blaðið - 09.11.2006, Qupperneq 14
blaðiði
Útgáfufélag: Árog dagurehf.
Stjórnarformaður: SigurðurG.Guðjónsson
Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson
Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Ritstjórnarf ulltrúi: Janus Sigurjónsson
Óhefðbundin
Tímamót verða um áramót þegar greiningardeild lögreglu verður að veru-
leika. Svo merkilega vill til að á sama tíma eru um tíu ár frá því fjörutíu lög-
reglumenn voru taldir hafa brotið lög með starfsháttum sínum. Þeir beittu
óhefðbundnum aðferðum, en greiningardeildin fær væntanlega heimildir
til þess sama og verður gert heimilt að notast við það sem kallast óhefð-
bundnar aðferðir.
Er ekki rétt að staldra við og athuga hvort lögreglan hér sé undir það búin
að fá víðtækari heimildir en hún hefur nú? Það er ekki sjálfgefið að svo sé, og
það er ekki heldur sjálfsagt mál að treysta því sem sagt er um ágæti lögregl-
unnar og starfshátta hennar. Lögreglan hefur fengið ákúrur frá dómstólum
vegna vinnubragða og verið gerð afturreka með stór mál. Fyrir tíu árum er
talið að sannast hafi að lögreglumenn hafi brotið af sér í starfi þrátt fyrir
að saksóknari hafi ekki treyst sér til að ákæra sökum þess að vafi lék á um
hvort lögreglumennirnir yrðu sakfelldir. Þannig varúðarsjónarmið ákæru-
valdsins eru ekki alltaf notuð í dag, en það er annað mál.
I rannsókninni sem gerð var fyrir áratug um starfshætti lögreglunnar,
það er óhefðbundnar aðferðir, sagði Arnar Jensson, sem var yfirmaður fíkni-
efnalögreglunnar, í skýrslu: „Mjög algengt var að skýrslur sem innihéldu
upplýsingar um alvarleg brot, jafnvel stóran innflutning eða dreifingu fíkni-
efna, hafi verið lagðar í skjalaskáp án nokkurrar rannsóknar vegna anna við
aðrar rannsóknir, fjárskorts eða mannfæðar." Rannsóknin laut ekki síst að
vitneskju um að Franklín Steiner, afkastamikill fíkniefnasali, nyti sérrétt-
inda lögreglu. í því ljósi er merkilegt að rýna í texta Arnars Jenssonar. Lög-
reglan forgangsraðaði samkvæmt því sem Arnar sagði og kaus að rannsaka
ekki upplýsingar um alvarleg brot, jafnvel stóran innflutning og dreifingu
fíkniefna. Ekki er unnt að taka undir að það hafi verið gert vegna fjárskorts
einsog Arnar segir. Önnur mál voru valin til rannsóknar meðan stórmálin
gleymdust. Þetta gerðist þegar lögreglan beitti óhefðbundnum aðferðum.
Erum við viss um að lögreglan, sem fær auknar heimildir, stundi ekki
lengur aðferðir einsog Arnar Jensson lýsti hér að ofan? Erum við viss um að
þeir sem fara með lögregluvaldið séu undir aukna ábyrgð og auknar heim-
ildir búnir? Nei, það erum við ekki.
Nýverið sagði frá því hér í Blaðinu, að lögreglan segðist hafa verið að prófa
langdrægni eigin talstöðvarkerfis í hesthúsahverfi að kvöldi til. Lögreglu-
þjónninn sem var að prófa kerfið er eiginkona sóknarprests og í næsta hest-
húsi var sóknarnefnd að funda um eiginmann lögregluþjónsins, það er sókn-
arprestinn. Fulltrúar í sóknarnefndinni voru þess fullvissir áður að fundir
þeirra væru hleraðir og um kvöldið í hestahúsahverfinu styrktist trú þeirra
á að svo hafi verið. Talið er víst að lögreglan hafi þá beitt óhefðbundnum
aðferðum, ekki til að upplýsa glæp, nei, heldur til að hlera sóknarnefnd að
störfum. Lögreglan vísar öllu á bug, segist ekki einu sinni eiga hlerunar-
búnað. Er það svo? Nauðsynlega vantar svör.
