blaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 35

blaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006 47 Hjóna- og sambúðarmessur Sérstök kvöldmessa sem fjallar um áhrif áfalla á hjónbönd verður í Garðakirkju á sunnudagskvöldið 29. október klukkan 20.00. Þær Erla Grétarsdóttir sálfræð- ingur og Berglind Guðmundsdóttir sem er nýkomin úr doktorsnámi frá Bandaríkj- unum sjá um hjóna- og sambúðarráðgjöfina í prestakallinu í október og nóvem- ber. Þessar messur eru góð leið til að rækta undirstöður hjónabands. konan@bladid.net Hamingjan felst i tima með fjölskyldunni Tónleikar til að minnast Jóhönnu í kvöld fara fram í Langholtskirkju hausttónleikar Krabbameinsfé- lagsins. Tónleikarnir eru haldnir til minningar um Jóhönnu Arndfsi Stefánsdóttur. Hún lést skyndi- lega af völdum krabbameins í legi fyrir fjórum árum. (ár hefði Jóhanna orðið fertug og tónleik- arnir eru haldnir af því tilefni. „Sú hugmynd vaknaði hjá mér á síðasta ári að gera eitthvað í minningu Jóhönnu. Upp úr áramótunum fékk ég fólk í lið með mér og talaði meðal annars við Guðrúnu Agnarsdóttur hjá Krabbameinsfélaginu og síðan hefur boltinn rúllað,” segir Guðríður Guðbjartsdóttir, móðir Jóhönnu. Margir listamenn Ijá málefninu lið eins og KK, Ellen Kristjánsdóttir, Magnús Eiríksson og Regína Ósk.g fleiri. Ágóðinn rennurtil rannsókna á krabbameini í ungum konum. Pússla uppeldi sonarins saman Jafnréttismál eru Bryndísi Isfold Hlöðversdóttur ofar- lega í huga og í kvöld stend- ur hún fyrir fundi sem hefur yfirskriftina Lausnir í jafnréttismálum sem fram fer á Kaffi Kúltúr í Alþjóðahúsinu. Til- efni fundarins er að nú stendur yfir femínistavika sem Femínistafélagið stendur fyrir í tilefni af kvennafrí- deginum. Á fundinum munu þrjár konur úr ólíkum áttum tala um jafn- réttismál út frá sinni reynslu. „Mér fannst skipta máli að fá kon- ur úr ólíkum áttum til að tala um jafnréttismál. Ellen Kristjánsdótt- ir söngkona mun segja frá sinni reynslu. Ég hafði áhuga á því að vita af hverju það eru fleiri strák- ar innan popptónlistarbransans en stelpur. Hún er einnig fjögurra barna móðir og hefur unnið ýmis störf til fyrir samfélagið. Eva Maria Jónsdóttir talar um tímaleysi fjöl- skyldunnar en það er mál sem hefur verið í umræðunni að undanförnu. Og að lokum talar Katrín Anna Guð- mundsdóttir, talskona Femínistafé- lagsins, um draumasamfélagið og þær leiðir sem hún telur færar til að jafna hlut kvenna innan þess. Odd- ný Sturludóttir stýrir síðan fundin- um,“ segir Bryndís. Bryndís Isfold sinnir móður- hlutverkinu hálfan daginn en hinn helmingin notar hún til að sinna framboðsmálum en hún sækist eft- ir 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. „Dagurinn byrjar á því að ég vakna með syni mínum og við dúll- um okkur fram að hádegi en þá kem- ur maðurinn minn heim og tekur við uppeldishlutverkinu. Við erum að bíða eftir að fá pláss fyrir soninn á leikskóla og pússlum þessu svona saman þangað til. Eftir hádegi fer ég síðan niður á kosningaskrifstofu og sinni frambjóðandahlutverk- inu,“ sem Bryndís segir að sé mjög skemmtilegt og hafi að mörgu leyti komið á óvart. Jafnrétti í uppeldinu Bryndís sinnir syninum á morgnana, þá tekur maðurinn hennar við og hún vindir sér i stjórnmálin. Bryndís var formaður Mannrétt- indanefndar og situr nú í Jafnrétt- isnefnd Reykjavíkur. Hún stýrði vinnunni við að gera nýja mann- réttindastefnu fyrir