blaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 25
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2006 33 Til dýrðar Kópavogi „Þema kvöldsins er Kópavogur en það þýðir að öll lögin tengjast Kópa- vogi á einhvern hátt,“ segir Erla Alexandersdóttir, varaformaður Samkórs Kópavogs. Kórinn heldur upp á 40 ára afmæli sitt með þrenn- um tónleikum í Salnum 1., 2. og 5. nóvember. „Á efnisskrá eru meðal annars lög eftir Fjölni Stefánsson, Sigfús Halldórsson og Þorkel Sigur- björnsson en þeir hafa allir starfað og búið í Kópavogi. Einnig verða flutt vinsæl lög Ríó-tríósins,“ segir Erla. „Einsöngvarar eru Guðrún Gunn- arsdóttir og Bergþór Pálsson. Píanó- leikari er Aðalheiður Þorsteinsdóttir en auk hennar leikur þriggja manna hljómsveit með kórnum. Stjórnandi er Björn Thorarensen. Þetta verður því sannkölluð tónlistarhátíð og ég á ekki von á að nokkrum manni muni leiðast,“ segir Erla. „Kórinn átti afmæli 18. október en það voru þeir Jan Mórávek, Valur Fannar, Garðar Sigfússon og Skafti Ólafsson sem stofnuðu kórinn. Þeir mæta á svæðið og svo munu 40 stofn- félagar af fyrstu æfingunni koma og vera með okkur,“ segir Erla. Miðaverð á tónleikana er 2000 krónur og verða þeir miðviku- daginn 1. nóvember klukkan 20, fimmtudaginn 2. einnig klukkan 20 og sunnudaginn 5. nóvember klukkan 16. Miðasala fer fram á www.salurinn.is en einnig er hægt að kaupa miða í Salnum alla virka daga klukkan 10.00 - 16.00 og klukkustund fyrir tónleika. kristin@bladid. net jur fiskur í sjc í hádeginu í dag verður boðið upp á leiðsögn um sjávarhætti á grunnsýningu Þjóðminjasafns- ins og mun Ágúst Georgsson þjóðháttafræðingur leiða gesti um sýninguna. Erindi Ágústs hefst í fyrirlestra- sal Þjóðminjasafnsins og að því loknu gefst gestum kostur á að sjá umrædda muni með eigin augum. Fagrirfiskar í sjó voru lengi eitt helsta lifibrauð ís- lendinga og grundvöllur annars aðalatvinnuvegs þjóðarinnar. Á grunnsýningu Þjóðminjasafns Islands, Þjóð verðurtil, eru , ýmsir forvitnilegir gripir sem fLIfe.. tengjast sjávarháttum, ekki síst veiðum á fiski, hákarli, hval og sel. Ágúst Georgs- son var lengi forstöðumaður Sjóminja- safns Islands sem áður var ein af deildum Þjóðminjasafnsins. Hann er afar fróður um allt sem varðar sjávarhætti fyrri alda og mun vafalaust ausa úr sínum viskubrunni næstkomandi þriðjudag. I hljóðstöð á 3. hæð grunnsýningarinnar næst jafnvel símasamband við sjómann nokkurn á 19. öld sem þessi sérfræðingur átti þátt í að skapa ásamt öðrum. Þetta er fjórði fyrirlesturinn eða leiðsögnin í röð sérfræðileiðsagna Þjóð- minjasafnsins sem boðið er upp á í vetur. Nýmælið hefur hlotið góðar undirtektir og hafa leið- sagnirnar verið fjölsóttar. Færeyskur hval- veiðikrimmi Bókaútgáfan Grámann sendir frá sér færeysku sakamálasög- una Krossmessu eftir metsölu- höfundinn Jógvan Isaksen. I Krossmessu segir frá því að færeyski blaðamað- urinn og snuðrarinn Hannis Martinsson, sem fluttur er aftur heim eftir langa dvöl í útlöndum, tekur að sér að rannsaka lát tveggja ungra breskra umhverfis- verndarsinna. Ungmennin fund- ust myrt á hinn hroðalegasta hátt innan um dauða grindhvali í Þórshöfn, skömmu eftir að stór hvalavaða hafði verið rekin þar á land og drepin. Voru hér að verki reiðir heimamenn, and- vígir afskiptasemi útlendinga af fornum hefðum Færeyinga, eða býr eitthvað annað og meira að baki? Krossmessa var mest selda bókin í Færeyjum fyrir jólin 2005. yjiaveir-jliui Gleraugu frá Frumkvöðull að lœkkun gleraugnaverðs Á ÍSLANDI www. 3j on orh oTh p Ljósmynd Glerau SJONARHOLL Þar sem gœðagleraugu kosta minna áfnarfirði Umgjörö + plastgler meö Súperglampavörn Sph. +/- 4.0 Cyl 2.0

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.