blaðið - 11.10.2006, Síða 33
blaöiö
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 33
Fyrstu háskólatónleikar vetrarins:
Lög fyrir fólkið
Fyrstu háskólatónleikar vetrarins
verða haldnir í hátíðarsal Háskóla ís-
lands í dag klukkan 12.30. Á tónleik-
unum munu Auður Gunnarsdóttir
sópransöngkona og Jónas Ingimund-
arson flytja íslensk sönglög eftir nú-
lifandi tónskáld.
Á efnisskránni eru sönglög eft-
ir Hjálmar H. Ragnarsson, Jónas
Ingimundarson, Jón Ásgeirsson og
Tryggva I. Baldvinsson. Auður segir
að áherslan sé lögð á þessi tónskáld
vegna þess að þau séu svo dugleg að
semja og eigi skilið að vera haldið á
lofti. „Mörg af þessum lögum eru
svo góð að það er sjálfsagt að halda
þeim að fólki þannig að þau verði
þjóðareign þegar frá líður,“ segir
Áuður og bætir við að hún og Jónas
hyggist senn taka upp disk með lög-
um núlifandi íslenskra tónskálda.
Jónas perla af manni
Auður og Jónas hafa áður gefið út
disk saman og ber sópransöngkon-
an samstarfinu við píanóleikarann
vel söguna.
„Jónas er náttúrlega bara perla af
manni. Hann er svo ljúfur og þægi-
legur maður og með afskaplega
langa reynslu af því að vinna með
söngvurum. Það er ekkert nema
gott um hann að segja og gaman að
vinna með honum,“ segir hún.
Auður er með ýmis önnur járn
í eldinum þessa dagana því að um
miðjan næsta mánuð kemur út
geisladiskur með sönglögum Sig-
valda Kaldalóns sem hún tekur þátt
í og í lok þessa mánaðar kemur hún
fram á óperutónleikum í Tíbrárröð-
inni í Salnum.
Hark að lifa af listinni
Auður er nýflutt heim eftir að
hafa búið og starfað erlendis og seg-
ir hún talsvert hark að lifa af listinni
hér á landi.
„Ef þú ert til dæmis að syngja
við óperuhús erlendis er dagatalið
oft þéttskrifað og þú ferð úr einni
sýningunni yfir í aðra. Þá ertu að
vinna við þetta allan ársins hring og
syngur mörg hlutverk yfir árið. Hér
höfum við bara eina óperu sem er
kannski leikin tíu sinnum annað
hvort að hausti eða vori og ef þú ert
heppin færðu að vera með og ef ekki
verðurðu bara að fara og horfa á,“
segir hún.
Meiri gróska í tónlistarlífinu
Þegar Auður er spurð um hvort Is-
lendingar sýni klassískri tónlist og
óperutónlist mikinn áhuga nú á dög-
um segir hún að mikið hafi breyst á
undanförnum árum.
„Fyrir nokkrum árum var auðveld-
ara að fylla hús en það er sennilega
vegna þess að það er orðið svo of-
boðslega mikið framboð og gróska
i þessari litlu borg að fólk þarf að
velja á milli.
Núna keppa kannski þrjár uppá-
komur um áhorfendur sama kvöld-
ið.“
Þrátt fyrir áhuga almennings á
klassískri tónlist gengur ekki nógu
vel að fá unga fólkið til að mæta á
þess háttar tónleika að mati Auðar.
„Krakkar sem kynnast þessu bíta
íslensk tónskáld í öndvegi Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona og Jónas
Ingimundarson píanóleikari flytja sönglög eftir núlifandi íslensk tónskáld á
fyrstu háskólatónleikum vetrarins sem fram fara i dag. Bim/frikki
flest á agnið en það þarf náttúrlega
að kenna þeim að hlusta á þetta
fyrst eða bægja burt óttanum. Það er
eins og margir séu svo hræddir við
þessa tónlist og það er eins og það sé
einhvers konar ótti sem heldur fólki
frá henni sem er mikil synd því að
manni opnast náttúrlega heill heim-
ur við að fara inn á þetta svið,“ segir
Auður Gunnarsdóttir.
Fullbúinn alvörujeppi
á einstöku verdi
3.395.000 kr.
m
HEKLA*
Pajero sport
Sjálfskiptur medV6 bensínvél, 177 hestöfl 3.395.000 kr.
Aflmeiri 136 hestafla dísilvél 3.595.000 kr.
i 35.539 kr. á mánudi
Miöaö við 30% útborgun og gengistryggöan bíiasamning SP til 84 mánaöa.
Stadalbúnadur:
■ Hátt og lágt drif
■ Álfelgur
• Stigbretti
• Vindskeid
• Skyggdar rúdur
• ABS hemlalæsivörn
Umboösmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 • HEKLA, Borgamesi, sími 437 2100 • HEKLA, ísafiröi, sími 456 4666 I HEKLA, Laugavegi 174, sími 590 5000
HEKLA, Reyöarfiröi, sími 470 5100 • HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 • HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 I www.hekla.is, hekla@hekla.is