blaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 1
237. tölublaó 2. árgangur
þriðjudagur
31. október 2006
FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓKEYPIS!
■ MENNIWG
Zacharias Heinesen, sonur
rithöfundarins Williams,
sýnir málverk sín á íslandi
I SlÐA 32
■ ÍPRÓTTIR
Eiður Smári og félagar í
Barcelona mega ekki við tapi
gegn Chelsea í Meistaradeildinni
I SÍÐA40
Jón Baldvin Hannibalsson kærður:
Yfirheyrður af logreglu
■ Sagði fyrrum lögreglustjóra alræmdan ■ Vildi ekki tjá sig um samtal við lögreglu
Eftir Höskuid Kára Schram
hoskuldur@bladid.net
Lögreglan í Reykjavík hefur nú til rannsóknar
kæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrr-
verandi ráðherra, vegna ummæla er hann lét falla
um Sigurjón Sigurðsson, fyrrverandi lögreglu-
stjóra í Reykjavík, sem lést fyrir tveimur árum.
Jón Baldvin kallaði Sigurjón „alræmdan lög-
reglustjóra“ í viðtali við Ríkissjónvarpið í byrjun
október í tengslum við hlerunarmálið.
Börn Sigurjóns ákváðu að kæra Jón til ríkissak-
sóknara þar sem þau töldu ummælin vera æru-
meiðandi. Telja þau ennfremur að ríkissaksóknari
eigi að taka málið að sér þar sem ummælin snúa
að störfum Sigurjóns sem lögreglustjóra.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í
Reykjavík var Jón kallaður til viðtals vegna máls-
ins í gær en óvíst er hvenær rannsókn lýkur.
Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og
verjandi Jóns Baldvins, segir máíið í röngum far-
vegi og að lögreglunni sé í raun óheimilt að rann-
saka málefnið samkvæmt lögum um meðferð op-
inberra mála. Hefur hann því lagt fram þá kröfu
að málinu verði vísað frá. „Þetta mál á ekki heima
hjá lögreglunni í Reykjavík. Hins vegar tel ég að
afkomendur Sigurjóns eigi þess kost að láta reyna
á réttarstöðu sína með einkarefsimáli fyrir héraðs-
dómi,“ segir Ragnar.
Jón Baldvin Hannibaldsson vildi ekki tjá sig um
málið.
! ( i
íésh
...
Vatnselgur af mannavöldum Vatnslaust varð í Grafarholti, hluta Grafarvogs og Mosfellsbæjar upp úr klukkan tvö í gærdag eftir að maður á gröfu gróf í sundur vatnsrör viö gatnamót
Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar. Loka varð fyrir umferð þar sem vatnið flæddi yfir veginn en tæpa klukkustund tók að tengja framhjá leiðslunni.
VEÐUR
»síða2 I KONAN
» síður 21 -28
Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir hafði
umsjón með netverkefni
sem færði Varmárskóla
viðurkenningu fyrir
eTwinning.
Kalt en bjart
Hæg austan- og norðaust-
anátt. Skýjað með köflum
sunnan- og vestanlands.
Frost allt að 6 stig.
Sérblað um
konur fylgir
Blaðinu í dag
Einstakt enskunámskeið
Fyrirþá sem vilja styrkja enskugrunninn,
tala og skilja enska tungu.
Fjarném með 271/2 tíma enskunámskeiði á cd diskum
Slökunardiskur með jákvæðri staðfestingu með tónlist
frá Friðriki Karlssyni
Vinnubók með enska og íslenska textanum
Taska undir diskana
Áheyrnarpróf í lok náms
Mörg stéttarfélög, fræðslusjóðir og fyrirtæki styrkja þetta námskeið
WWW.SVAR.IS
MIRAI 20" LCD
TILBOÐSVERÐ
Cf49.90Ö^~
FULLT VERÐv69.-900-,
MIRAI 32" HDTV LCD
I TILBOÐSVERÐ
99.900-
FULLT VERÐ: 139;900
:m
IRAI 37" HDTVLCD I
TILBOÐSVERÐ
149.900-
FULLTVERÐ: 189.900- .
svan)
SIÐUMULA 37 - SIMI 510 6000
KOliKli
rnahúsgögn sem stækka
JIÖHíJKÍNJ) Jlf imillÞ
Sérverslun með barnahúsgögn og fylgihluti