blaðið - 09.11.2006, Side 32

blaðið - 09.11.2006, Side 32
40 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 blaðiö Wenger og Pardew kæróir Stjórar Arsenal og West Ham, þeir Alan Pardew og Arsene Wenger, hafa verið ákærðir af enska knattspyrnusambandinu fyrir ósæmilega hegðun i leik liðanna um siðustu helgi. Stjórunum lenti saman á hliðarlinunni eftir að West Ham skoraði og gætu þeir átt yfir höfði sér sekt og leikbann. Skeytin inn Fabio Capello, stjóri Real Madrid, sagði við spænska fjölmiðla í gær að það hafi tekið tíma fyrir David Beck- ham að jafna sig eftir að vera settur út úr enska landsliðinu þegar Steve McClaren tók við liðinu í sumar. „Þessi erfiði tími hefur valdið Beckham sálfræðilegum erfiðleikum, en hann er allur að ná sér á strik aftur,” sagði Capello. David Beckham hefur enn ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliði Madrídarliðsins og hefur ekki skrifað undir nýjan samning við félagið. Capello sá einnig ástæðu til að tjá sig um slakt líkamlegt form brasil- íska snillingsins Ronaldos við spænska fjölmiðla í gær. „Ron- aldo skortir snerpu og hraða, ég skil ekki hvernig menn hyggjast ná árangri , í spænsku deildinni efvantaruppá það,“sagðiCapello. ([{' Stjórinn ítalski við- urkenndi að hann væri að íhuga að setja Ronaldo í B-lið Real Madrid þar til hann kemur sér í nægilega gott form til að spila með aðalliðinu. Sögulegur leikur Southend vann sinn fyrsta titil í hundrað ára sögu fé- lagsins þegar liðið sigraði aðra deild- ina. Um leið var Southend ífyrsta sinn að vinna sér sæti i fyrstu deild. ■ ■ '»1 rm Southend leikur í fyrsta sinn í fyrstu deild: Fyrsti titill Southend vannst eftir 100 ár Alex Ferguson, stjóri Manchester Utd., sagði á þriðjudagskvöld að engin ástæða væri til að örvænta þrátt fyrir skammarlega tap. „ Það er ekkert að því að tapa ef maður getur lært af því.“ ABO PHARMA Gefur virkni allan daginn! Tilson reif liðið Eftir Reyni Hjálmarsson reynir@bladid.net adoPharma VITAMÍNC „+ZINK 0 PEPOT hýsk gæði á góðu verði Fæst í: Árbæiarapótekl, Garðsapótckl. Lyfjavall Álftamýrl, Lyfjavali Hæðasmára, Lyfjavali Mjódd, Lyfjaver og Rimaapóteki. Óvæntustu úrslitin í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins voru án vafa 1-0 sigur Southend United á Manchester United. Sout- hend, sem er í neðsta sæti fyrstu deildar hefur ekki unnið deildar- leik síðan í ágúst, en er nú búið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum deildabikarsins. Um 160.000 búa í Southend sem staðsett er á austurströnd Englands, 65 kílómetrum fyrir austan London. Bærinn er helst þekktur sem vinsæll ferðamannastaður en hefur ekki verið þekktur fyrir afrek í íþróttum þar til nýlega. Tilson þakkað veigengnin Knattspyrnufélagið Southend Un- ited hafði frá stofnun félagsins árið 1906 til ársins 2005 allt tíð leikið i neðstu eða næstneðstu deild í Eng- landi og ekki unnið einn einasta titil. í fyrra komst félagið loksins naumlega upp í aðra deild eftir um- spil. Southend kláraði síðasta tíma- bil í fyrsta sæti annarrar deildar og vann því sinn fyrsta titil í 100 ára upp ■ Komnir í átta liða úrslit eftir sigur á Manchester United sögu félagsins um leið og félagið vann sér í fyrsta skipti sæti í fyrstu deild. Stjóra félagsins, Steve Tilson, sem tók við liði Southend árið 2004 þegar hann hætti sem leikmaður