blaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 38
50 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006
blaðiö
Kungfú-myndir
Saga kínverskrar bardagalistar
teygir sig allt aftur til 1200 ára
fyrir Krist og er tengd heim-
speki, stjórnmálum og menn-
ingarsögu Kína. Nú á dögum
er kínversk bardagalist vinsæl
í kvikmyndum hins vestræna
heims jafnt sem hinum aust-
ræna og sumir vilja meina að
kungfú-myndirnar sem urðu
vinsælar á áttunda áratugnum
séu sterkt sameiningartákn aust-
urs og vesturs. Jet Li og Jackie
Chan eru einna vinsælastir en
vinsældir kungfú-mynda og
hugtaksins kungfú má rekja til
ársins 1970 þegar sjónvarps-
þættir sem kölluðust Kungfú
urðu vinsælir vestra.
Þátturinn vakti hörð viðbrögð
Kínverja vegna þess að aðal-
söguhetjan, David Carradine,
var hvítur. Bruce Lee hafði sóst
eftir aðalhlutverkinu en var
neitað vegna þeirra fordóma
sem þá rfktu um Asíubúa í
Bandaríkjunum.
kungfú-myndir
1. Iron Monkey (1993)
2. Fist Of Legend (1994)
3 Heroes of the East
(AKA Shaolin Chal- wTWjP'
lenges Ninja) (1978) \
4. Shaolin V. Lama (1983)
5. Drunken Master II (AKA Leg-
end of Drunken Master) (1994)
pf)9§ 6 Once Upon a Time
igjijfcr- In China (1991)
j&§|É| i Executioners From
Shaolin (1977)
8. Master Killer (AKA Shaolin
Master Killer, The 36th Cham-
ber of Shaolin) (1978)
' Hero (2003)
10. Kung Fu Hustle (2005)
í Disney-myndinni Aladdin, þegar Aladdin er að tala við Jasmín prinsessu áður en þau hefjast Á tímabili heyrðist setningin Let’s get outta here i 84 prósentum
á loft á töfrateppinu, ræðst tígrisdýríð Rajah á kvikmynda sem voru 1 •
hann. Aladdin segir kettinum að koma sér í burtu en segir svo Jasmín lágum rómi að afklæðast. framleiddar í Hollywood. j^|J itwood
HVAÐ SÁSTU
Gísli Örn sá flottasti
„Ég fór aö sjá myndina Börn. Myndin
þykir mér frábært
framlag til ís-
lenskrarkvikmynda-
gerðar því hún ber
boðskag, er fallega
skrifuð, snertir
mann og breytir lífi
manns," segir Halla
Vilhjálmsdóttir.
„Það er það sem ég leita að þegar ég
horfi á kvikmyndir, að þær snerti mig
það mikið að þær hafi ákveðinn breyt-
ingarmátt á líf mitt. Gisli Örn, Ólafur
Darri og Nína sýna afburðaleik í mynd-
inni. Ég tel Gísla Örn vera flottasta
unga leikarann í dag. Hann tekur við
þeim eldri svo sem Baltasar og Ingvari
sem aðaltöffarinn,” segir Halla og bætir
við. „Hann fær þetta einstaka tækifæri
að leika tvö mismunandi hlutverk í
myndinni og leysir það vel af hendi.
Hann þurfti að breyta sér mikið til að
takast á við hlutverkið og mér finnst
alltaf gaman að horfa á leikara takast
á við eitthvað sem reynist öðru fólki
erfitt. Við getum kallaö það hetjuleik.
Þetta framlag Vesturportshópsíns kom
mér ekki á óvart, ég bjóst við miklu
þegar ég fór á giyndina en fékk meira."
Vel leikin og einlæg
„Ég sá The Three Burials of Meiquia-
des Estrada á kvikmyndahátíð í Regn-
boganum," segir
Krummi í Mínus.
„Myndin er nútíma-
vestri, leikstýrð af
Tommy Lee Jones
sem leikur einnig
eitt aðalhlutverka.
Aðrir sem leika í
myndinni eru Barry
Pepper og Dwight Yoakam. Mér fannst
myndin vera einlæg og vel leikin. Djöf-
ull töff músík prýðir myndina og sagan
er bæði falleg og myrk um vináttu og
hefnd í Mexíkó.”
