blaðið - 26.10.2006, Side 36
4 8 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006
blaöiö
') \' A. *
SIEMENS
óttir
ithrottir@bladid.net
Prettán milljónir á viku
Didier Drogba mun skrifa undir samning viö Chelsea á næstu dögum sem
skuldbindur hann félaginu til ársins 2010. Drogba mun fá fimmtiu pró-
senta iaunahækkun við undirskriftina og þéna yfir hundrað þúsund pund á
viku, sem samsvarar um þrettán milljónum íslenskra króna.
f
/
F<
i
I orráða-
menn
Real
Madrid hafa
gefið það út
Pf aðþeirséu
j tilbúnirað
* látaDavid
Beckham
fara fyrir
fimm milljónir punda eða um
650 milljónir króna. Beckham
er með lausan samning hjá
Real næsta sumar og hefur
neitað að skrifa undir nýjan
samning við 'félagið af þeirri
ástæðu að hann hefur aðeins
byrjað inni á í fjórum leikjum
undir stjórn ítalans Fabios
Capello. Beckham, sem er 31
árs, hefur áður lýst því yfir að
hann hefði áhuga á að leika
í Bandaríkjunum en víst er
að ensk félög munu verða
dugleg við að gera hosur sínar
grænar fyrir leikmanninum
á næstu dögum og vikum.
Enska knattspyrnusam-
bandið hefur fengið á
sig kæru vegna óláta
enskra stuðningsmanna fyrir
leik Englands og Króatíu sem
leikinn var í Króatíu fyrr í
mánuðinum. Miðalausir stuðn-
ingsmenn enska liðsins virtu
ekki öryggisborða við inngang
leikvangsins og gerðu sig
líklega til að æða inn á völlinn
og slógust við öryggisverði.
Króatíska knattspyrnusamband-
ið hefur þá einnig verið kært
fyrir að standa ekki nógu vel að
öryggismálum kringum leikinn.
Evrópska knattspyrnusam-
bandið mun funda um málið
niunda nóvember og má enska
sambandið allt eins eiga von á
því að landsliðinu verði gert að
leika heimaleiki sína í keppn-
inni fyrir tómum leikvangi.
Rafael Benitez, stjóri Liverpool,
hefur ekki stillt upp sama by rjunarliði
í 99 leikjum í röð. Hann hefur þurft
að þola fyrir það harða gagnrýni upp
á síðkastið, enda gengi liðsins ekki
ásættanlegt fyrir lið af þeirri stærðar-
gráðu sem Liverpool er og mannskap-
inn sem Benitez hefur úr að moða.
Liðið er nú í ellefta sæti deildarinnar
með aðeins ellefu stig eftir níu leiki
og spænski knattspyrnustjórinn situr
fastur við sinn keip og hyggst stilla
upp breyttu liði í hundraðasta skipti
í röð þegar Liverpool mætir Aston
Villa á Anfield Road um næstu helgi.
„Það er auðvelt að gagnrýna Benitez
miðað við gengi liðsins, og sjá þessar
róteringar hans á liðinu sem orsök
þess óstöðugleika sem einkennir
leik þess,“ segir Willum Þór Þórsson,
þjálfari Valsmanna, þegar hann er
beðinn um að fara ofan í saumana á
vandræðum Liverpool við að ná hag-
stæðum úrslitum.
„Hann er að reyna að nýta hóp-
inn sinn og reyna að vera klókur í
því, en missir sjónar á því að halda
heildstæðum kjarna í liðinu. Það eru
margir aðrir stjórar sem eru klókir í
því að nýta hópinn sinn en vara sig á
því að halda alltaf í ákveðinn kjarna,"
segir Willum og tekur sem dæmi Alex
Ferguson, stjóra Manchester United,
sem hefur Rio Ferdinand og Gary
Neville alltaf í byrjunarliði ef þeir eru
heilir á annað borð. „Það hefur engin
regla verið á þessu hjá Benitez á tíma-
bilinu sem hefur til að mynda verið
að setja bakvörðinn John-Arne Riise
upp á miðju og Stephen Warnock í
bakvörðinn," segir Willum.
