blaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 34

blaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 34
42 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2006 blaöiö Tíðatappar sem ilma eins og rósir Tampax hefur sett á markað tíðatappa sem ilma eins og rósir. Tíðatapparnir eru seldir í skrautlegum pakkningum og minna þær frekar á umbúðir utan um sælgæti en tíðatappa. Margar konur hafa mótmælt markaðssetningu tíðatapp- anna, finnst hún bera keim af kvenfyrirlitningu og vilja fræða ungar konur um að blæðingar séu eðlilegt ástand sem ekki þurfi að skammast sín fyrir eða fela. Kate Moss fyrir TopShop Kate Moss hefur hannað fatalínu fyrir TopShop og verður hægt að festa kaup á fatnaði úr línunni strax næsta vor. Kate Moss er þekkt fyrir að vera ávallt feti framar í tískunni, rokkuð og djörf í klæðaburði og mikil tískufyrirmynd ungra kvenna. Fatalínan mun bera hið frumlega heiti: Kate Moss fyrir TopShop. Spólaö til baka Ég fór á myndina The Departed á sunnudagskvöldið en hún var frum- sýnd um helgina. Þetta er nýjasta , mynd leikstjór- ans Martins «• Scorsese og |^> leikararnir eru > v ekki af verri end- & anum. Leonardo DiCaprio, Matt Damon og Jack Nicholson fara með aðalhlut- verkin og standa kapparnir sig með stakri prýði. Myndin var hins vegar of löng, heilar 152 mínútur eru eiginlega aðeins of margar fyrir svona spennumynd. Tveir klukkutímar hefðu verið yfrið nóg því það var stundum eins og leikstjórinn hefði ekki tímt að klippa framan eða aftan af senunum fyrst hann var nú einu sinni búinn að fá alla þessa stjörnuleikara til þess að leika í þeim. Svo var þetta líka bara einum of amerískt fyrir mig. Án þess að ég ætli eitthvað að kjafta frá endinum, svona svo ég eyðileggi ekki myndina fyrir öllum hinum, verð ég að segja að hann var aðeins of ódýr fyrir minn smekk. Ég hefði gjarnan viljað fara út í kalda sunnudags- nóttina með einhverjar spurn- ingar í kollinum; hver er hinn rétti erfingi krúnunnar eða hver drap Kennedy? Mér finnst alltaf voðalega kjánalegt að labba út úr bíósalnum og maður gleymir því næstum um hvað myndin var á meðan maðurtreðst eins og sard- ína í dós út úr salnum. Þá vil ég heldur íslenskt, já takk. Það var allt öðruvísi að ganga út af Mýr- inni, þá veltust í kollinum á mér spurningar um íslenskt samfélag, siðferði og ýmislegt fleira. Sú mynd hafði margfalt meiri áhrif á mig en The Departed, og þó að ameríska myndin væri meiri hasarmynd þá risti hún bara ekki eins djúpt. Þannig að hrós dagsins fær Baitasar Kormákur fyrir að rústa stjörnuleikstjóranum Martin Scorsese... ís- land, best í heimi! Matarmenning Meginuppistaða i mataræði íbúana eru eldbakaðar pitsur að hætti Reykjavík Pizza Company. Þegar um opinberar heimsóknir erlendis frá er að ræða er boðið upp á íslenskar kræsingar, svo sem lambalæri, sviða- kjamma og skyr. Hvenær er hentugt að ferðast Þar sem hlutfall atvinnuleysis er hátt hentar nánast hvaða tími dags sem er til heimsókna. Þó er ráðlagt að vitja ekki heimamanna mjög árla morguns. Siðir og venjur Andrúmsloftið einkennist af friði og fíflagangi meðal þegna. Hlutum er tekið með stóískri ró og er uppátektarsemi ríkjandi sökum almenns sjónvarps- og internetsleysis í íbúðinni. Afþrey- ingarefni birtist í formi bóklesturs, bingóferða, baksturs og afslöppunar í hengirúmi íbúa. Tónlist- ariðkun er einnig vinsæl dægradvöl en hljóðfæri heimilisins eru af ýmsum toga. Næturlíf Kvöldskemmtanir eru margvíslegar. Tíðkast helst að stytta sér stundir með aðstoð borðspila og tölvuleikja. Til há- tíðabrigða eru húsgögn færð til og stof- unni breytt í „beer pong”-völl, sú íþrótt er gjarnan iðkuð við ameríska háskóla og gengur út á að slöngva borðtennis- kúlum í glös andstæðings sem þarf þar af leiðandi að teyga innihald þess. Samfélag og menning Þriðjungur íbúa er af banda- risku bergi brotinn og gætir því amerískra menningaráhrifa í þeirra daglega lifi. Kóladrykkir og kartöfluflögur setja svip sinn á landslag ibúðarinnar og hljómar amerisk dægurtónlist oft á tiðum úr fartölvum heima- manna. Alþjóðlegur bragur er á samfélagsháttum þar sem ibú- ar hafa lagt leið sína um flestar álfur heimsins og jafnframt eru heimsóknir erlendis frá í háveg- um hafðar. Næg gistiaðstaða er í boði og hefur notið mikillar hylli um helgar meðal vina og vandamanna búsettra í hærri tölu póstnúmera. Vert að sjá Kvikmyndasögunni eru gerð góð skil með póst- kortum. Handskreytta klukku má finna og brot úr Berlínarmúrnum. Hellsa Aðkomumenn er varaðir við bráðsmitandi atvinnu- leysi sem fyrirfinnst meðal íbúa og er ekki ráðlagt að dvelja of lengi í návist þeirra. Háski og hrellingar Áður en fyrstu sólargeislarnir ná að koma upp fyrir sjóndeildarhringinn hljómar þegar þungbær söngur úr nærliggjandi vinnuvélum sem rennur saman við undirleik bassaleikarans á efri hæðinni þaðan sem sama laglinan hefur borist um húsið án afláts á undanförnum misserum. Dýralíf Gestir eru boðnir i garð með söng og dansi kung-fú-hamst- urs. Einnig getur að líta fjölbreytta fánu tuskudýra. Trúarbrögð Trúfrelsi er til staðar í hibýlunum en opinber trú íbúanna er sambland af norrænni goðafræði og nútíma ofurhetjudýrkun, með vott af álfaátrúnaði. SÉRSMÍÐAÐIR SÓFAR Eftir ÞÍNUM MÁLUM Árni Bragi Hjaltason, 25 ára Ég versla helst i Dan- mörku. Reyndar keypti ég jakkann í Smash en annars finnst mér ekki auðvelt að finna föt hér. Egill Guðmundsson, 19ára Ég versla helst í Jack og Jones en ef ég sé eitthvað í öðrum búðum þá smelli ég mér bara áþað. Nikulás Nikulásson, 16 ára Ég versla helst i Smash, fer ekki mikið í aðrar búðir og mundi ekki segja að ég væri einhver Sautján-týpa. Silvía Lind Þorvaldsdóttir, 21 árs Ég versla helst í útlönd- um en hér á islandi versla ég helst í Zöru, Topshop, Spútnik og kannski Rokki og rósum. Erla Hezal Duran, 16 ára Ég versla helst í búð- unum i Kringlunni, í Sautján, Deres og svona þessum helstu búðum. » Vegvísir aö íbúðínni okkar Staðhættir Austan við Hlemm, innan um glæpagengi, spilavíti og erlenda veitingastaði, and- spænis litrikri húsalengju með myntugrænu vatnsröri sem skilið hefur eftir sig víðfeðman ryðblett á vegg sem eitt sinn var lika myntugrænn, má finna tímavél k i formi ferkantaðrar 55 fermetra ibúðar. Bak við luktar dyr má finna tímavél í formi ferkantaðrar 55 fermetra ibúðar. Klukkan handskreytta. Pálína Björk Matthiasdóttir, Aroon Wallace og Guðlaug Hermannsdóttir leigja saman ibúð ofarlega á Laugavegi. Þau gefa lesendum Blaðsins vegvisi að íbúð sinni þessa vikuna. Hengirúmið er vinsælt til afslöppun ar eftir átakamikla bingóferð. Það tiðkast að stytta sér stundir við borðspil og tölvuleiki. gotunnar Það er ekki sama tíska og götutiska. Raunsanna tiskumyndin fæst úti á götu þar sem fólk klæðist því sem virkar. Gn það er ekki sama hvert menn leita. Sumir finna föt á sig í Kringlunni eða Smáralind, aðrir við Laugaveginn og enn aðrir í Danaveldi. '%'tj ■ T W\ 4 'JS L Hj V | 7;/ Á i - j'itrfM S.: Ijjj jr*- I - ■r.;- fl —\ . ?!:rm mm wl Simi: 553-9595 www.gahusgogn.is Ármúla 19 6 af hverjum 7 konum vita hvað Ég er ~ 7 / trygglr gæðlnl virkar. Fáanlegt hjá: öiium betri apótekum landsins I A ri I HAOKAUP

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.