blaðið - 09.11.2006, Page 24

blaðið - 09.11.2006, Page 24
32 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 blaöiö kolbrun@bladid.net Truflaðu ekki óvin þinn þegar hann er að gera mistök. Napóleon Bonaparte Afmælisborn dagsms SPIRO AGNEW VARAFORSETI, 1918 IVANTURGENEV RITHÖFUNDUR, 1818 „SVIÐSMYNDIN ER BEINLÍNIS FALLEG OG VEL HEPPNUÐ, LEIKUR BERGS Á KÖFLUM FRÁBÆR ..." HMH/KISTAN www.borgarleikhus.is Sími míðasöiu 568 8000 BORGARLEIKHUSIÐ og ég sagði: Frábært! Þannig gekk þetta fyrir sig. Ég varð að gera þetta svona. Ég vildi ekki skipta mér af því hvað hann skrifaði og hvernig hann gerði það. Þú hlýtur að þekkja það úr blaðaviðtölum að fólk vill fegra ímynd sina og gefa þá mynd af sér sem hentar því best. Með því að skipta mér ekki af skrifunum þá var ég búinn að fyrirbyggja að ég væri að fegra mynd mína eða hafa áhrif á útkomuna. Ég er hráefni sem Jón Atli notaði að vild og ég skipti mér heldur ekki af því hvað var í uppskriftinni. Þegar bakstur- inn var búinn tók ég út úr ofninum og smakkaði. Þegar ég las það sem Jón Atli hafði skrifað sá ég að hann hafði gert magnað listaverk úr sög- um sem ég hafði sagt, það var kom- in ný vídd, nýr flötur og nýir litir.“ Aldrei neitt hik „Eftir að hafa stúderað fyrirbærið Bubba Morthens þá lærði ég mikið af því hvernig ákvarðanir hann tek- ur,“ segir Jón Atli. „Það er þægilegt og gaman að vinna með manni sem getur sagt ákveðið já eða nei, það er aldrei neitt hik. Það kostar hug- rekki að standa og falla með ákvörð- unum sínum hverju sinni. En það gerir Bubbi.“ „Þetta er lykillinn að því hvernig líf mitt hefur verið,“ segir Bubbi. „Kalt vatn, ekki volgt vatn. Heitt kaffi, ekki volgt kaffi. Heitt bað, ekki kalt bað. Ekki þukla konu held- ur elska hana. Það er bara já eða nei, ekkert þarna á milli. Þetta sem er þarna á milli skilar manni ekki neinu, það tefur mann bara.“ menningarmolinn Skáldsaga um útvarpsmann Út er komin hjá Bjarti skáld- sagan Undir himninum eftir Eirík Guðmundsson. Þar segir frá útvarps- E,RfKOR mannmum E, sem hefur um nokkra hríð ekki gert greinarmun á skáldskap og veruleika. Hann hefur gefið út greinasafn og verður fyrir aðkasti ” frá konum sem annað hvort þekkja sig of vel eða alls ekki í bók hans. E leggur stund á ritstörf á milli þess sem hann heldur við giftar konur, ræðir menningarástandið eða fer í Ijós. Dag einn gloprar hann póstkorti út um glugga. Það er upphafið að enn frekari hremm- Epstein hittir Bítlana Söguljóð um Bubba Á þessum degi fór breski um- boðsmaðurinn Brian Epstein í næturklúbbinn Cavern í Liverpo- ol og hlustaði á Bítlana skemmta. Tveimur mánuðum seinna varð hann umboðsmaður hljómsveitar- innar og landaði hljómplötusamn- ingi árið 1962. Fjórmenningarnir í Bítlunum, Paul, John, George og Ringo hljóðrituðu Love Me Do í septembermánuði 1962 og komu því á vinsældarlista. Fyrsta hljóm- plata þeirra í Bandaríkjunum Meet the Beatles varð metsöluplata og Bítlaæði greip um sig. Epstein reyndist Bítlunum öfl- ugur liðsmaður en hann varð ekki langlífur. Hann lést af völdum of stórs skammts af svefntöflum árið 1967. Bítlarnir slitu samstarfi árið 1970. allaðan um Bubba Morthens er ný bók eftir Jón Atla Jónasson sem JPV forlag sendir frá sér. Árið 1990 kom út bókin Bubbi, ævisaga Bubba sem Silja Aðalsteinsdóttir skráði. Þessi nýja bók er hins vegar ekki hefð- bundin ævisaga. „Ég segi að þetta sé saga um sögu,“ segir Bubbi þegar hann er spurður hvers konar bók þetta sé. „Ég sagði Jóni Atla sögur og hann skrifaði sögu upp úr þeim. Þetta hófst þannig að Jóhann Páll Valdimarsson kom til mín og sagði: „Bubbi, við þurfum að gefa út seinni hlutann af ævisögu þinni“. Ég svar- aði: „Nei, ég nenni ekki að standa í því, þetta er búið“. Jón Atli kom síðan að máli við mig og sagði að það væri hægt að gera þetta á þann hátt sem hefði ekki verið gerður áð- ur. Þar sem Jón Atli er klár maður, besta leikritaskáldið okkar og flott- ur rithöfundur sem fær fínar hug- myndir, þá sagði ég bara já.“ Spurður um verkaskiptingu seg- ir Jón Atli: „Það má vitaskuld fara í endalausar hártoganir um hversu mikið ég skrifaði eða hversu mikið er komið frá Bubba. Bókin er um Bubba og ég var allan tímann með- vitaður um að ég væri að skrifa bók um hann, þótt ég geri það á minn hátt. Þetta er ballaðan um Bubba Morthens, hálfgert söguljóð." Hráefni í bakstur Þeir félagar segja samstarfið hafa verið með miklum ágætum. „Það voru engin vandamál," segir Bubbi. „Þegar ég nennti sagði ég Jóni Atla sögur og hann skrifaði, svo las ég og sagði: Æðislegt! Svo sagði ég hon- um fleiri sögur og hann skrifaði Bubbi og Jón Atli. „Þegar ég las það sem Jón Atli hafði skrifað sá ég að hann hafði gert magnað listaverk úr sögum sem ég hafði sagt, það var komin ný vidd, nýr flötur og nýir litir, " segir Bubbi. Mynd/Ásdis ingum. Skuldadagar Jökuls Út er komin hjá Bjarti spennu- sagan Skuldadagar eftir Jökul Valsson. Söguhetja Skuldadaga er Matti, hálflánlaus náungi, sem ætlar þó svo sannarlega að kippa sínu í lag. Hann þarf bara smá tíma og smá pening. Þegar hann vaknar á föstudags- morgni og uppgötvar að honum hefur, fyrir undarlega slysni, tekist að glata fíkniefnum sem honum var falið að selja, verður eigandinn ekki glaður. Nú þarf Matti á allri sinni snilligáfu að halda til að koma sér úr vand- ræðunum. ’ li W 9í. \ r • • JÖKULL valsspn ' 'A

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.