borgarstjórnar- kosningar í vor sem nú er komin til framkvæmdar. Bryndis er einnig varamaður í leikskólaráði og situr í framkvæmdastjórn Samfylkingar- innar. „Ég hef mikinn áhuga á jafn- réttis- og fjölskyldumálum og tel að það séu mál af sama meiði og ná- tengd. Mig langar að snúa kerfinu á haus og við þurfum að fara að ein- blína á langtímafjárfestingar sem lúta að börnum okkar og menntun. Það eru allir að tala um timaleysi og skort á tíma með fjölskyldunni. Það er ekkert að því að vinna og eiga frama en það er mikið að samfélagi sem býr ekki til svigrúm fyrir fjöl- skylduna. Konur eru enn með mesta ábyrgðina inni á heimilinu þó að hún sé jafnari hjá minni kynslóð. Fæðingarorlofið er mjög flott leið til að jafna ábyrðina á heimilinu og þetta eru hagsmunamál allra og ég held að karlmenn hafi líka áhuga á að tala um fjölskyldumál. Umræð- an er mikil en við þurfum að finna lausnir og framkvæma,” segir Bryn- dís. Samveran með fjölskyldu og vin- um er það sem Bryndís nefnir að geri hana hamingjusama. „Ég á stóran vinahóp og finnst skemmti- legt að fá systkini og vini í mat og mér finnst gott að hafa mikið af fólki í kringum mig. Að starfa að krefjandi verkefnum er líka mikil- vægt fyrir mig eins og pólitíkin er, hún er krefjandi og fjölbreytt en ég vil líka eiga tíma með fjölskyld- unni.” Dúnúlpur Rúskinnsúlpur Leðurjakkar Vattkápur Hattar — Húfur Leðurhanskar Ullarsjöl Góð gjöf Útsöluhorn 50 % afsl. Góðar vörur Mörkinni 6, Sími 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl 10-16 yr* V, jj þi'E & KAF^. Nýtt frá Te & Kaffi mndin - hrairOid - stonmintriu Þínn stoður fyrir norðon Bjóðum fyrirtœkjum og sölumönnum sem eru í föstum viðskiptum við okkur frobœr kjör! Hofið sombond og leitið tilboðo Þróðlous nettenging ó öllum herbergjum HOTEL x^/AKUREYRI Hafnarstræti 67 600 Akureyri Sími: 462 5600 y “ www.hotelakureyri.is , hotelakureyri(«hotelakureyri.is Öll herbergi með boði, sjónvorpi, ískópi og þróðlous neftenging EASTERN Austurlensk dekurlfna fyrir vandláta. Fáanlegt hjá: | :RTj| öiium betri apótekum landsins Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuö þegar reykingum er hætt eóa þegar dregiö er úr reykingum. Til aö ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiöbeíningum í fylgiseöli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt. hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. f»ví ber aö kynna sér upplýsingar um notkun I fylgiseöli. í fylgiseölinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilva?gar upplýsingar sem nauösynlegt er að lesa áóur en lyfin eru notuö, hugsanlegar aukaverkanir og aórar upplýsingar. leitiö til læknis eða lyfjafræöings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfm. t>eir sem fengiö hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða oörum innihaldsefnum lyfsins, nýiegt hjartaáfall, óstóðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eóa nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótinlyf Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konúr með barn á brjosti eiga ekki aö nota Nicorette nikótínlyf nema aö ráði læknis. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. Handhafi markaösleyfis: Pfizer ApS. Umboðá íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garóabæ. www.nicorette.is *Tilboösverð 2006 Nicorette Fruitmint Nýtt bragð sem kemurá óvart

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.