blaðið - 06.01.2007, Page 4
4 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007
blaðið
Eitt ár fyrir hvert kíló
Povilas Akelaítis var í gær dæmdiir í tveggja og
hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja
tvö og hálft kíló af amfetamíni til landsins. Efnin
uppgötvuðust í drifskafti bíls sem hann var á við
tollskoðun í Norrænu 31. ágúst síðastliðinn.
FIKNIEFNASMYGL
Par dæmt
Herbjörn Sigmarsson og Selma Björk Gunnarsdóttir
voru fundin sek um fikniefnasmygl. Herbjörn fékk 18
mánaða dóm en Selma 9 mánuði skilorðsbundna. Her-
björn skipulagði smyglið og naut aðstoðar Selmu sem
misnotaði aðstöðu sína hjá Póstinum við smyglið.
Farþegum fjölgar mikið
Rúmlega tvær milljónir farpega fóru um Keflavíkurflugvöll á
nýliðnu ári og hafa aldrei verið fleiri samkvæmt samantekt Ferða-
málaráðs (slands. Árið 2005 fór um 1,8 milljón farþega um flug-
völlinn og fjölgaði þeim þvi um 200 þúsund milli ára. Farþegum
sem skipta um vélar í Keflavík fækkar þó.
Viðgerð forsetabílsins enn ógreidd:
Verður boðinn
upp fljótlega
„Bílinn er vel varðveittur hjá
mér og geymdur í sérstökum við-
hafnarsal. Það hefur enginn talað
við mig og enginn sáttavilji sýni-
legur. Það er því ekkert að ske í
málinu,“ segir Sævar Pétursson,
framkvæmdastjóri Bilréttinga og
bílasprautunar Sævars.
Sævar sá um að koma fyrstu
forsetabifreið landsins í uppruna-
legt form og reikningurinn er
vel á annan tug milljóna. Hann
hefur staðið í stappi við að fá
viðgerðina greidda og stefnir á
að setja bílinn á uppboð. Garðar
Briem, lögmaður Sævars, segir
frest hafa verið gefinn til að ná
sáttum og að eina tilboðið sem
hafi borist hafi verið alltof lágt.
„Það vantaði mikið upp á síðast.
Hvíta flaggið hefur verið á lofti
af okkar hálfu og af góðvilja hef
Seldur á næstunni? Fyrsti for-
setabíll þjóöarinnar stendur enn á
verkstæðinu þar sem honum var
komið í upprunaiega mynd.
ég beðið fram yfir gefinn frest,“
segir Garðar. „Það er ekki nema
klukkutíma verk að fylla út upp-
boðsbeiðnina og það verður gert
á næstu dögum.“
Aðspurður segist Sævar ekki
munu gefa þessu lengri tíma en út
þennan mánuð.
ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
sjóðnum á árinu 2007
Þjóöhátíöarsjóður, sem starfar samkvæmt skipulagsskrá nr. 361 frá
30. september 1977 meö áorðnum breytingum, var stofnaöur í tilefni
af 1100 ára búsetu á íslandi 1974.
Tilgangur sjóösins er:
• að veita styrki til stofnana og annarra aöila, er hafa þaö verk-
efni að vinna að varöveislu og vernd þeirra verömæta lands og
menningar, sem núverandi kynslóö hefur tekiö í arf.
Viö það skal miöaö, að styrkir úr sjóönum veröi viðbótarframlög til
þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur
opinber framlög til þeirra eöa draga úr stuðningi annarra viö þau.
Á næstu fimm árum, frá og meö árinu 2007, mun sjóöurinn hafa um
20 m.kr. á ári til úthlutunar styrkja. Úthlutunum úr sjóðnum lýkur aö
þeim tíma liönum, þ.e. árið 2011 og er þá reiknaó meó að sjóöurinn
hafi þegar úthlutaö öllu fé slnu í samræmi við tilgang hans.
Umsóknlr
Geróar eru skýrar faglegar og fræöilegar kröfur til umsækjenda. For-
gang hafa verkefni sem undirbúin hafa veriö svo að vinna við þau geti
hafist innan árs frá úthlutun.
Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum.
Þau má finna á vefsíðu Seölabanka íslands wvyw.sedlabanki.is (sjá
Seölabanki íslands - Þjóóhátíöarsjóöur). Ennfremur má nálgast eyðu-
blöð í afgreióslu Seölabankans, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til og meö 28. febrúar 2007 og veröur úthlutaö úr
sjóönum í ofanverðum maí 2007. Umsóknir skal senda Þjóöhátíöar-
sjóði, Seólabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík.
Nánari upplýslngar veltir ritarl sjóðslns í síma 569 9622 eða á
netfanginu: thjodhatldarsjodur@sedlabankl.ls.