Sigurjón M. Egilsson.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
14 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006
blaöiö
IWKurSroTUf
£G Eí STH...ER SVWP A-9 ynTn Kynfer fv^ír Súr
... JbFtIVtí. >ó rJIMH Vffi AP MApUX w/m Rahgt
rwfltn Ptn Z> _______
Hugsjónir Framsóknar
Mannvitsbrekkúr úr krataliðinu
hafa á undanförnum árum haldið
fast fram þeirri fullyrðingu að Fram-
sóknarflokkurinn eigi sér engar hug-
sjónir aðrar en völdin. Ekkert er fjær
sanni.
Framsóknarflokkurinn er í raun
og veru eini íslenski hugsjónaflokk-
urinn. Beggja vegna við hann eru
flokkar sem hafa tekið til láns mis-
jafnlega ólánlegar og ósannfærandi
útlendar hugsjónir sem mér er oft
og einatt til efs að nokkur fullvita
maður hafi minnstu sannfæringu
fyrir. Gildir þá einu hvort um er að
ræða hina óheftu markaðshyggju
hægrimanna, vargagang samfylk-
ingarkrata eða ójarðneska grænfrið-
unga hjá Steingrími J. Innan allra
þessara flokka er ástand svo þannig
að forystumenn glíma við það seint
og snemma að halda í skefjum hálf-
vitlausum öfgamönnum.
Þjóðleg umbótahyggja
fyrir landið allt
Hugsjónir Framsóknarflokksins
eru þessu öllu ótengdar og raunar
óháðar til dæmis hægri og vinstri
hólfaskiptingum. Af því leiðir að
afstaða flokksmanna til atriða eins
og þess hversu langt eigi að ganga
í félagslegri samhjálp eða markaðs-
hyggju getur verið svolítið mismun-
andi. Sömuleiðis vitum við vel að
innan Framsóknarflokksins eru
skiptar skoðanir um vatnsaflsvirkj-
anir og hvalveiðar.
En límið sem heldur flokki
þessum saman er þjóðleg umbóta-
hyggja fyrir allt landið, sáttahyggja
milli landsbyggðar og höfuðborgar,
landbúnaðar og launafólks. Þessu
fylgir sú sannfæring að Island eigi
að vera þjóðríki með byggð í öllum
landshlutum, ekki borgríki við
Faxaflóann einan. Og það jafnt þó
að það kosti okkur eitthvað að við-
halda byggðinni í landinu, menn-
ingu landsins og atvinnuvegum.
Bjarni Haröarson
Markaðshyggjumenn og tækni-
kratar eru oft og einatt samdóma
í því að þessi stefna sé vitleysa og
hafa margreiknað að það borgi
sig að leggja bæði landbúnað og
landsbyggðina niður. Með sömu
reiknikúnstum mætti finna út að
íslendingar hljóti að vera fátæk-
astir allra þjóða, svo mjög sem
það er óhagkvæmt að vera í stóru
köldu landi. Það skemmtilega er
að bæði raunveruleikinn og Fram-
sóknarflokkurinn hafa fyrir löngu
gefið reiknikúnstum þessum langt
nef. Við vitum að fé til jöfnunar á
aðstöðu landshluta og atvinnuvega
skilar sér margfalt til baka, hvað
sem reiknikúnstum líður.
