blaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2006 blaAiö Biðst afsökunar á falli óbreyttra James Jones, hershöfðingi og yfirmaður herafla NATO í Afgan- istan, hefur beðist afsökunar á falli óbreyttra borgara í árás her- aflans á þriðjudag. Hinsvegar segir hershöfðinginn sökina liggja hjá talibönum sem fela sig á meðal óbreyttra borgara. NATO hefur staðfest að tólf óbreyttir borgarar hafi fallið i árásinni. SBS&^ Felldu 80 AI-Kaída-liða Pakistanskar hersveitir segjast hafa fellt áttatíu Al-Ka- ída-liða í árás á trúarskóla við afgönsku landamærin. Yfirmenn hersins segja að húsnæði skólans hafi í raun verið notað til þess að þjálfa hryðjuverkamenn sem berjast með talibönum í suðurhluta Afganistans. Starfsleyfi afturkallað Flugmálayfirvöld í Nígeríu hafa afturkallað starfsleyfi flugfélagsins ADCI kjölfar þess að ein véla þess brotlenti á sunnudag. Tæplega hundrað manns létu lífið. Níu lifðu af. Ráðherra I landinu segir að flugstjórann bera ábyrgð. Fölsuð snyrtivöruauglýsing: Sparisjóður Hafnarfjarðar: Ekki tókst að birta ákæruna Ekki tókst að birta Páli Páls- syni, fyrrum stjórnarformanni Sparisjóðs Haínarfjarðar, stefnu f Héraðsdómi Reykjaness á fbstudag. Fjármálaeftirlitið höfðaði mál gegn Páli. Hann varð stjórnarfor- maður þegar hans fylking náði meirihluta í stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar á mjög umdeildum stofnfjáreigendafundi í spari- sjóðnum f janúar á sfðasta ári. Fjármálaeftirlitið tilkynnti emb- ætti ríkislögreglustjóra um grun sinn um að lög hefðu verið brotin. Meðal annars lék grunur á um að virkur eignarhlutur hefði orðið til og að upplýsingunum hefði verið leynt fyrir Fjármálaeftirlitinu. Ekki tókst að fá uppgefið hvers eðlis stefnan er né náðist í Fjármálaeftirlitið. Samkvæmt heimildum mun Páll vera bú- settur f Danmörku og þvf tókst ekki að birta honum stefnuna. Bandarísk fyrirsæta sögð sænsk kennslukona ■ Kennslukonan hvergi á skrá ■ Myndin úr bandarískum myndabanka „Húðin mín varð sléttari á 45 mínútum,” sagði kennslukonan Ewa Johansson, 59 ára, í texta með auglýsingu á hrukkukreminu Der- myn. Blaðamenn sænska blaðsins Expressen komust að því að konan á myndinni sem fylgdi auglýsingunni var fyrirsæta og var myndin fengin úr bandarískum myndabanka. í auglýsingunni segir að Ewa hafi verið óánægð með pokana undir augunum og hrukkurnar við munnvildn. Ekkert hafi gagnað fyrr en hún fór að nota fyrrgreint krem. Vitnað er í eiginmann Ewu, sem sagður er heita Bertil, og hann sagður ánægður með útlit hennar. Blaðamenn Expressen leituðu ár- angurslaust að þessum hjónum í Stokkhólmi. Ingólfur Hjörleifsson, fram- kvæmdastjóri Sambands fslenskra auglýsingastofa, kveðst telja að markaðurinn hér sé of þróaður til að menn fari að gera svona auglýs- ingar. „En það kæmi mér ekki á óvart þótt hægt væri að fletta ofan i.wmm'.fT "Mellanstadieláraren Ewa” ár amerikansk fotomodell 'Min hud blev alklua pk 48 Ansiktslyft redan efter 45 minuter” unum er því einnig haldið fram að árangur verði sjáanlegur eftir fyrsta skipti. I auglýsingunni segir meðal annars að hangandi augnalok lyftist og verði stinn, varirnar verði fyllri og nái aftur stæltu formi sínu og út- litið yngist almennt upp. MJÓLKURVÖRUR I SÉRFLOKKI w VÖRUR ÉB m FLOKKI Falsaða auglýsingin Kennslunkon- an var hvergi á skrá Er mikið ála í skólanum? ? af fleiru slíku erlendis. Hér á landi hafa menn hins vegar af og til rök- rætt hvort verið sé að herma eftir öðrum að einhverju leyti.” Kremið er auglýst á íslenskum markaði og í fslensku auglýsing- álagningu LCC+ erfyrirbyggjandi vörn! Streita og kvíði, skyndibitafæði, sætindi, stopular máltíðir - allt þetta dregur úr innri styrk og einbeitingu, veldur þróttleysi og getur raskað bæði ónæmiskerfinu og meltingunni. LGC+ er sérstaklega þróað til að vinna gegn þessum neikvæðu áhrifum og dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. Hér með er auglýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 2006 er lokið á alla lögaðila sem skattskyldif eru samkvæmt I. kafla laga nr. 90/2003 sem og þeirra sem lagt er á í samræmi við VIII. - XIV. kafla tilvitnaðra laga. Jafnframt er lokið álagningu á lögaðila, sem skattskyldir eru af fjármagnstekjum samkvæmt ákvæði 4. mgr. 71. gr. laganna. Álagningarskrár með gjöldum lögaðila verða lagðar fram í öllum skattumdæmum í dag þriðjudaginn 31. október 2006. Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum í hverju sveitarfélagi dagana 31. október til 14. nóvember n.k. að báðum dögum meðtöldum. Skattseðlar, er sýna álögð opinber gjöld lögaðila, hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda 2006 samkvæmt ofangreindu skulu hafa borist skattstjóra eigi síðar en fimmtudaginn 30. nóvember 2006. Auglýsing þessi er birt samkvæmt ákvæöi 1. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. 31. október 2006. Skattstjórinn í Fteykjavík, Gestur Steinþórsson Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson Skattstjórinn f Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl S. Lauritzson Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson Eftirlit erfitt Skráningum hjá Vinnumálastofnun um erlenda starfsmenn hefur fjölgaö en stofnunin hefur mikiö á sinni könnu. Forstjórinn segir lykilatriöi aö tryggja yfirsýn yfir fjölda útlendinga hér á landi. Eftirlit meö erlendu vinnuafli: Rétt náum að halda í horfinu „Mér hefur sjaldan liðið betur,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, um það hvernig gangi hjá stofnuninni að halda utan um flæði útlendinga hingað til lands. Mikið álag hefur verið á stofnuninni vegna gríðar- legrar aukingar erlends vinnuafls til landsins eftir að málaflokkurinn var settur undir hana. Gissur segir stofnunina hafa haft nóg að gera fyrir og í dag nái hún rétt að halda í horfinu. Hann segir ljóst að huga þurfi betur að þessum málum því að yfirsýn skorti enda séu hugsan- lega þúsundir erlendra verkamanna hér við störf án þess að vera löglega skráðir. „Við erum stöðugt að ýta á eftir Höfum ekkl bolmagn tll að fylgjastmeð Gissur Pétursson forstjðri Vinnumálastofnunar upplýsingum um umsóknir hjá Þjóðskrá eftir kennitölum fyrir út- lendinga. Eftir því sem umsóknum hefur fjölgað hjá þeim höfum við ekki alltaf bolmagn til að fylgjast fyllilega með,“ segir Gissur. „Menn gerðu sér ekki grein fyrir þvi hversu mikið flæði útlendinga yrði. Lyk- ilatriði er að ná að tryggja yfirsýn og það næst líklega best með því að koma ferlinu undir sama hattinn.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.