
þyngst í byrjun en lækkar svo með
hverri afborguninni. Kosturinn
er hins vegar sá að eignamyndun
verður mun hraðari en með verð-
tryggðum jafngreiðslulánum.
Einhverjir hafa einnig lýst
áhyggjum sínum af því að erlendir
vextir séu að hækka og það er alveg
rétt. Það vekur reyndar sérstaka at-
hygli mína að þeir skuli fara hækk-
andi samtímis nær alls staðar í heim-
inum, en það er önnur ella. Það sem
skiptir okkur Islendinga hins vegar
mestu máli er að við erum líklega
að greiða hæstu vexti í heimi og
vaxtamunurinn við útlönd er svo
óhóflegur að óttinn við að þar dragi
eitthvað saman er nánast broslegur.
Leiðir til að draga úr áhættu
Það sem eftir stendur af varnað-
arorðum þeirra sem mæla gegn
erlendum lánum er að tekjur séu í
íslenskum krónum en afborganir
af lánunum í erlendri mynt. En það
eru til ráð við þessu. Eitt af því sem
hefur verið nefnt er að fyrirtæki
greiði hluta af launum starfsmanna
í erlendri mynt. Útflutningsfyrir-
tæki ættu hæglega að geta það og
ekkert ætti í raun að mæla gegn því
svo fremi sem myntin sé sæmilega
gjaldgeng. Annað ráð er að byggja
upp eign í erlendri mynt sem er lík-
lega enn auðveldara en launaleiðin
því að þar ræður maður sjálfur
ferðinni. Þetta er hægt að gera
með sparnaði í erlendum gjaldeyri
sem gæti staðið að einhverju eða
öllu leyti undir afborgun af láninu
eða með því að kaupa sér erlenda
líftryggingu. Varðandi seinni kost-
inn sakar ekki að nefna að sum er-
lend líftryggingafélög veita meira
að segja lán út á slíka eign. Það eru
sem sagt ýmsar leiðir færar til þess
að draga úr hugsanlegri áhættu af
því að taka erlend lán og sé horft til
vaxtakjara og eignamyndunar þarf
ekki að hugsa sig tvisvar um. Helsta
hindrunin er útlánastefna bank-
anna sem eru tregir til þess að lána
og gera almennt kröfu um lægra veð-
setningarhlutfall á erlendu lánin.
I mínum huga er það alveg kýr-
skýrt að erlend lán eru þau hag-
stæðustu sem hægt er að fá. Þeir
sem eru ekki plagaðir af of hárri
greiðslubyrði og geta tekið á sig tíma-
bundnar sveiflur í mánaðarlegum
afborgunum ættu tvímælalaust
að taka slík lán, svo að ég tali ekki
um þá sem eru með tekjur, líftrygg-
ingu eða geta byggt upp sparnað í
erlendri mynt.
IngólfurH. Ingólfsson
www.spara.is
www.konicaminoltaeurope.com
KONICA MINOLTA
Hraðvirk prentun
UMFANG
Fullkomin tækni
• otv /
Simítri HD
vÆ /jf i
Konica Minolta
bizhub 420/500
Fyrsta flokks svart/hvít prentun og Ijósritun.
Hraðvirk skönnun. Netsamskipti við skjala-
og póstþjóna (FTP/eMail/LDAP).
Einföld í notkun, allar aðgerðir á stórum
snertiskjá.
Leigu- og þjónustusamningar í boði.
Þjónustuaðilar um allt land.
TÆKNIBUNAÐUR
UMFANG-TÆKNIBÚNAÐUR • SlÐUMÚLA 12-108 REYKJAVÍK • SlMI 510 5520 • umlang@kjaran.is
Airbus enn í
vandræðum
Þrautagöngu móðurfélags Airbus,
EADS, er ekki lokið enn. Christian
Streiff, nýráðinn forstjóri fyrirtæk-
isins, sagði starfi sínu lausu eftir
aðeins 100 daga í starfi en honum
var ætlað að snúa við rekstri fyr-
irtækisins og koma framleiðslu
þess á flugvélum í lag. Móðurfélag
Airbus, EADS, hefur tekið við af-
sögn Christians Streiffs, forstjóra
Airbus, segir í frétt Dow Jones.
Airbus hefur átt í gríðarlegum
vandræðum í kjölfar tafa á afhend-
ingu á nýjum A38o-ofurþotum og
viðskiptavinir fyrirtækisins eru í
miklu uppnámi vegna frétta af upp-
sögn Streiffs. Búist er við að EADS
muni tilkynna að Louis Gallois
muni taka við af Streiff, en Gallois
er einn tveggja stjórnenda EADS,
segir í fréttinni.