Mýrin góð og vel tekin
„Ég fór á Mýrlna á sunnudag og fannst
hún mjög góð. Þetta er góð, íslensk
I spennumynd. Flott
R mynd og vel tekin,“
£■S y,liM segir Björn Lárus
H Arnórsson. „Ég las
I bókina fyrir löngu
| og hafði gaman af.
r$i, Ingvar Sigurðsson
og Björn Hlynur
Haraldsson eru góðir í hlutverkum
sínum sem Erlendur og aðstoðarmaður
hans. Mér fannst skemmtilegt hvernig
þeir tveir mætast og eru félagar. Nú-
tímamaöurinn sem fær sér kaffi latte
og Erlendur af gamla skólanum sem er
sennilega meira fyrir sviðakjamma."
Ragnar Hansson er leikstjóri sjónvarpsþátt-
arins Sigtið sem er að hefja göngu sína á
nýjan leik á Skjá einum í kvöld. Þættirnir
hafa vakið mikla lukku og verður því
spennandi að sjá hvernig Sigtið verður án
þáttastjórnandans Frímanns Gunnarssonar
en hann ku hafa glopraö sjónvarpsþætt-
inum úr höndunum og þarf því að leita á
önnur mið.
Hvað hefur þú verið að
horfa á undanfarið?
„Ég hef að undanförnu verið að horfa mikið
á nýja breska gamanþætti. Það er enda-
laust úrval af skemmtilegum þáttum. Á BBC
eða Channel 4 ertil dæmis sjálfstæð fram-
leiðsla í gangi þannig að það eru margir
sem fá tækifæri til þess að spreyta sig og
hefur útkoman stundum orðið alveg frábær.”
Er eitthvað sérstakt
sem þú mælir með?
„Ég var að uppgötva geggjaða breska
gamanþætti sem heita Garth Marenghis
Dark Place og þetta eru mestu snilldar-
þættir sem ég hef séð í lengri tíma. Ég
uppgötvaði þá á Netinu góða þegar ég var
að leita að einhverjum leikurum. Þáttunum
er leikstýrt af Richard Ayoade sem er alger
snillingur. Hann leikur í öðrum þáttum sem
mér finnst líka mjög skemmtilegir sem
heita The IT Crowd og eru búnir að slá í
gegn í Bretlandi og ég vona að þeir birtist
i sjónvarpi allra landsmanna innan tíðar.
Þættirnir Garth Marenghis Dark Place eru
Mock Horror Sci-fi-þættir og fjalla um
Garth Marenghi sem er hrollvekjuhöfundur
eins og Steþhen King og allt gerist þetta
á níunda áratugnum. Ef ég ætti að lýsa
þessum þáttum nánar þá eru þetta Twil-
ight Zone/Quantom Leap meets80s-löggu-
þættir en þetta er alveg frábær blanda."
Áttu þér uppáhaldskvikmynd?
„Já, þær eru nokkrar og þeirra á meðal eru
til dæmis Brazil og Raising Arizona en þær
eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Svo eru auð-
vitað margar góðar en þessar ber kannski
helst að nefna.“
Eru sérstakar myndir sem
þú horfir helst á?
„Nei, ekki beint, en ég er kannski aðallega
hrifinn af góðum myndum sem skemmta
manni líka. Það er svo mikið til af gæða-
myndum sem maður bíður alltaf eftir
að séu búnar. En það er gaman að hafa
gaman af myndum. Ég líka mjög hrifinn af
sniðugum handritum og þess vegna horfi
ég líka á myndir eins og Toy Story og Back
to the Future af því að það eru svo sniðug
handrit að þeim.“
Áttu þér uppáhaldsleikara?
„Nei, ég held að ég eigi ekki uppáhaldsleik-
ara, en ætli ég verði ekki bara að nefna
Gunnar Hansson."
Áttu þér uppáhaldsbók eða rithöfund?
„Ég verð að viðurkenna að ég hef nú ekki
lesið mikið upp á síðkastið, en þegar ég
tek risþur þá er ég mikill Kurt Vonnegut-
maður og ég fíla líka Paul Auster og Haruki
Murakami."
Hefurðu unnið við eitthvað sem
þú skammast þín fyrir og vilt helst
gleyma?
„Já, ég hlýt nú að hafa gert það. Ég vann
í eitt og hálft ár hjá Latabæ en ég veit nú
ekki hvort ég skammast mín fyrir það, en
þangað ætla ég samt aldrei aftur. Það er
kannski það sem kemst næst því en er nú
samt ekkert svo hræðilegt.”
Er eitthvað sem þér finnst að mætti
breyta i kvikmyndabransanum?
