blaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2006 blaðið Auglýsum ísland fullt Er áfengisauglýsingabann ein- hver lausn á áfengisvanda unglinga eða fullorðinna? Er það einhver for- vörn? Er það ekki frekar félagslegt umhverfi og uppeldi barnsins sem skiptir máli? ísland er eitt örfárra Evrópu- landa þar sem almennt bann gildir við auglýsingum á áfengi! Áfengislögin hljóða svona í stuttu máli: „Samkvæmt 20. gr. áfengislaganna er með öllu óheim- ilt að auglýsa hverskonar drykk sem inniheldur meira alkóhól en 2,25%. Varning, dreifibréf, myndir Umrœðan Bann við áfengis- auglýsingum er tímaskekkja Hlynur Viðar Birgisson af áfengistegundum, atriði tengd áfengisdrykkju, áfengisvöruheiti, auðkenni og svo framvegis.” Bann við áfengisauglýsingum í inn- lendum fjölmiðlum hefur verið hér á landi allt frá 1928, en þá gilti hér áfengisbann, og svo þegar innflutn- ingur var leyfður á ný árið 1935 hélt bannið gildi sínu. Með þessu banni erum við að stangast á okkar eigin stjórnarskrá. Samkvæmt 73. gr. stjórnarskrár- innar þá kemur alveg ljóst fram að ekki megi hefta tjáningarfrelsið. Eigum við að banna innflutning á erlendum prentmiðlum, loka fyrir erlendar sjónvarpsrásir og erlendar vefsíður þar sem fram koma áfeng- isauglýsingar? Börn og unglingar nota Netið mjög mikið og horfa vissulega á erlendar sjónvarps- stöðvar og erlendar bíómyndir þar sem oftast nær er drukkið áfengi af einhverju tagi. Mjög erfitt er fyrir íslenska áfeng- isframleiðendur að koma sinni vöru á framfæri. Á meðan geta erlendir aðilar komið auglýsingum sínum hvaðan sem er að og auglýst sína vöru. Má því segja að þetta bann sé barn síns tíma og augljóst ójafn- ræði milli framleiðenda sem getur engan veginn talist sanngjarnt. Þegar við horfum á uppeldi barns þá er það á ábyrgð foreldranna að kenna og stýra barni sínu í rétta átt, segja því hvað er rétt og hvað er rangt og reyna að leiðbeina því í réttan farveg. En það er einungis hluti af þessu þar sem börn eldast og verða að unglingum og falla inn í mismunandi félagslega hópa. Ung- lingarnir fylgja oftast nær hópnum, ef einn gerir þetta gerir hinn það mjög líklega líka. Einnig eru for- varnarstörf hér á landi mjög góð í grunnskólum. Auglýsingar á léttöli eru löglegar og má auglýsa að vild. Er einhver að segja mér að börn og unglingar geri greinarmun á létt- öli frá öðru áfengi? Dósin/flaskan lítur yfirleitt alveg eins út og það sem sterkara er, nema það stendur í litlum stöfum 2,25% á dósinni eða flöskunni. Ég hef ekki trú á því að auglýsingar áfengis hafi áhrif á hvort fólk byrji að drekka á ung- lingsárunum eða síðar. ísland er eitt örfárra Evrópu- landa þar sem almennt bann gildir við auglýsingum á áfengi! Þess má geta að sænskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að sænsk lög sem leggja bann við áfengisauglýsingum séu mark- laus. Þau brjóti grundvallarreglur Evrópusambandsins um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaðinum! Ný áfengislög eru nauðsyn Frumvarp sem lagt var fram á 131. löggjafarþingi varðandi breytingar á 20. gr. áfengislaganna er mjög góð lausn til að aflétta áfengisauglýsinga- banni en takmarkar auglýsingarnar í leiðinni. Meðal breytinga sem lagðar voru fram eru eftirfarandi: „Við auglýsingar á áfengi og aðrar markaðssetningaraðferðir sem bein- ast að almenningi er skylt að vara við skaðlegum áhrifum áfengis á heilsu manna.” „Óheimilt er að auglýsa áfengi í ljós- vakamiðlum frá klukkan 5 að morgni til klukkan 20 að kvöldi.” „Óheimilt er að auglýsa áfengi á stöðum þar sem ungt fólk kemur saman, svo sem íþróttasvæðum, í fé- lagsheimilum, mennta- og menning- arstofnunum, á útivistarstöðum og í opinberum byggingum.” „Óheimilt er að auglýsa áfengi á ís- lenskum vefsíðum frá klukkan 5 að morgni til klukkan 20 að kvöldi. Fram- leiðendum og innflytjendum áfengis er þó heimilt að halda skrá yfir vörur sínar á eigin heimasíðum og kynna þar eiginleika varanna. Skylt er að birta notendum fyrirvara áður en þeir fara á síðuna um að þar sé að finna efni sem ekki er