blaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 30
R 26. OKTÓBER 2006
Sequexices
[ kvöld klukkan 17 fremur myndlistarmaðurinn Snorri Ásmunds-
son gjörning fyrir framan Hallgrímskirkju. Snorri hefur sýnt
aö hann lumar á ýmsu í pokahorninu og því ættu listunnendur
ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara.
t
JXS9 .
fli
*
blaðið
Hrauntákn
Síðastliðinn föstudag opnaði Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður sýningu
sína Hrauntákn í sýningarrýminu Gallerí Dvergur. Halldór flutti gjörning á
opnuninni og um næstu helgi mun hann halda áfram aö flytja gjörninga í
sýningarrýminu; á föstudag og laugardag klukkan 21.00. komulagi.
Grátbroslegt og drepfyndið í senn
að er kunnara en frá
þurfi að segja að ís-
lenskt samfélag hefur
tekið miklum breyt-
ingum síðustu ár og sá
hópur sem kallar sig íslendinga er
ekki jafn einsleitur og hann var
fyrir áratug. Hingað hefur flust
fjöldi fólks sem er af erlendu bergi
brotið og reynir eftir bestu getu að
fóta sig í völundarhúsi tungumáls-
ins, framandi hefðum og nístandi
kuldanum sem strýkur vangann
oft meira en góðu hófi gegnir.
Þessar umbreytingar koma held-
ur betur við sögu í verkinu Best
í heimi eftir Hávar Sigurjónsson,
Maríu Reyndal og leikhópinn
Rauða þráðinn sem verður frum-
sýnt næstkomandi laugardag í
Iðnó. Best í heimi er nýstárlegt
verk fyrir margra hluta sakir en
það varpar skemmtilegu og fersku
ljósi á samskipti íslendinga og
útlendinga búsettra á íslandi. Sól-
veig Elín Þórhallsdóttir er fram-
kvæmdastjóri leikhópsins Rauða
þráðarins. „Fyrir rúmu ári þegar
María Reyndal vinkona mín flutti
heim frá Nýja-Sjálandi þá létum
við verða af því að stofna leikhóp.
Eftir nokkra umhugsun ákváðum
við að kalla hópinn Rauða þráðinn
en nafnið vitjaði mín í draumi og
eftir það kom ekkert annað nafn
til greina,“ segir Sólveig og hlær.
Mikil rannsóknarvinna að baki
„María hafði lengi verið með
þá hugmynd í kollinum að setja
upp sýningu með útlendingum
búsettum á íslandi og fletta svolít-
ið ofan af samfélaginu okkar með
þau gleraugu á nefinu," útskýrir
Sólveig og bætir við að þær stöll-
ur hafi fljótlega orðið sér úti um
Sólveig Elín Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða þráðarins, og María Reyndal „Sögurnar eru jafn margarog fólkiö sjálft
aðstöðu í Alþjóðahúsinu þar sem
þær hafi auglýst eftir erlendu, leik-
húsmenntuðu fólki sem búsett
væri á íslandi. f kjölfar þess varð
til ío til 12 manna leikhópur sem
hittist vikulega allan síðasta vetur,
bar saman bækur sínar og þróaði
hugmyndir.
„Við fengumst við ýmsa rann-
sóknarvinnu á þessum tíma, tók-
um meðal annars viðtöl við f slend-
inga og útlendinga um þessi mál,
skrifuðum mónólóga og reyndum
að undirbúa okkur á allan hátt
sem best fyrir verkefnið. í mars
síðastliðnum gerðum við smá hlé
á vinnunni þar sem María eign-
aðist son en í maí hófum við svo
störf að nýju með fjórum leikur-
um sem eftir stóðu af þeim sem
við höfðum upphaflega farið af
stað með. Við fengum myndarleg-
an styrk frá menntamálaráðuneyt-
inu til þess að vinna að verkinu og
einnig höfum við leitað til ýmissa
fyrirtækja þar sem þetta kostar
sitt. Landsvirkjun studdi til dæm-
is dyggilega við bakið á okkur.“
Ekki bara dans á rósum
Undanfarna daga hafa sjónvarps-
áhorfendur getað séð sýnishorn úr
verkinu á Skjá einum og margir
hafa eflaust skellt hressilega upp úr
enda er til dæmis óborganlegt að
fylgjast með útlendingi gefast upp
fyrir íslenska beygingakerfinu og
panta sér bara fimm pylsur í stað
þess að gera örvæntingarfullar til-
raunir til þess að bera fram lægri
og erfiðari tölur.
