blaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 blaöið Allt að 5 árum yngri á svipstundu AGÍi i RENHW AGE RETNIEW FARÐI truly tdvanced foundation - it instantly r look younger. Uke rragic, it beautifully te lines while helping to make shadows ie eycs disappear and illuminating skin. int youth in a bottle." . www.medico.is KYNNINCAR kl: 14- 17 gggZgTcgTg," Lyf og hellsa - Gjáln /Hamraborg Lyf og heilsa - KRINGLAN SSSSSSr*'0'’ 9/11 fimmtudagur 10/11 - föstudagur Lyf&heilsa V J Við lilustum! S *69057>*20» 101 vr 420 ml l»«r i«m>> 09 eggjalaus gerir gœfumuninn VOGABÆR Slml 424 6525 www.vogabaer.ls Af heilindum Guðmundur K. Sigurgeirsson segir skoðun sína á mér í grein hér í Blaðinu í gær og er nokkuð ljóst af fyrirsögn og inngangi hennar að hann hefur lítinn áhuga á að ég nái árangri í prófkjöri Samfylkingar- innar nú á laugardaginn. Hann efast um heilindi mín og biður félaga okkar í Samfylking- unni að gjalda varhug við þessum frambjóðanda og tilfærir þrjú dæmi af persónulegri reynslu máli sínu til stuðnings. Ekki ætla ég að kveinka mér að ráði undan skoðun Guðmundar og bersýnilegt að ég ætti mikið verk fyrir höndum ætl- aði ég mér að ná i atkvæði hans. Þeir sem þekkja mín störf og lesa grein hans sjá væntanlega hverrar sortar málflutningurinn er. Það er algengt í aðdraganda prófkjara að stuðningsfólk riti greinar og pistla í blöð til að hampa sínum frambjóðanda, draga fram kosti hans og ágæti. Hið gagnstæða, að samflokksmenn kjósi beinlínis að vara við einum kandídatanna og skrifi svona „let-the-bastard-deny- it-grein” er hins vegar nýmæli. En, jæja, nóg um það. Það hefur hver sinn háttinn á. Það sem Guðmundur áttar sig kannski ekki á er að í ákafanum við að koma á mig höggi vegur hann að starfsheiðri og heilindum fjölda annarra. Ég geri ráð fyrir að forsvarsmenn ITR svari ávirð- ingum og dylgjum Guðmundar um embættisglöp fyrir sinn hatt ásamt öðrum þeim brogarfulltrúum, emb- ættismönnum og starfsfólki sem að máli komu á þessum árum og þykir óþarfi að sitja þegjandi undir svonalöguðu. Umrœðan Málatilbúnaður Guðmundar er með hreinum ólíkindum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir Hvað sjálfa mig áhrærir segi ég að- eins þetta: Fyrstu tvær dæmisögurnar í grein Guðmundar eru vart svara- verðar enda segja staðreyndirnar aðra sögu. Stefna Reykjavíkurlist- ans í íþróttamálum var opinber og starfsemi ÍTR fór fram fyrir opnum tjöldum. Stefnumörkun og ráðstaf- anir í málefnum íþrótta almennt og kvennaíþrótta sérstaklega í minni tíð sem formaður ÍTR var öllum ljós, þar með talin skilyrðing styrkja og fjárveitinga til íþróttafé- laganna. Staðhæfing um að ég og Kvennalistinn höfum verið á móti keppnisíþróttum er í besta falli brosleg. Eg neita því, semsagt. Á fyrstu árum Reykjavíkurlistans varð mikil vakning í slysavörnum og stórátak gert í þeim málum hjá borginni sem og í samfélaginu öllu. Það ber fyrst og fremst, en að öðrum ólöstuðum, að þakka elju og atorku Herdísar Storgaard sem var óþreytandi að benda stjórnvöldum og einstaklingum á brotalamir i slysavörnum. ÍTR gerði úttekt og síðan úrbætur á leiksvæðum og íþróttavöllum með tilliti til ör- yggis notenda. Sjálf sat ég í fjögur ár, ásamt Herdísi, í nefnd um slysa- varnir barna og unglinga. Guð- mundur sakar mig um sofandahátt í slysavörnum í formennskutíð minni. Ég neita því, semsagt, líka. Þriðja og síðasta atriðið í málatil- búnaði Guðmundar er síðan með hreinum ólíkindum. Trúir hann því sjálfur að stjórn og starfsfólk ITR hafi annaðhvort vísvitandi eða af vangá haldið hlífiskildi yfir vændi og kynferðisofbeldi? Að þeir sem að málum komu hafi