blaðið - 09.11.2006, Síða 15
blaðið
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 15
Alvarlegar upplýsingar um umferðaröryggisgæslu
Athyglisverðar upplýsingar
koma fram um umferðarörygg-
ismál í svari dómsmálaráðherra
við fyrirspurn minni á Alþingi
um umferðaröryggismál. Þar
kemur fram að löggæslumönnum
sem starfa eingöngu að umferðar-
öryggismálum hefur fækkað um
helming á síðastliðnum rúmum
20 árum á sama tíma og bifreiða-
eign landsmanna hefur nærfellt
tvöfaldast. Einnig kemur fram
að fjöldi umferðarlagabrota þar
sem um er að ræða ölvun við
akstur eða of hraðan akstur hefur
aukist um tæp 23% á árabilinu
2000-2006. Dómsmálaráðherra
verður að svara því hvort hér sé
ekki um að ræða mjög alvarlega
brotalöm í umferðaröryggis-
málum sem taka þarf á nú þegar.
Brýnt er orðið að móta reglur um
lágmarksþjónustu og lágmarks-
fjölda lögreglumanna í hverju um-
dæmi í umferðaröryggisgæslu til
að auka þjónustu við íbúana og
öryggi þeirra.
Lögregiumönnum fækkar
þegar bifreiðum ijölgar
I svarinu kemur fram að heildar-
fjöldi bifreiða á árinu 1985 var rúm-
lega 117 þúsund en
á þessu ári var heildarfjöldi bif-
reiða rúmlega 226 þúsund. Lögreglu-
menn sem eingöngu störfuðu að um-
ferðaröryggismálum voru 46 á árinu
1985 en voru einungis 23 á þessu ári
og hafði fækkað um helming þrátt
fyrir að bílaeign landsmanna hafi
aukist um 93%. Athyglisvert er
einnig að hlutfall lögreglumanna af
heildarfjölda þeirra sem eingöngu
störfuðu við umferðaröryggismál
var á árinu 1990 6.4% og hafði
fækkað í 3.2% á yfirstandandi ári.
Það hlýtur að kalla á skýringar
hvers vegna svo fáir lögreglumenn
starfa að umferðaröryggismálum
ekki síst í ljósi þeirra mörgu umferða-
slysa og dauðsfalla í umferðinni sem
orðið hafa ekki síst á þessu ári. Það
vekur sérstaka athygli líka í svarinu
að aðeins tveir lögreglumenn sinna
sérstaklega umferðarlöggæslu hjá
embætti ríkislögreglustjóra á sama
tíma og 53 lögreglumenn starfa í
sérsveitum og við rannsókn á skatta-
og efnahagsbrotum.
Fjórðungsaukning ölvun-
ar- og hraðaksturs
í svarinu kemur einnig fram að
ölvun við akstur og of hraður akstur
er meira en helmingur af öllum
umferðarlagabrotum eða rúmlega
55%. Á árinu 2006 voru umferðar-
lagabrot 27.638 þar sem um var að
ræða of hraðan akstur eða ölvun við
akstur og var aukningin um 23% frá
árinu 2000. Það er full ástæða til að
velta fyrir sér hvar áherslunar liggja
í löggæslumálum á landinu með til-
m*
Hvers vegna
starfa svo fáir
lögreglumenn
við umferðar-
öryggisgæslu?
Umrœðan
Jóhanna Siguröardóttir
liti til þess hvað fáir löggæslumenn
starfa við umferðaröryggisgæslu.
Höfundur er alþingismaður Samfylking-
arinnar í Reykjavík.
Athugasemd
í tilefni af grein Guðmundar K.
Sigurgeirssonar í Blaðinu þann 8.
þessa mánaðar samþykkir stjórn
fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í
Reykjavík eftirfarandi:
Stjórn fulltrúaráðs Samfylkingar-
innar í Reykjavík harmar að einn af
fulltrúum þess leggi nafn fulltrúa-
ráðsins við neikvæð skrif um einn
af frambjóðendum í prófkjöri flokks-
ins nú nokkrum dögum áður en það
er haldið. Guðmundur er einn af
yfir 500 fulltrúum í fulltrúaráðinu.
Páll Halldórsson formaður fulltrúaráðs
Samfylkingarinnar f Reykjavík
Jóhanna Eyjólfsdóttir varaformaður full-
trúaráðs Samfylkingarinnar
í Reykjavík
Leiðrétting
Setningin „Er aldrei nægilega
mikið upp í landbúnaðinn mælt?“
sem sem fylgdi grein Margrétar
Jónsdóttur, Eilífar afsakanir Guðna,
á þriðjudag er ekki frá henni komin
heldur kom inn fyrir mistök við
vinnslu blaðsins.
C-IOOO
Extra sterkt.
néttúrulegt C-vltamln
með rósaberjum, rútlnl
og blóflavóniöum
60 töflur
Sólargeislinn í skammdeginu
I
WWW.SVAR.IS
Panasonic 32” lcd 32U<6o
TILBOÐ:
III
ALGENGT VERÐ: 209.900-
ÁRA ÁBYRGÐ
HD Ready
1366x768 Upplausn
1200:1Skerpa
500 cd/m2 birtustig
8 ms Svartími
2x Scart tengi, 2x HDMI tengi
V-Real myndvél skilar betri mynd
ready
9.KYNSL0Ð PANASONIC PLASMA SJ0NVARPA
_ J2
svan)
tækni
ALLAR NANARI UPPLYSINGAR A WWW.SVAR.IS - SIÐUMULA 37 - SIMI 510 6000
readv
rcad
Panasomc 42" PA60 PLASMA Panasomc 42" PV60 PLASMA
Panasonic 42” PV600 PLASMA
852x480 upplausn / 10.000:1 skerpa
litafjöldl 29 milljaröar / Real-Black Drive System
V-Real myndvél skilar betri mynd
1024x768 upplausn / 10.000:1 skerpa
litafjöldi 29 milljaröar / Real-Black Drive System
V-Real myndvél skilar betri mynd
Fótur á mynd fylgir ekki
1024x768 upplausn / 10.000:1 skerpa
litafjöldi 29 milljaröar / Real-Black Drive System
V-Real myndvél skilar betri mynd / rauf fyrir SD
minniskort sýnir ljós*myndir á sjónvarpinu
Mynd í mynd / Fótur á mynd fylgir ekki
r,teoÐ' 219-900- ! ! T,LBOO: | 259.
FULLT VERÐ: 249.900
umámxmm
FULLT vERÐ: 319.900-
Panasoníc HT 855 HEIMABIOKERFI Panasonic HT 545W HEIMABIOKERFI , Panasomc DMR EH55 DVD
Þráölausir bakhátalarar / 660 RMS Wött
Heimabíokerfi meö dvd spilara, útvarps tuner og magnara
Dolby Pro Logic / DTS Decoder —
Taktu upp sjónvarpsefni allt aö 284 klst á 160GB haröan
disk eöa skrifaöu þaö á DVD disk
850 RMS Wött / Heimabíokerfi meö dvd spilara utvarps
tuner og magnara / Dolby Pro Logic / DTS Decoder
ZÍ0ID
-{•