„Verkið er ákaflega fyndið," segir
Sólveig. „Þetta er þó ekki bara dans
á rósum og þessi mál eiga sér líka
erfiðar og sorglegar hliðar sem við
reyndum líka að gera skil á varfær-
inn hátt. ísland er að mörgu leyti
framandi samfélag fyrir þá sem
hingað koma og það getur verið
mjög kalt og hart við fyrstu kynni.
Fólk er líka að flytja hingað frá
öllum löndum veraldar og upplif-
ir veruleikann á afar ólíkan hátt.
Sögurnar eru jafn margar og fólkið
sjálft,“ segir Sólveig að lokum.
hilma@bladid.net
ELLINGSEN OG ÚTIVIST&VEIÐI
ÚTSÖLUMARKAÐUR Síðumúla 11,
opið 10-19 fimmtudag og föstudag,
10-16 laugardag og sunnudag
/1 /.' *
Grímur gerir það gott
Stuttmyndin Slavek The Shit eða
Kúkurinn Slavek í leikstjórn Gríms
Hákonarsonar hlaut verðlaun á
Kvikmyndahátíðinni í Chicago sem
lauk síðastliðinn föstudag. Mynd-
in hlaut Silver Hugo-verðlaunin en
bandaríska stuttmyndin Forgetting
Betty í leikstjórn James Anderson
og Robert Postrozny hlaut Golden
Hugo-verðlaunin. Kvikmyndahátíð-
in í Chicago, sem sett var á stofn ár-
ið 1965, er mjög virt hátíð en hún er
jafnframt ein elsta kvikmyndahátíð-
in í Norður-Ameríku. Önnur
íslensk mynd, Blóðbönd,
var í einni af keppnisdag-
skrám hátíðarinnar,
en leikstjóri myndar-
innar, Árni Ólafur
Ásgeirsson, var
gestur há"*
a r i n n a
Kúkurinn
Slavek er
lokaverkefni Gríms frá kvikmynda-
skóla í Prag og fjallar hún
um klósettvörðinn Slavek
og óuppfyllta drauma hans.
Myndin hóf sigurgöngu
sína á Kvikmyndahátíð-
inni í Cannes 2005 og síðan
þá hefur hún verið valin
á kvikmyndahátíðir
um allan heim og
hlotið fjölda
verðlauna.
Brilljant skilnaóur
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur
hefur verið sýndur 130 sinnum fyr-
ir fullu húsi og við fádæma undir-
tektir áhorfenda um allt land, en
rúmlega 20 þúsund manns hafa nú
þegar séð sýninguna.
Borgarleikhúsið hefur ákveðið,
vegna fjölda áskorana, að bjóða
upp á fjórar sýningar á þessum
drepfyndna einleik nú í haust og
eru allra síðustu forvöð að berja
augum einleikinn frábæra. Leikrit-
ið fjallar um miðaldra konu, Ástríði
Jónu Kjartansdóttur, sem lendir
í því að maðurinn hennar finnur
sér nýja konu „nýfermda spænska
stelpudruslu" eins og Ástríður
segir sjálf. Upp frá því hefst afar
erfið en drepfyndin þroskasaga
vesalings Ástríðar, sem sveiflast á
milli sorgar og reiði, hefnigirni og
harmagráts.