blaðið - 11.10.2006, Side 36
blaöið
3 6 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006
heimili
heimili@bladid.net
i
i -
Bækur 1 teygju , v
Elastic 02 er nýstárleg bókahilla sem er búin til úr *5?
teygjum og hentar vel til að geyma bækur af öllum
stærðum og gerðum. Þessi skemmtilega bókateygja vi
er hönnuð af portúgalska hönnuðinum Rute Gomes.
neytendur
neytendur@biadid.net
KJARAN
GÓLFBUNAÐUR
SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: 510 5510 • www.kjaran.is
OPIÐVIRKA DAGA KL. 8-18.
Pappamassi nýttur
Ljós og húsgögn úr pappamassa
hönnuö af Studio Job. Allir kannast
við að hafa búið til hluti úr pappa-
massa þó það hafi kannski ekki verið
húsgögn. Hlutirnir eru fallegir og
sterklegir en hugmyndirnar koma frá
klassískum húsgögnum en þeir eru
framleiddir á nútímalegan hátt.
Brenndur rókókó
Smoke chair er
gamall rókókóstóll
sem er brenndur
og því næst lakk-
aður og bólstraður.
Enginn stóll er eins.
Fallega
Hönnun frá fyrirtæk-
inu Moooi hefur vakið
nokkra athygli. Moooi
sem er hollenska þýðir fal-
legt og er það lýsandi fyrir hlutina
sem koma frá Moooi, nema hvað
hugtakið fallegt er teygt á marga
vegu. Leiðirnar sem eru farnar við
gerð hlutanna eru óvenjulegar og
skemmtilegar og þannig sker Moooi
sig frá hefðbundnum húsgagnafram-
leiðendum.
Hönnuðurinn Marcel Wanders er
forsprakki fyrirtækisins og listrænn
stjórnandi Moooi en það hefur ver-
ið starfrækt síðan 2001. Markmið
fyrirtækisins eru metnaðarfull en
þau eru að senda góða strauma og
hafa jákvæð áhrif á umhverfi fólks
í lífi og starfi í alþjóðlegu samhengi.
Moooi sýnir frumkvæði í umburðar-
lyndi og leggur áherslu á að sinna
þörfum manna, menningar og
Ljósið Light
shade shade
Ljósið er eftir
Jurgen Bay.
Undir hálfgegn-
særri filmu er
gamaldags
Ijósakróna
sem kemur í
Ijós þegar á
hennier kveikt.
Moooi
tækni, sem síðan skapar
tækifæri fyrir viðskipta-
vini, starfsfólk, fjárfesta
og félög. Ýmsir hönnuð-
ir hafa hannað undir
merkjum Moooi og má
þar nefna Ross Lovegro-
ve, Li Edelkoor, Joep van
Lieshout, Studio Job, Maar-
ten Baas og Jurgen Bay.
í nóvemberlíturnýverslun
dagsins ljós þegar Lúmex opnar
ásamt húsgagnadeild Pennans í
gamla Ellingsen-húsinu skemmti-
lega nýja hönnunarverslun. Nýja
verslunin mun einmitt selja hönn-
un frá Moooi.
Bara skemmtilegt
Ingi Már Helgason í Lumex er mjög
hrifinn af Moooi-vörunum. „Mikið
af hlutunum átti upphaflega ekki
að fara í framleiðslu þar sem þeir
voru hannaðir fyrir sýningar og
eru margir hverjir tilraunakenndir
en fólk sýndi þeim mikinn áhuga
og því var hafin á þeim framleiðsla.
Við hönnunina er ekki endilega
verið að hugsa um hvað markað-
urinn kallar á heldur að koma
fram með nýjar hugmyndir og
þannig er fyrirtækið leiðandi
og fer sínar eigin leiðir.”
Uppáhaldshlutur Inga
úr Moooi-línunni er Smoke
chair sem hannaður er af Maarten
Baas. Stóllinn er klassískur rókók-
óstóll sem er brenndur og síðan lakk-
aðurog bólstraðurmeðsvörtuleðri.
Enginn stóll er eins, þeir eru mis-
mikið brenndir og brotið af þeim.
Ingi segir að stóllinn kalli oft fram
bros á vörum fólks þegar það fer að
skoða stólinn og sama má segja um
hina hlutina frá Moooi.
Áklæði á 48 klukkustundum
Moooi hefur í samstarfi við B&Bit-
alia hannað sófa sem eru í hæsta
gæðaflokki. B&Bitalia er rótgróið
fyrirtæki sem þekkt er fyrir vand-
aða hönnun og falleg efni. Moooi
nýtir reynslu
og verkkunn-
áttu B&Bital-
ia og notar
efnin þeirra
en gerir sófa
eftir sínu
höfði. Hug-
m y n d i n
snýst einnig
um það að
kaupandinn
þarf ekki að
bíða eftir sóf-
anum með
rétta áklæð-
inu í margar
vikur heldur
getur hann
farið með sóf-
ann heim úr búðinni strax. Hann
velur um 13 áklæði sem í boði eru og
þau koma með hraðsendingu heim
að dyrum á innan við 48 klukkutím-
um. Þannig er einnig hægt að brey ta
um áklæði með lítilli fyrirhöfn og á
stuttum tíma.