haft upp- lýsingar um slíkt og stungið þeim undir stól? Þessar síðustu dylgjur Guðmundar eru á svo lágu plani að ég ætla ekki að leggja mig niður við að svara þeim. Það neita ég að gera. Ég vil að síðustu hvetja Samfylk- ingarfólk og Reykvíkinga alla til að taka þátt í prófkjörinu á laugardag- inn og velja þar sigurstranglegan lista fyrir ícosningarnar í vor. Með stolti legg ég störf mín að málefnum Reykjavíkur í dóm stuðningsfólks Samfylkingarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík Hver ber ábyrgð á hverju í rnnfly tj enaamálum? Mikið er rætt um innfly tjendamál í fjölmiðlunum um þessar mundir. Sumir telja að straumur erlendra verkamanna frá EES-löndum sé ógn við íslensku þjóðina, og aðrir segja að innflytjendur séu nauðsynlegt vinnuafl við núverandi efnahagsað- stæður á íslandi. Sumt fólk er mjög þjóðernissinnað og annað er frekar heimsborgarar, eða a.m.k. evrópu- sambandssinnar. En kannski eru flestir einhvers staðar þarna á milli. Mér finnst nauðsynlegt og mik- ilvægt að skoða málin vel og finna hver er kjarni málanna (ekki endi- lega bara eitt) sem skiptir máli í al- vöru, frekar en að stækka hugmynd sína um málið. Að mínu mati er aðalspurningin um mál innflytjenda tvenns konar: I fyrsta lagi hvort fjölgun erlendra verkamanna sé of mikil og of hröð. I öðru lagi hvað þjóðin á að gera til þess að byggja upp framtíðarsamfé- lag með innflytjendum. Varðandi fyrstu spurninguna langar mig til að minna íslendinga á eitt grundvallaratriði, sem virðist gleymast í umræðunni þessa dag- ana. Frjáls för launafólks innan EES, sem veldur áberandi fjölgun erlendra verkamanna á Islandi, byggist á ákveðinni hugmynd eða trú, sem sagt trausti á frjálsum vinnumarkaði. Verkafólk flyst eftir kröfu vinnumarkaðar, þangað sem vinnu er að fá. Því ef íslenski vinnu- markaðurinn getur ekki skaffað Málefni inn- flytjenda eru þverpólitísk í eðli sínu te_______________ Umrœðan Toshiki Toma þeim meiri vinnu, þá á straumur- inn að stöðvast. Sú staðreynd að svo margir útlenskir verkamenn flytjast til Islands sýnir okkur að vinnumarkaðinn vantar þá hingað. Og mér sýnist það vera augljóst að stóriðja og byggingariðnaður þarfn- ast verkamannanna. Það er íslenska þjóðin sem stýrir stóriðjustefnu og byggingarstefnu og græðir einnig á þeim. Það er ekki rétt að hugsa eins og að útlendingar þjóti til Is- lands og krefjist starfs. Ef þjóðin vill aðeins minnka straum erlendra verkamanna, þá á hún að ákveða að breyta iðjustefnu sinni fyrst og fremst svo að vinnumarkaðurinn krefjist ekki meira vinnuafls. Þetta er ekki mál um útlendinga, heldur mál um íslensku þjóðina sjálfa. Þvert á móti finnst mér sjálfum fjölgun innflytjenda þessa daga á Islandi of mikil og of hröð að nokkru leyti. Móttökukerfið fyrir þá fylgir ekki þróun málanna. Það veldur vanlíðun nýkominna útlend- inga og einnig of þungu vinnuálagi fyrir starfsmenn innflytjendamála. Brýnna úrræða er óskað. Varðandi aðra spurninguna, hvað íslenska þjóðin eigi að gera í sam- bandi við innflytjendamál, langar mig til að segja að íslenska samfé- lagið eigi að halda áfram á leið sem það hefur kosið undanfarin ár, sem sagt stefna á fjölmenningarlegt sam- félag. Ég held að stefnan sé ekki búin að mótast, en sé bara á leiðinni ennþá. Samt tel ég leiðina liggja í rétta átt. Tveir mikilvægir punktar: I fyrsta lagi skulum við vinna með innflytjendunum sjálfum, og í öðru lagi við skulum við muna að mál- efni innflytjenda er þverpóltísk mál í eðli sínu og tilheyrir ekki ákveð- inni pólitíkskri hugmyndafræði. Höfundur er prestur innflytjenda.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.