hjá félaginu, er að miklu leyti þakkað velgengni félagsins síðustu tvö árin, en margir stjórar höfðu staldrað við hjá félaginu árin á undan með litlum árangri. Stuttu eftir að Til- son tók við stjórnartaumunum hjá Southend komst félagið í fyrsta bikarúrslitaleik í sögu félagsins og vann sig upp um tvær deildar á jafn- mörgum árum. Það þarf þá vart að taka fram að þetta er í fyrsta sinn sem félagið kemst í átta liða úrslit deildabikarsins. Tímabilið hjá Southend í fyrstu deildinni hefur hins vegar ekki farið vel af stað, en liðið er í neðsta sæti deildarinnar með tíu stig eftir sextán leiki og hefur ekki sigrað í deildinni síðan í ágúst. Eastwood og Flahavan stjörnurnar Helstu stjörnur Southend eru sóknarmaðurinn Freddy Eastwood og markmaðurinn Darryl Flahavan. Eastwood er alinn upp hjá Southend og gekk til liðs við félagið að nýju SOUTHEND: Stofnár: 1906 Leikvangur: Roots Hall Pláss: 12.306 Titlar: 2005-2006: Sigurvegarar 2. deildar w saa árið 2004, eftir eins árs dvöl hjá West Ham. Síðan Eastwood sneri aftur hefur hann skorað grimmt fyrir félagið og varð til að mynda marka- hæsti leikmaður annarrar deildar á síðasta tímabili. Þótt Eastwood hafi á sínum stutta ferli skorað mörg mik- ilvæg mörk fyrir Southend í baráttu liðsins við að vinna sig upp um deild var stærsta stund ferils hans án efa þegar hann skoraði beint úr auka- spyrnu gegn Manchester United á þriðjudagskvöld. Úrvalsdeildarfélög hafa enn ekki sýnt Eastwood áhuga en fyrstu deildar liðin Norwich og Derby hafa borið víurnar i hann. Tímabilið fyrir Eastwood hefur farið ágætlega af stað, en hann hefur skorað sex mörk í sextán leikjum liðs- ins á tímabilinu. Darryl Flahavan, markmaður Southend, er 27 ára gamall og kom til Southend árið 2000. Hann hefur S0UTHEND - MAN. UTD. Maöur leiksins: Nafn: Darryl Flahavan Fæðingardagur: 28. nóv 1978 Staða: Markmaður Ferill: Tímabil Félag Leikir 1996-1998 Southampton 0 1998-2000 Woking 33 2000- Southend 229 Markaskorari Southend: Nafn: Freddy Eastwood Fæðingardagur: 29. okt. 1983 Staða: Framherji Ferill: 2002- 2003 West Ham 0 (0) 2003- 2004 Grays Athletic (utandeild. ekklskfSÖ) 2004- Southend 83(45) átt stóran þátt í velgengni félagsins undanfarin ár og var valinn besti leikmaður annarrar deildar í fyrra. Flahavan þykir bæta upp smæð sína með áræðni, fimi og skjótum viðbrögðum. Flahavan var valinn maður leiksins í leiknum gegn Manc- hester United á þriðjudag. SÉRSMÍÐUM SÓFA EFTIR MÁLI ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA OPIÐ Mán-fös: 8-18 Laugard. 10-14 | Sími: 553-9595 www.gahusgogn.is Ármúli 19] n u s s m | Björgólfur aðalfjárfestir Eggerts: Byggt á vináttu og ást á boltanum Fréttatilkynning frá íjárfestahópi Eggerts Magnússonar staðfesti í gær að Björgólfur Guðmundsson væri stærsti fjárfestingaraðilinn á bak við tilboð Eggerts í úrvalsdeildarlið West Ham United. I fréttatilkynningunni kemur fram að Eggert og Björgólfur hafi verið vinir í mörg ár og deili ástríðu fyrir enskri knattspyrnu. Þá kemur fram að Björgólfur muni styðja Eggert að fullu og alla leið í samningaumleitunum við West Ham. Eggert er talinn hafa yfirhöndina yfir íranann Kia Joorabchian sem átti í viðræðum við forráðamenn West Ham í síðustu viku, en ekkert tilboð barst frá honum að loknum viðræðum.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.