blaðið - 09.11.2006, Side 35

blaðið - 09.11.2006, Side 35
TOPP TÍUfólk MEÐ „SÉRSTAKAR ÞARFIR" í SÖGU KVIKMYNDANNA Allir í Hollywood vita þetta: Ef þú vilt vinna Óskarinn fyrir bestan leik er auðveldasta og greiðasta leiðin að túlka persónu sem er hömluð eða fötluð að einhverju leyti, hvort sem um er að ræða geðsjúkdóm, þroska- heftingu eða persónuieikaraskanir af einhverjum toga. Undanfarin ár höfum við séð fjöldan allan af leikurum festa hendur á styttunni góðu með þvi að bregða utan um sig krefjandi gervi þeirra sem eru með sérstakar þarfir. 10 ■ Ray Babbitt RAIN MAN Frammistaöa Dustins Hoffmans sem u:--:~u.Dmi amii a ouimoiuyiu því skilningur fólks og áhugi á hugarheimi einhverfra jókst töluvert. 9. Stanley Spedowski UHF Kramer er fyndinn og sérlundaður meö illa samhæföar hreyfingar. Ekki er alveg Ijóst hvaða röskun Spedowski er að reyna að gera skil en þegar hann reynir á sig sem leikari eins og hann gerir í þessari mynd er útkoman frábær. Wleira af þessum sérlundaða karakter. Besta atriði myndarinnar er þegar hann fær krakka til að drekka vatn úr brunaslöngu. 8. Nell NELL Flestir segja myndina Nell vera fremur leiðinlega og söguþráðinn óljósan. Jodie Foster leikur Nell og fékk góða dóma fyrir túlkun sina á hinni þroskaheftu ungu konu. Það fór í taugarnar á fólki að hún hleypur um nakin meira og minna alla myndina, átti nekt hennar aö tákna frelsis- og sjálfstæðisþrá hennar en flestum fannst hegðunin vera ódæmigerð fyrir þroskahefta einstaklinga. 7. Lennie OFMICEANDMEN John Malkovitch er alltaf svalur og hann er sannfærandi sem hinn risavaxni og þroska- hefti Lennie. Sérstaklega er skemmtilegt að sjá hversu smávaxnir aðrir leikarar eru i þessari mynd svo að hinn meðalstóri Malkovitch virkar griðarstór. 6. Arnie Grape WHAT'S EATING GIL- BERTGRAPE? Mynd þessi er i uppáhaldi hjá mörgum. Meira að segja þeim sem venjulega hafa i ^ ■■■. meiriháttar óþol j £7 * gagnvart leikar- iíffe Opk. •' anum Leonardo flj i DiFuckingCrappio... W Leonardo sýnir fc ''i| v J hins vegar mikinn stjörnuleik sem Arnie Grape. Sagan er góð og hreyfir ástriðukenntvið sálinni. 5 ■ Rocky og Cher MASK Erfitt er að halda þvi fram að persóna Erics Stoltz, Rocky, sé hömluð eða haldin fötlun af einhverju tagi en eitthvaö er það við hann í þessari mynd sem er truflandi og auk þess leikur Cher í myndinni... 4. Ritchie FROMDUSK TILL DAWN Quentin Tarantino er sérlundaöur frá nátt- úrunnar hendi, að minnsta kosti er hann enginn Cary Grant eða Jimmy Stewart og leikur hlutverk þroskahefta bróðurins af miklu innsæi. Margir halda því fram að FROM DUSK TILL DAWN sé í raun bara önnur útgáfa af OF MICE AND MEN nema með byssum og blóðþyrstum vampirum sem viðbót. 3. Forrest Gump FORRESTGUMP Tom Hanks tókst að sýna heiminum feg- urðina í fötlun þroskaheftra einstaklinga. Einföld, fögur og vel meinandi sál Forrest Gumps snerti strengi allra þeirra er kynnt- ust honum á hvíta tjaldinu. 2. Sloth THE GOONIES Það má vel vera að Richard Donner sé veimiltíta en... Sloth er samt frábær. 1. Karl Childers SLING BLADE nntnr nnitoA huí aðBiliy Bob Thornton sýndi einn mest sann- færandi leik allra tíma sem hinn þroskahefti Karl Childers í Sling Blade. Og honum finnst sinnep gott.... blaöiö Næsti Adam Sandler Sagan af framahlaupi Andy Sambergs, 28 ára, er keimlík þeirri sem var sett á svið í myndinni Wayne’s World. Andy og félagar (The Dudes, Lonely Island) skemmtu sjálfum sér og vinum sínum í nokkrum stuttmyndum og innslögum sem þeir settu á Netið. Fólki fannst efnið fyndið og efnið fór eins og eldur i sinu um Netið. Áður en langt um leið krækti Jimmy Fallon í kappana og birtist Samberg í Satur- day Night Live og sló i gegn. Andy Samberg er spáð miklum frama í Hollywood og er talinn verðugur arftaki hins dáða Adams Sandlers. i Rl TUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 43 Frumsýningar í bíó um he Flyboys Myndin verðúrfrumsýnd annað kvöld í Sambíóunum, Akureyri og í Háskólabíó. Hún segir frá ungum bandarískum flug- hetjum sem buðu sig fram í franska flugher- inn áður en Bandaríkin tóku formlega þátt í fyrri heimsstyrjöldinni! Engin kvikmyndaver vildu styðja við myndina þannig að hún er fjár- mögnuð af hópi kvikmyndagerðarmanna og fjárfesta, þar á meðal Dean Devlin og flugmanninum David Ellison. Adrift - Open Water 2 Adrift verður frumsýnd annað kvöld í Sambíóunum. Myndin fjallar um helgarsiglingu sem fer gersamlega út um þúfur. Nokkrir vinir vilja eiga endurfundi á opnu hafi og leigja sér lúxussnekkju. Allt virðist ganga vel í byrjun en skelfing grípur um sig þegar fólkið syndir í áttina að snekkjunni og gerir sér grein fyrir að landgöngustiginn hefur verið fjarlægur. Hvernig á að halda sér á floti? Myndin styðst við raunverulega at- burði. Myndin hefur hlotið miðlungsdóma ytra en þeir sem sáu Open Water á sínum tíma og þótti hún spennandi eiga von á góðu því framhaldið Adrift er jafnvel talið betra. Skógarstríð Skógarstríð verður frumsýnd á morgun í Smára- bíói og Regnboganum. Hér er á ferðinni enn eitt magnað meistaraverk Rogers Allers sem skrifaði bæði Alladin, Beauty and the Beast og Little Mermaid! Open Season segir frá Boog, 900 punda skógarbirni sem kemst að þvi að hann er staddur í miðjum skóginum aðeins þrem dögum áður en skotveiðitímabilið byrjar (e. Open Season). Hann vingast við hraðtalandi múlasna og saman ætla þeir sér að fá dýrin með sér í lið gegn skotveiði- mönnunum! 3. Open Season). Hann ÉLl na MP.t>»siandara fer a Kosium > -..totKOóMeQi® tmijunlS NÝTTÁDUD Q| fl [V 1 1 I »'r , . Uppistand 2006 Hér fara íslenskir uppistandarar á kostum í stórkostlegri skemmtun Steinn Ármann Magnússon Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir Sveinn Waage Hjalmar Hjalmarsson Eyvindur Karlsson Björk Jakobsdottir Þorhallur Þorhallsson Jon Mýrdal Harðarson Óborganleg og drepfyndin atriði Komin í verslanir og á leigur SAM MYNDIR

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.