Ingi segir að verðlagið á húsgögn-
unum sé um 30 prósent lægra en ef
um hágæðamerki væri að ræða en
hlutirnir frá Moooi séu fyrir fólk
sem vill öðruvísi hluti sem henta
vel á nútímaheimili og gera lífið
skemmtilegt.
MOTTUR
við inngariginn
borga sig
CORflC
Vörn gegn óhreinindum
og bleytu
Gamalt verður nýtt
Pantheon Throw er
ábreiða sem er hluti
af Moooi weer-lín-
unni sem byggir á
því að gefa gömlum
hlutum nýtt líf. Hann-
að afStudio Job.
>
Fair-trade vörur i verslunum Kaupáss
Bóndinn
fær borgað
Er hægt að bjarga heiminum
með því að kaupa banana?
Eða kaffi? Svo er víst. Kraft-
ur einstaklingsins sem
neytanda er meiri en hann heldur.
Neytendur geta með sameiginlegu
átaki breytt gangi heimsmála með
því að raða rétt í innkaupakörfuna.
Það að peningar stýri snúningi jarð-
ar þarf ekki að vera alslæmt. Snún-
ingurinn þarf bara að vera réttur
og út á einmitt það ganga svokölluð
sanngjörn viðskipti sem kallast á
ensku Fair-trade.
Sanngjörn viðskipti ganga í raun
út á það að tryggja framleiðandan-
um, til að mynda bananabóndanum,
að hann fái sanngjarnt verð fyrir af-
urð sína og að greiðsla neytandans
renni að einhverju leyti til hans en
ekki til milliliða eða stórfyrirtækja
sem hafa í krafti stærðar þrýst kaup-
verði afurðar langt niður til að fá
stærri bita kökunnar. Þannig hafa
þeir litlu haldist litlir og þeir stóru
stækkað í gegnum tíðina og margir
telja viðskipti Vesturlanda við þró-
unarlöndin hafa verið á þann veg
áratugum saman.
Fair-trade-hreyfingin fór af stað
fyrir tveimur árum og hófst hjá
kaffibændum sem vildu losna úr
fátækt og áþján stórfyrirtækja sem
högnuðust á framleiðslu þeirra með-
an þeir gengu á landið og fengu æ
minna fyrir afurð sína.
Fair-trade merktar vörur eru oft
dy'rari en aðrar vörur enda keppa
þær ekki við vörur stórfyrirtækja.
Það mætti segja að neytendur séu
með framboði þessara vara komnir
í alþjóðlega baraáttu við að tryggja
að fólk í fátækustu löndum heims
njóti sanngirni þegar kemur að
heimsviðskiptum.
Þónokkur fyrirtæki bjóða Fair-tra-
de merktar vörur og sjá sér hag í að
bjóða neytendum upp á slíkt val. Kaffi-
tár hefur selt kaffi merkt Fair-trade í
nokkur ár og Nóatún býður upp á Fa-
ir-trade merktar vörur. Af Fair-trade
merktum vörum í Nóatúni má nefna
hrísgrjón, hrískökur, te, kaffi, ávaxta-
safa, sápu, marmelaði, speltkex, sykur,
súkkulaði og kakó.
Jón Ingi Einarsson, innkaupastjóri
í Nóatúni, segir margar ástæður fyrir
því að Nóatún setur fram þessar vör-
ur. Verslanir Nóatúns vilji vera þekkt-
ar fyrir að bjóða upp á gæði og vöru-
merking eins og Fair-trade sé hluti af
gæðum. „Við vitum að það er farið illa
með bændur í þróunarlöndum. Arð-
semin knýr stóru fyrirtækin áfram
frekar en mannúð og þetta er okkar
leið til að koma að því verkefni.”
dista@bladid. net
Merkingar eru
lífsnauðsynlegar
Fyrir þá sem eru með fæðuofnæmi
eða óþol er nauðsynlegt að geta
treyst merkingum á matvælum.
Þær geta jafnvel verið lífsnauðsyn-
legar þeim sem hætta er búin að fá
ofnæmislost. Reglur hafa verið hert-
ar mjög þegar kemur að skýrum
merkingum.
Rétt merkt matvæli
Um þrjú til fimm prósent íslendinga
eru með fæðuofnæmi
DÆMI UM
SKÝRAR MERKINGAR
Ef innihald I matvælum er ofnæmis- eða
óþolsvaldandi skal merkja sérstaklega
upprunann.
Dæmi: Lesitín (bindiefni), sem er aukaefni,
skal merkja sem sojalesitín eða eggjalesitín
eftir þvi hvort það er unnið úr soja eöa
eggjum.
Nota skal auðskiljanleg heiti i innihalds-
lýsingu yfir matvæli.
Dæmi um skýrar merkingar I innihalds-
lýsingu:
- Mjólkurprótin I stað kaseins
- Sesam í stað tahini
Nú þarf ennfremur að merkja E auka-
efni á skýran hátt og ekki nóg að láta
númerið standa eitt og sér.
f þessu tilviki þarf merkingu eins og kemur
hér að neðan.
-Dæmi: E322 (sojalesitín)