ætlað börnum eða ungmennum undir 20 ára aldri.” Þessar breytingar tel ég mjög góðar og réttar. Þetta hefur þau áhrif að börn verða lítið sem ekkert vör við auglýsing- arnar á meðan áfengisdreifendur og framleiðendur fá sitt frelsi. Það mætti líka bæta við þetta einhverjum kvóta af magni áfengisauglýsinga hvers mán- aðar i ljósvakamiðlum landsins, til að ganga úr skugga um að það verði ekki einungis áfengisauglýsingar á kvöldin sem komast að í sjónvarpinu. Við eigum rétt á að auglýsa og al- menningur á rétt á að vita hvað er í boði. Ég skora þess vegna á Alþingi að endurskoða og breyta þessum lögum. Höfundur er markaðsstjóri. Vinir og samherjar Össurar Skarphéðinssonar boða Fagnaðarfund NASA v/Austurvöll miðvikudaginn 1. nóvember kl. 17 til 19. Össur Skarphéðinsson býður gesti velkomna. Jóhannes Kristjánsson eftirherma fjallar um stjórn- málaástandið. Elísabet Eyþórsdóttir syngur lög Barkar Hrafns Birgissonar við Ijóð Einars Más Guðmundssonar af geisladiskinum Þriðja leiðin. Andríkt spjall og léttar veitingar. Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram laugardaginn 11. nóvember. www.ossur.hexia.net Vegið að háskóla- námi á landsbyggð í gær átti ég fund með fjarnámsnem- endum í Fræðslunetinu á Selfossi frá heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Hjúkrunarfræðinemum í numerus dausus. Tilefnið er sú makalausa mismunun sem lögð er til í fjárlögum ( fram- lögum til menntunar hjúkrunarfræð- inga eftir því hvort um ræðir Háskól- ann á Akureyri eða Háskóla íslands. Þar er lagt til að Hl fái framlög til að taka inn 25 nemendur til viðbótar upp úr numerus clausus. Háskólinn á Ák- ureyri engan. Auðvitað eiga báðir skólarnir að fá sömu aukningu. Hvort sem litið er til byggðasjónarmiða eða almennra sann- girnis- og jafnræðissjónarmiða. Kjarni málsins er sá að við byrjun skólaárs 2006/07 fengu þessir nem- endur inngöngu í fyrrgreint nám á ákveðnum forsendum. Þær forsendur lágu fýrir og grundvallast á jafnræði á milli nemenda í numerus dausus í Hl og HA. Allir sætu við sama borð við að keppast um að ná inn til áframhald- andi náms eftir áramót, en með til- lögu á fjárlögum um aukningu til Hl um 25 nemendur en enga aukningu til HA eru þessar forsendur brostnar og alvarleg mismunun lögð til. Það er vegið að háskólanámi á lands- byggð og því ber að breyta. Hvað segir Birkir Jón, formaður fjárlaganefndar og stuðningsmaður háskólanáms á landsbyggðinni? Það skal tekið fram að ég fagna ein- dregið aukningunni til Hl, en að sjálf- sögðu á HA að fá það sama í sinn hlut. Enda sendu, að mér skilst, rektorar skólanna saman bréf til yfirvalda þar sem óskað var eftir framlögum til að mennta 25 hjúkrunarfræðinga í við- bót og að það kæmi hlutfallslega jafnt á báða skólana. Þetta er nú hundsað og tillagan komin fram í þessari mynd á fjárlögum. Af þeim liðlega 130 nemum í num- erus klausus í hjúkrunarfræði við Háskóla tslands komast hlutfallslega mun fleiri áfram en stunda sama nám í HA. Hefðu þessar forsendur legið fýrir þá hefðu að sjálfsögðu margir nemendanna tekið sig upp og farið í Fjamám er hinum dreifðu byggðum nauðsyn Umrœðan Björgvin G. Sigurðsson námið í Reykjavík. Málið er að það á að leggja til sömu hlutfallsaukningu til HA, um 10 nem- endagildi. Þá er jafnræði haldið á milli nemenda og skóla. Skora ég á ráðherra menntamála og formann fjárlaga- nefndar að taka málið upp og koma þessu í lag. Þetta þarf að liggja fyrir núna. Ekki eftir áramót. Nemend- urnir verða að vita hvar þeir standa. Fjarnám er mikið hagsmunamál byggðanna og ómetanlegt að geta sótt háskólanám í heimabyggð. Annars flytur fólk í burtu eða fer ekki í nám. Því er það fráleitt að vegið sé að há- skólamenntun á landsbyggðinni með þessum hætti. Þetta mál snýst um réttlæti og sann- girni. Nú er boltinn hjá ráðherra og fjárlaganefnd og hef ég lagt inn ósk um að ræða málið við hana á Alþingi þegar það kemur saman (vikunni. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinn- ar í Suðurkjördæmi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.