„Það eina sem þyrfti kannski að breyta til
þess að fá að sjá flelri góðar myndir væri
að breyta áhorfendum. Það eru bara svo
margir sem vilja heiladauðar myndir og ég
hef svo sem alveg gaman af því líka. Á fs-
landi væri ég til í meiri peninga en svo þarf
kannski ekkert að breyta neinu ef maður
er nógu sniðugur."
Hvaða verkefni þykir þér vænst um?
Það er þottþétt Sigtið. Ég er rosalega
stoltur af nýju seríunni og finnst hún vera
mikið skref fram á við. Ég vona bara að
þeir sem fíluðu fyrri seríuna verði jafn
ánægðirmeð þessa."
Hver hefur mest áhrif á þig?
„Ég held að það sé einn af mínum uppá-
haldsleikstjórum en hann hefur gert um 50
myndir á aðeins 10 árum. Hann heitir Tak-
ashi Miike og er japanskur. Myndirnar hans
eru álíka misgóðar og þær eru margar en
það er alltaf jafn gaman að fylgjast með
honum. Það er bara svo margt sem ég er
sammála honum um þó að ég sé ekkert
endilega hrifinn af öllum myndunum hans.
Hann hefur bara svo flotta sýn á kvik-
myndir og það er það sem ég hrífst af.“
hilda@bladid.net
Ragnar Hansson leik-
stjóri Leikstýrir sjón-
varpsþáttunum Sigtið
sem honum þykirafar
vænt um.
Kvöldið er okkar
Frábœr tónlistQrskemmtun í ^
SjQllonum 27. okt og 0. nóv.
Matur, sýning, dansleikur og gisting '•'Sj*.*
Sjá nánor á www.sjollinn.is
Vi/ AKUREYRI
Hafnarstræti 67
600 Akureyri
Sími: 462 5600
|J www.hotelakurcyri.is
, hotelakureyri(flhotelakurevri.is
*Á monninn miðoð við tvo i herbergi
Tokmorkoð moqn, qildir ekki með öðrum tilboðum
Væntanlegt í bíó
FEARLESS
-Goðsögnin um Huo Yuanjia
Kvikmyndin JET LI’S FEARLESS
verður frumsýnd á morgun (27.
október) í Smárabíói og Regnbog-
anum.
Jet Li segir FEARLESS vera sína
síðustu bardagamynd og segir
hana vera persónulega vegna
þess að í henni komi fram sú
heimspeki sem hann lifi og læri
eftir.
Fjallað er um ævi Huo Yuanjia
sem stofnaði Jingwu-skólann, en
Bruce Lee var meðlimur í honum
í „Fist of Fury” (1972) og Li sjálfur
í „Fist of Legend’’ (1994). Huo
varð frægasti bardagamaður
Kína og goðsögn hans lifir enn.
Hann þurfti að horfast í augu
við persónulegan harmleik, en
braust út úr skammdeginu og á
spjöld sögunnar. Með framgöngu
sinni skilgreindi hann hinn sanna
anda bardagalistarinnar sem afl
til friðar og upplyftingar andans
og varð þjóð sinni svo mikill inn-
blástur að mihning hans lifir enn
góðu lífi.
Huo Yuanjia fæddist á milli
1867 og 1869 í þorpinu Xiaonan
í Tianjin. Hann var fjórða barn for-
eldra sinna af tíu. Faðir hans hafði
afkomu af því að gæta vagna sem
fóru um héraðið með verslunar-
varning. Huo fæddist afar veik-
burða sem gerði það að verkum
að faðir hans ákvað að kenna
honum ekki WUSHU, bardagalist.
Þess í stað óskaði hann þess að
sonur hans lærði á bók. Þetta
varð honum ef til vill til mikillar
blessunar enda varö Huo þekktur
fyrir friðsemi sína og auðmýkt.
Myndin hefur notið fádæma
vinsælda í Asíu, ef til vill vegna
goðsagnarinnar um Huo Yanjia,
og slegið öll aðsóknarmet. Til
að mynda hefur hún náð meiri
vinsældum en stórmyndirnar
„Crouching Tiger, Hidden Dragon”,
„Hero” og „House of Flying Dag-
aers”.
I bardagaatriðum myndarinnar
er lítið notast við tæknibrellur og
raunverulegir bardagasnillingar
sjást hvað eftir annað leika listir
sínar án þess að reiða sig á net,
víra og tölvubrellur.
dista@bladid.net