Elskum lífið, hið liðna
sem hið ókomna
Framsóknarhugsjónin er lika ætt-
jarðarást blandin hæfilegu íhaldi
í það gamla. Ég skrifaði einhvern
tíma að pólitík Hriflu-Jónasar hafi
hálft í hvoru einkennst af því að
vilja snúa við hjóli tímans. Og það
er rétt enda ekkert til að skammast
sín fyrir. Ég held að hver sá sem
ekki hefur í sér nokkurn vilja til að
fikta þannig í tímahjólinu hljóti að
vera fullur sjálfsfyrirlitningar. Það
sem á útlendum málum er kallað
nostalgía einkennir aðeins fólk sem
elskar lífið, bæði það liðna og það
ókomna. Og sýnir þessa ást með
því að vilja öðru hvoru teygja sig til
baka, rifja upp það gamla og góða
úr fortíðinni og njóta þess. Með því
er ekki sagt að við eigum að loka
augunum fyrir því að margt fór af-
laga í þessari fortíð rétt eins og nú-
tíðinni. En harðlífi þess sem ekkert
vill af sínum uppruna vita og helst
ekki smæla framan í heiminn, það
harðlífi getum við eftirlátið krötum
og nýfrjálshyggju þessa heims.
Höfundur keppir að öðru sæti á lista Fram-
sóknarflokksins í Suðurkjördæmi
Klippt & skorið
Mikið bomsaraboms hefur orðið í
stjórnmálalífinu vegna afstöðu
Magnúsar Þórs Hafsteinssonar
og frjálslyndra til landnema. Gekk Eiríkur
Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur,
svo langt i pistli hér fyrir
ofan í fyrradag, að segja að
flokkakerfið íslenska gæti
hæglega riðlast fyrir vikið.
En sjálfsagt hefur hann
brosað út í annað þegar
hann minntist á frjálslynda
þjóðernissinna. Sú nafngift kann þó vel að fest-
ast, annað eins hefur nú gerst, en klippara hafa
borist nokkrar ábendingar aðrar um ný stjórn-
málahugtök af sama meiði, sem sómt gætu
sér vel f hinni nýju skipan, en þar eru hófsamir
fasistar efstir á blaði ásamt hægfara byltingar-
mönnum. Sjálfur gæti klippari skipað sér í sveit
róttækra íhaldsmanna og vlð hliðina á honum
situr maður, sem kannski mætti flokka sem
harðlínuhúmanista. Þessi gamansemi slær þó
ekki út lífið sjálft, því virtur fræðimaður bendir
á að hugtakið „ungir framsóknarmenn" sé
frumspekileg mótsögn.
Skákfrömuðurinn Hrafn Jökulsson,
fyrrverandi ritstjóri Alþýðublaðsins,
rithöfundur og skáld gott, hefur
löngum verið einn beittasti penni landsins,
en hefur undanfarin ár nánast vanrækt rit-
völlinn og haldið sig að tafli. Nýverið gerði
hann þó bragarbót á þessu þegar hann stofn-
aði blogginn tulugaq.blog.
isþarsemhannskrifarum
sínhelstu áhugamál.Mest
má þar vitaskuld finna
um skák og æskulýðsmál,
en hann stingur einnig
niður penna um pólitfk og
í þeirri refskák kann hann ekki síður ýmislegt
fyrirsér.
Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík
er komið á fullan skrið og hafa mjög
margir greitt atkvæði utankjörstaða á
flokksskrifstofunni að Hallveigarstíg. Ástæðan
mun ekki vera sú að
sérstaklega sé verið
aðsmalaíhana heldur
munu félagarnir í 101
einfaldlega vilja kjósa
í sinni heimabyggð.
Nokkur kurr mun
vera meðal almennra Samfylkingarmanna
vegna þess að í prófkjörinu verður aðeins einn
kjörstaður, Þróttarheimilið í Laugardal, en í
prófkjörinu fyrir borgarstjórnarkosningarnar
var kosið á fimm stöðum. Ástæðan fyrir þeirri
ákvörðun kjörnefndar flokksins er sögð vera
sú að kjörsóknin síðast hafi víða verið alltof
dræm.
andres.magnusson@bladid.net