blaðið - 15.11.2006, Side 20

blaðið - 15.11.2006, Side 20
K°U& Þaö er einungis ein leið til að vera í hamingjusömu hjónabandi og um leið og ég kemst að því hver hún er geng ég aftur í hjónaband. Clint Eastwood Afmælisborn dagsms ERWIN ROMMEL HERFORINGI, 1891 MARIANNE MOORE LJÓÐSKÁLD, 1887 blaöiö 36 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 kolbrun@bladid.net Listhönnun úr íslenskum leir Listvinahús og leirmunagerð Guðmundar Einarssonar frá Miðdal og samverkafólks hans, stofnuð 1927, eru löngu orðnar kunnar stærðir í sögu lista og hönnunar í landinu. í nýrri og glæsilegri bók er birt vandað yfirlit yfir rúmlega 170 styttur, líkneski, listgripi og nytjahluti, ásamt samantekt á sögu fyrirtækisins og leirmuna- framleiðslunnar frá 1930 til 1956. Höfundar texta eru Eiríkur Þorláksson listfræðingur og Ari Trausti Guðmundsson, rithöf- undur og jarðeðlisfræðingur, sem ritstýrði einnig verkinu. Myndgerð annaðist Ragnar Th. Sigurðsson. Bókin er 150 bls. í allstóru broti með nálægt 200 hágæðalit- myndum og enskum jafnt sem íslenskum texta. Upplag bókar- innar er aðeins 800 eintök. Spennubók fyrir alla aldurshópa Út er komin bókin Skugganirðir eftir G.P. Taylor. Sögusviðið er Eng- land á 18. öld. Ob- adiah Demurral er sóknarprestur en líka skuggahirðir því hann talar við hina dauðu. Hann stjórnar íbúunum í þorpunum Peak og Thorpe af mikilli hörku. Nú er það ekki lengur nóg fyrir hann heldur vill hann ná yfirráðum yfir öllum heiminum. Demurrel svífst einskís í þeirri baráttu og verður sér úti um vopn sem getur fengið Guð og englana til að hlýða honum. Vinirnir Tómas, Kata og Rapha dragast inn í æsispennandi bar- áttu milli góðs og ills. Furðulegar verur eru á sveimi og dularfullir atburðir gerast. Óvíst er hvort smyglaranum Jakobi Crane sé treystandi og hvort þau nái um borð í skip hans í tæka tíð. Þessi fyrsta bók G.P. Taylor er spennubók fyrir alla aldurshópa. Hún hefur selst í yfir milljón eintökum og verið þýdd á 32 tungumál. Bókin var 20 vikur á metsölulista í Lundúnum og í New York fór hún í efsta sætið. Herdís Hallvarðsdóttir þýddi. Útgefandi er Hljóðbók.is. Árbók Ólafsfjarðar Út er komin Árbók Ólafsfjarðar 2005 en það er 7. árgangur rits- ins. Að venju er það veglegt og fjölbreytt að efni, 158 blaðsíður í stóru broti og prýtt fjölda Ijós- mynda. Meginefnisflokkar ritsins eru fjórir, greinar og viðtöl, annálar félaga í Ólafsfirði, Ijósmyndaseríur og greinar um Ólafsfirðinga sem létust á árinu. ■jiun^^ihirhir Var Þórbergur með Asperger? dag kemur út hjá JPV forlagi bókin Skáldalíf eftir Halldór Guðmundsson en þar er fjallað um líf, störf og hugmyndaheim tveggja rithöfunda, Þórbergs Þórðarsonar og Gunnars Gunnars- sonar. Einn rastakafli bókarinnar nefnist Þórbergur og Aspergerheil- kennið. Þar færir Halldór rök fyrir því að Þórbergur Þórðarson hafi ver- ið með Aspergerheilkennið. Halldór vitnar í merkilega bók sálfræðings- ins Michael Fitzgerald um uppruna listrænnar sköpunar og tengsl henn- ar við Aspergerheilkenni. Meðal einkenna Aspergerheilkennis eru: skortur á hæfni til félagslegra sam- skipta, sérkennileg áhugamál og áráttukennd hegðun, tilbreytingar- laus og oft klifandi talandi, sérkenni- legt málfar, líkamstjáning sem er ábótavant og klunnalegar hreyfing- ar með óvenjulegu göngulagi. Sam- kvæmt þessum kenningum greinir Fitzgerald Aspergerheilkennið til dæmis hjá nokkrum snillingum bókmenntasögunnar eins og Jonat- han Swift, Herman Melville, H.C. Andersen og Arthur Conan Doyle. Halldór Guðmundsson mátar þessi einkenni við Þórberg Þórðar- son og niðurstaðan er sláandi og ótvíræð: Þórbergur var með Asper- gerheilkennið. Halldór segir í bók sinni: „Þórbergur hefur samkvæmt þessu haft ýmis einkenni Asperger- heilkennis: sérvisku og áráttuhegð- un, vissa erfiðleika í félagslegum samskiptum, sérkennilega líkams- tjáningu og göngulag auk þess sem hann átti í vanda með sjálfsmynd sína. En það var einmitt glíman við sjálfsmyndina sem reyndist honum einstaklega gjöful sem rithöfundi því svo margar bækur hans eru ekki bara ævisögulegar frásagnir held- ur eins konar hugsunarsaga hans sjálfs. Þá sögu var hann að skrifa upp aftur og aftur með ýmsum til- brigðum, rétt einsog H.C. Andersen endurritaði ævisögu sína hvað eftir annað. Sumir drættir í sjálfslýsingu Þórbergs vekja athygli lesandans einmitt vegna einkenna sem tengja má Asperger. Þórbergur vissi vel af því að hann var ekki einsog fólk er flest enda skrifaði hann hjá sér í dag- bók í ársbyrjun 1913: „I dag hóf ég umhugsun um það, hvað sérviska væri, í hverju hún væri fólgin, af hverju hún stafaði og hvernig ætti að skilgreina hana í stuttu máli. Ég hefi ásett mér að hugsa atriði þetta eins ítarlega og mér frekast er unnt og rita hjá mér niðurstöðu þá, er ég kemst að.“ En framan af ævi hefur þessi sérstaða oft verið honum erf- ið.“ I lok kaflans segir Halldór Guð- mundsson: „Loks má nefna eitt at- riði sem Fitzgerald víkur að og ekki fer á milli mála: „Þegar karlmenn með Asperger kvænast tekur eigin- konan oft að sér móðurhlutverk og annast öll praktisk mál á heimilinu.“ Það gerði Margrét Jónsdóttir sann- arlega." birtast Á þessum degi árið 1859 birtust lokakaflarnir í skáldsögu Charl- es Dickens, A Tale of Two Cities, í dreifiriti höfundarins. Dickens var afkastamikill og gríðarlega vinsæll rithöfundur. Ár- ið 1950 hóf hann að gefa út dreifi- ritið Household Words sem kom út vikulega og þar birtist skáldskapur, ljóð og ritgerðir. Hann stofnaði annað dreifirit All the Year Round menningarmolinn árið 1859 og þar birtist A Tale of Two Cities sem framhaldssaga. Skáldsagan er talin meðal hans merkari verka ásamt Oliver Twist, David Copperfield og Great Expect- ations. Dickens lést árið 1870, 58 ára gamall, og skildi eftir sig skáldsög- una The Mystery of Edwin Drood sem honum vannst ekki tími til að ljúka við.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.