blaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 26
3 4 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2006 blaðiA Mýtt frá Jóel Út er komin ný geislaplata Jóels Pálssonar sem ber titilinn Varp. Á plötunni er ný tón- list eftir Jóel þar sem blandast saman ýmis áhrif úr rokki, djassi, rafpoppi, kirkjumúsík og frjálsum spuna. Verkin spanna allt frá brothættum ballöðum til aggressífra ópusa með sterkri undiröldu kosmísks kraftrokks. Flytjendur á Varpi eru auk Jóels Davíð Þór Jónsson, Hilmar Jensson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Matthías Hemstock. Samkepðni í leikritun Um þessar mundir stendur yfir á Leiklistarvefnum samkeppni í ritun stuttra leikjóátta. Fimmtán þættir eru í boði og eru það lesendur sem velja þá bestu í atkvæðagreiöslu á vefnum. Peningaverðlaun eru í boði fyrir höfunda þeirra þátta sem lenda i þremur efstu sætunum. Nánari upplýsingar má finna á www.leiklist.is mennin Andleg næring frá Japan og Rúmeníu Fyrirlestur í Háskóla íslands Á morgun heldur Ásdís María Elfarsdóttir erindi á vegum mannfræði-/þjóðfræðiskorar Háskólans og Mannfræðistofn- unar Háskóla (slands. Fyrirlestur- inn nefnist Hér lifi ég eðlilegu lífi: Pólskir innflytjendur á íslandi og þar styðst Ásdís María við efni sem hún safnaði fyrir MA-rannsókn sína í mannfræði um innflytjendur frá Póllandi en hún lauk prófi sínu fyrir nokkru. Fyrirlesturinn er í stofu 201 í Ámagarði og hefst klukkan 12:15. Allir velkomnir. Skáldaspíru- kvöld í Iðu Sjötugasta skáldasþírukvöldið verður haldið í bókarými verslun- arinnar Iðu klukkan 20 í kvöld. Skáld kvöldsins að þessu sinni er Pjetur Hafstein Lárusson. Hann les bæði Ijóð og sögur, meðal annars úr nýrri Ijóðabók sinni, Vökuborg og draums, sem nýlega kom út hjá Sölkufor- lagi. Skiþuleggjandi kvöldsins er Benedikt S. Lafleur og er að- gangur ókeypis svo lengi sem húsrúm leyfir. átt er kærkomnara í amstri hversdagsins en að setjast niður eina ljúfa hádegisstund og hlýða á góða tónlist. í Norræna húsinu í vetur gefst gestum og gang- andi kostur á að sækja tónleika þar sem ýmsir listamenn stíga á stokk. Á morgun mun Kolbeinn Bjarna- son flautuleikari flytja fjölbreytta efnisskrá þar sem meðal annars er að finna verkið Japanskur garður fyrir bassaflautu og rafhljóð sem rúmenska tónskáldið Doina Rotaru samdi sérstaklega fyrir Kolbein og fór frumflutningur fram á sumar- tónleikum í Skálholti í sumar sem leið. Þá flytur Kolbeinn umskrift Atla Heimis Sveinssonar tónskálds, fyrir altflautu, á Prelúdíu í fís- moll eftir Johann Sebastian Bach auk tveggja verka eftir japanska tónskáldið Toshio Hosokawa. „Ég hef verið heillaður af Japan síðan ég heyrði fyrst í shakuhachi sem er japönsk bambusflauta,“ segir Kolþeinn. „Á sínum tíma lærði ég að leika á þessa flautu úti í Banda- ríkjunum og starfaði einnig með shakuhachi-leikara út í Japan. Þetta er ein einfaldasta gerð af flautu sem fyrirfinnst en um leið sú fullkomn- asta. Hún er frekar erfitt hljófæri og krefst mikil lofts. Þetta er hins- vegar eitt af þeim hljóðfærum sem maður þarf bara að heyra einn eða tvo tóna frá og þá fellur maður al- veg í stafi.“ Kolbeinn mun þó ekki bara handleika shakuhachi á tón- leikunum heldur mun hann leika á allar gerðir vestrænna flautna, pikk- ólóflautu, venjulega þverflautu, alt- flautu og bassaflautu. „Ég ætla að hefja tónleikana með hina hefð- bundu þverflautu, færa mig svo allt- af neðar og neðar og enda í dýpsta myrkri, bassanum, þar sem mesta birtan er í raun og veru, en það er rúmenska verkið Japanskur garð- ur. Þó verkið sé skrifað fyrir svona djúpt hljóðfæri þá er samt mjög bjart yfir því.“ Kolbeinn segist kunna því vel að spila í Norræna húsinu, þar sé nálægðin við áhorfendur mikil og stemningin sem skapist sé oft notaleg. „Mér finnst sérstaklega skemmtilegt að spila á svona hádeg- istónleikum og reyna að senda fólk endurnært aftur út í daginn.“ Spennandi verður að sjá hvernig Bach tekur sig út í þessu fjölþjóðlega umhverfi í hópi þessara nýlegu verka. „Við fyrstu sýn kann það að virðast fáránlegt að taka Bach með og leika hann á altflautu. En ég ákvað bara að láta alþjóðavæðinguna ná þarna 250 ár aftur í tímann,“ segir Kol- beinn sem mun standa einn á svið- inu á morgun. Hann segist kunna því vel að koma fram einn síns liðs. „Það er ákveðið frelsi fólgið í því að koma fram einn og vera engum háð- ur.“ Tónleikarnir hefjast á morgun klukkan 12:30 og eru allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir. GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA Stepp ehf. | Árrriula 32 | Sírní 533 5060 | www.stepp.is | stepp@stepp.is Afmæli og ósnert- ar kvikmyndir „Ég var mjög upptekin um síðustu helgi og náði ekki að njóta eins mik- illar menningar og ég hafði ætlað mér,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður. „Ég ætlaði meðal annars að horfa á fjórar kvikmynd- ir en náði nú ekki einu sinni að líta á eina af þeim.“ Á laugardaginn tók Kolbrún þátt í Grænni smiðju VG um loftslagsbreytingar sem hún segir hafa verið fjölsótta og áhuga- verða í alla staði. „Um kvöldið fór ég svo í glæsilegt fimmtugsafmæli hjá góðum vini mínum. Það vill svo skemmtilega til að hann er listamaður og hélt afmælið á vinnu- stofu sinni. Þar var því mikið af menningarsinnuðu fólki saman- komið. Svo fór allur sunnudag- urinn hjá mér í haustþing Framtíðarlandsins,“ segir Kolbrún og bætir við að þar hafi komið fram fjöld- inn allur af áhugaverðum og skapandi hugmynd- um um annarskonar at- vinnustefnu en þá sem íslensk stjórnvöld reka. Kolbrún er leikhús- menntuð og reynir að fylgjast sem best með því sem gerist í þeim geira. „Eg fór á frumsýninguna á Ama- deus um þarsíðustu helgi. Ég var nú ekki alveg nógu ánægð og þar var margt sem ég hefði gert öðruvísi. Ég fór líka að sjá sýningu íslenska dansflokksins, Við erum komin, fyrir stuttu og svo ætla ég alls ekki að missa af sýningu Þjóðleikhússins, Stórfengleg, með Olafíu Hrönn í aðalhlut- verki og v 0 n a s t til að sjá hana áður en langt um líður.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.