Gerrard örvilnaður
„Þá hefur Benitez verið að rótera
stöðu Stevens Gerrard, sem hann
hefur ýmist á miðju, úti á kanti eða
fyrir aftan sóknarmennina. Þótt leik-
maður af hans kalíberi geti klárað sig
af þessum stöðum er hann orðinn örv-
ilnaður í sínum leik. Þetta er kjarna-
leikmaður sem á bara að fá sína
stöðu,“ segir Willum og útskýrir að
afleiðingarnar séu jafnframt slæmar
fyrir liðsfélagana, sem tapa tilfinning-
unni fyrir hlutverki hans.
Varðandi framlínuna hjá Liverpool
segir Willum að þrátt fyrir að hann sé
með sex frambærilega sóknarmenn,
verði hann að fara að ákveða hver sé
númer eitt og hver sé númer tvö.
„Leikmannakaupin hjá Rafael Ben-
itez finnst mér líka hafa verið stórund-
arleg,“ segir Willum. „Jermaine Penn-
ant, Fabio Aurelio, Steven Warnock
og Mark Gonzalez eru augljóslega
ekki nógu góðir fyrir Liverpool og ég
skil hreinlega ekki hvað þeir eru að
gera þarna.“
Guðjón í starfið
„Það er fljótgert að leysa vandamál
Liverpool-liðsins: Segja Benitez upp
og ráða mig. Ég væri fljótur að laga
það,” svarar Guðjón Þórðarson þegar
hann er inntur eftir því hvernig Li-
verpool getur snúið við slöku gengi
liðsins undanfarið. „Benitez er með
einn besta leikmann Bretlandseyja
og jafnvel Evrópu í þvælustöðu eins
og ég kalla það. Hann var með Gerr-
ard á kantinum í leiknum gegn Manc-
hester um síðustu helgi og sagði eftir
leikinn að ef hann hefði haft hann
á miðjunni hefði hann stöðugt
verið pressaður af Paul Scholes og
Michael Carrick. Hann er betri en
báðir þessir leikmenn og hefði alveg
þolað þá pressu. Ef ég tæki við þessu
liði núna myndi ég fara í einfalda 4-
4-2 og nálgast hlutina af meiri krafti
og áræðni,“ segir Guðjón, hógvær að
vanda.
Frítt í leikhús
Þoð er ekki flókið, þú gistir hjó
okkur og fœrð miðo ó sýningu
Leikfélogs Akureyror í koupbœfi*
"—\ HOTEL
Vi/ AKUREYRI
Hafnarstræti 67
600 Akureyri
Sími: 462 5600
www.hotdakureyri.is
hotelakurevrifrt hotelakurevri.is
’gildir ó sýningordögum LA, sjó www.leikfelog.is. Tokmorkoð mogn,
iidir ekki með öðrum (iiboðum
Eggert Magnússon hefur ekki misst áhugann:
Samningsstaðan
hefur styrkst
West Ham tapaði enn einum leik
sínum á þriðjudagskvöld þegar
liðið beið lægri hlut fyrir annarrar
deildar liði Chesterfield í Carling-
bikarnum, 2-1. West Ham er þar
með úr leik í bikarnum, en tapið var
það áttunda í röð hjá liðinu.
„Ég hef síður en svo misst áhug-
ann á því að eignast meirihluta í
félaginu og maður skyldi einungis
ætla að samningsstaðan hafi styrkst
ef eitthvað er, miðað við gengi liðs-
ins,” sagði Eggert Magnússon, for-
maður KSÍ, aðspurður um hvort
hann hefði enn áhuga á að fjárfesta
i félaginu sem nú situr í næstneðsta
sæti úrvalsdeildar með fimm stig
eftir níu leiki. Eggert hefur átt í
viðræðum við forráðamenn West
Ham að undanförnu um hugsan-
lega yfirtöku á félaginu, en greint
var frá því í síðustu viku að West
Ham hafi verið ósátt við hversu
stór hluti tilboðs fjárfestingafé-
lags Eggerts væri fjármagnaður
með lánsfjármagni, eða rétt um
helmingur tilboðsins.
West Ham tapaði sínum áttunda leik í röð West Ham beið lægri hlut
fyrir annarrar deildarliði Chesterfield i bikarnum á þriöjudagskvöld. Eggert
Magnússon segist ekki óttast að liðiö falli og segir einungis að samnings-
staða sín hafi styrkst.