Stjórn Þjóðhátíðarsjóós
Norska varnarmálaráðuneytið um íslenska leyniþjónustu:
Svarar engu um
nám íslendinga
■ Neitar aö svara til um hag af samvinnu ■ Vísar á íslensk yfirvöld
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@bladid.net
Norska varnarmálaráðuneytið
treystir sér ekki til að svara til um
samvinnu íslenskrar leyniþjón-
ustu, Icelandic Intelligence Serv-
ice (IIS), þeirrar norsku og norska
varnarmálaráðuneytisins.
Talsmaður norska varnarmála-
ráðuneytisins, Christian 0verli,
vísaði spurningum Blaðsins á bug
og beindi til íslenskra
yfirvalda. „Við verðum
því miður að beina spurn-
ingum af þessum meiði til
íslenskra yfirvalda,“ ritaði
hann í tölvupósti.
Sýslumaðurinn á Kefla-
víkurflugvelli, Jóhann R.
Benediktsson, sendi þakk-
arbréf til Torgeirs Hagen,
undirhershöfðingja hjá
norsku leyniþjónustunni
(NoDiss), og Sverre Diesen,
yfirmanns hins konung-
lega varnarmálaráðuney tis
Noregs, 29. nóvember og
þakkaði fyrir námskeið
sem norsku stofnanirnar
héldu fyrir islenska starfsmenn
sýslumannsembættisins, sem
sinna greiningarvinnu fyrir utan-
ríkisráðuneytið. Bréfið bar íslenska
skjaldamerkið, merki NATO og var
merkt Icelandic Intelligence Serv-
ice. Jóhann ritaði undir sem fram-
kvæmdastjóri IIS.
Jóhann sagði í viðtali við Blaðið
að það væri vinnuheiti til að
auðvelda samskipti á er-
lendri gund við hern-
Blaðið 21. des 2006
aðarveldi. Þegar hann var spurður
hvað fram hefði farið á námskeið-
inu sagði hann það trúnaðarmál.
Eftir að Blaðið upplýsti vinnuheitið
ákvað sýslumaðurinn að það yrði
ekki notað aftur.
Óskað var eftir svörum Hagen og
Diesen. Var meðal annars spurt af
hvaða tilefni námskeiðið var haldið,
hve margir hafi setið það,
hvort það hafi verið
haldið fyrir IIS og
hvort þeir vissu
að Jóhannhygðist
ekki nota starfs-
titillinn fram-
kvæmdastjóri IIS
áfram. Einnig
hvert væri mark-
mið samvinn-
unnar og hver
hagur norskra yf-
irvalda væri
afhenni.
Bréf sýslumanns til Noregs
Jóhann R. Benediktsson ætlar
ekki að rita fleiri bréfí nafni
lcelandic Intelligence Service,
eða íslenskrar leyniþjónustu.
Endurskoðiin samkeppnislaga:
Refsiábyrgð einstaklinga skýr
„Okkur líst vel á þessar tillögur og
gangi þær eftir munu þær styrkja
eftirfylgni við samkeppnislögin,“
segir Páll GunnarPálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins.
Skýrsla nefndar forsætisráðherra
um viðurlög við efnhagsbrotum var
kynntáfimmtudaginn. ískýrslunni
er gerðar fjölmargar tillögur að
breytingum á samkeppnislögum
er lúta að refsiábyrgð vegna brota
og rannsókn þeirra.
Haft var eftir Ragnari H.
Hall, hæstarréttarlögmanni og
lögmanni Kristins Björnssonar, í
Blaðinu í gær að með tillögunum
sé nefndin ef til vill að viðurkenna
að núverandi samkeppnislög séu
ekki eins skýr og áður hefur verið
haldið fram.
Páll segir refsiábyrgð
einstaklinga í samráðsbrotum
vera skýra í núverandi lögum
og með tillögunum sé nefndin
einungis að styrkja refsirammann.
„Skýrslan ber með sér að höfundar
„TWögurnar
styrkja eftir-
pT'I fylgni við sam- keppnislögin
Páll Gunnar
Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
hennar hafi verið sammála
um að brot einstaklinga á 10.
grein samkeppnislaga er snúa
að samráðsbrotum er refsivert
samkvæmt gildandi rétti.“
m
Skrifborös
Mottur
1.158.-kr
Vinnustofa SÍBS
Betra skiputag á nýju árí! ****
með skrífstofuvörum frá Mú/a/undi
1*!
Lausb/aðabækur úr plasti
eda sérprentaðar
y Hátúni Wc • S:562-8500 • Fax:552-8819 • www.mulalundur.is